Vikan


Vikan - 11.06.1964, Síða 41

Vikan - 11.06.1964, Síða 41
IÐUNNARSKOR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA særa viðkvæmar sálir. Og hvað gera nú þau hjónin, þegar Angelique lýtur lögmálum ellinnar eins og aðrar dauðlegar manneskiur og lýkur sinni ævilöngu leit að hamingju og fullkomnun? Verða þau þá ekki að hætta að skrifa um hana? Þau hafa svarað þessu: Ef v;ð lifum Angelique, getum við alÞaf snúið okkur að dóttur hennar, og það er ólíklegt, að við lifum hanc llka. En meðan fólkið vill lesa mei,'a um þær mæðgur, skulum við skrifa. ÖGIFTA STÚLKAN OG KARLMENNIRNIR Framhald á bls. 13. gifta menn í kjölfarinu. Sleppið þeim ekki, en hugsið ekki um hjóna- band, heldur notið þá sem þægi- lega vini. í fleirtölu, því að einn kvæntur maður er hættulegur en dálítið safn af þeim er ágætt. KONAN HANS. Það er venjulega óþarfi að vor- kenna henni. Skynsöm og ástúSleg eiginkona getur hvenær sem er ná8 í villuráfandi mann sinn aftur! ÞaS er það, sem hann líka í rauninni vill. Hann er bara í leit að dálítilli tilbreytingu, og takist henni ekki að fá hann heim aftur, hlýtur hún að vera annað hvort frámunalega löt eða blind, eða þá að hún bein- línis kærir sig ekki um hann aftur. Kvænti maðurinn gerir venjulega þá fráleitu kröfu til vinkonunnar, að hún haldi sambandi þeirra leyndu — megi ekki einu sinni segja beztu vinkonunni frá því. Slíkt er auðvitað alltof hörð krafa til konu, og eina ráðið er því að taka ekk- ert tillit til hennar — en auðvitað láta sem hún hafi engum sagt frá því. KVENLEGI MAÐURINN. Það er hugsanlegt, að kona komizt í samband við mann, sem í rauninni hefur engan áhuga á konum, en tekur sitt eigið kyn fram yfir kvenkynið. Stundum er þessi eiginleiki auð- séður, en oft eru þessir menn lítið karlmannlegir ásýndum. Þá líður venjulega ekki á löngu áður en konan sér hvers kyns er. Það er rétt að treysta á hugboð sitt og leggja svo saman tvo og tvo, og sjá hvort út úr því koma fjórir — eða sjö! En hvað svo? Ekkert! Margar konur, sem jafn- vel án þess að vita það, eru hrædd- ar við hjónaband, hafa dálæti á slíkum mönnum. Með þeim eru þær öruggar — og sama má segja um þá í félagsskap þeirra. Konur ættu að hugsa sig vel um áður en þær slíta sambandi við þannig menn. Þeir eru venjulega dásamlegir vinir — þeir eru trúir, skilningsrík- ir og skemmtilegir. Þeir munu sitja við sjúkrabeð hennar, það er hægt að trúa þeim fyrir áhyggjum og þeir geta gefið konum áhrifarík ráð og leiðbeiningar viðvíkjandi karlmönn- um. Þeir hafa venjulega mjög góð- an smekk og indæla íbúð, og veizl- urnar, sem þeir halda, eru skemmti- legustu boð bæjarins. Þær eru venjulega mjög aðlaðandi og — þeir eru bezti og skemmtilegasti félagsskapur, sem nokkur kona get- ur kosið sér. FRÁSKILDI MAÐURINN. Fráskildi maðurinn er venjulega álitinn líklegri hjónabandskandidat en hann í rauninni er. Það líður oft langur tími, þar til hann í raun og sannleika er frjáls. Eigi hann börn, má segja að hann sé enn- fremur kvæntur en ókvæntur. Fyrst eftir skilnaðinn er hann auðvitað lamaður af áfallinu. Þá má stúlk- an halda ( höndina á honum, búa til mat fyrir hann og dekra við hann, og hugga hann með þv(, að auðvitað muni börnin ekki gleyma föður sínum. Hann fer heim til barnanna hvenær sem hann getur komið því við. Meðan stúlkan reikn- ar með, að hann kvænist henni strax og hann er laus úr fyrra hjónabandi, þá er hann farinn að bollaleggja að litast um eftir ann- arri konu. Stúlkan, sem hélt í hönd- in aá honum meðan hann var að skilja, minnir hann of mikið á þetta ömurlega tímabil. Það er skyn- samlegast að líta á hann sem vin, því að það er ólíklegt, að hann sé lausnin á öllum vandamálum, þótt stúlkan hafi hjálpað honum dyggi- lega yfir hans eigin. Ungi maðurinn er betri eigin- mannsefni en almennt er talið. Það eru mörg dæmi um hamingjusöm hjónabönd, þar sem maðurinn er yngri en konan. Oft tilbiður ungi maðurinn konuna og dekrar við hana á alla lund. Þannig heldur bókarhöfundur áfram að tala um alla möguleika ógiftu stúlkunnar og bendir m.a. á hvar líklegast sé að finna alla þessa menn. Það ætlum við að láta ís- lenzku stúlkurnar sjálfar um. -fc HÚSBONDINN Á HEIMILI DROTTNING- ARINNAR Framhald á bls. 9. Hann hefur átt það til að sýna andúð sína á klæðaburði drottning- arinnar, og sagt við hana eitthvað á þessa leið: „Þér getur ekki verið alvara! Farðu og kömdu þér úr þessu ( hvellil" Hann er lítið gef- inn fyrir allskonar kreddur og snobberí. Hann hefur látið drottn- inguna bíða eftir sér við hátíðlegar athafnir í fimm m(nútur, og komið svo loks á staðinn skellihlægjandi og gæjalegur og ekki látizt taka eftir því hvað drottning landsins var orðin óþolinmóð. Við annað tækifæri dróst hann afturúr frá drottningunni og leiðsögufólki henn- VIKAN 24. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.