Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 11.06.1964, Qupperneq 50

Vikan - 11.06.1964, Qupperneq 50
tröppur niður í Hafmeyjarklubb- inn í Cannes. Loftið var mettað af reyk. Sumir dönsuðu trylltan dans úti á miðju dansgólfinu. Aðrir liðu hægt fram og aftur í' faðmlögum úti í skúmaskotum. Stúlkurnar voru með sítt hár, sem hékk yfir andlit þeirra og niður með hryggnum. Sumir mennirnir voru með svolítið skegg. Það leið ekki á löngu áður en Henri kom auga á Annabelle, þar sem hún sat ásamt fleira fólki út við vegginn, þar sem skotið hafði verið saman tveim- ur borðum. Henri leizt ekki á þetta fólk. Einn náunginn var með geysimikinn hárlubba. Ann- ar var með gulleyrnalokka og í rauð- og hvítröndóttum buxum. Sá þriðji sat og hallaði sér upp að Annabelle. Fólkið starði á Henri eins og viðundur þarna sem hann fikr- aði sig í áttina að borðinu. Anna- belle leit skyndilega í áttina til hans og horfði á hann nálgast. Það hljóðnaði yfir fólkinu við borðið. Maðurinn við hliðina á henni fitlaði við tómt glas. Henri virti þau fyrir sér. — Hver ykkar, sagði hann, — er Geoffrey? Það tísti í einni stúlkunni, og maðurinn í röndóttu buxunum sagði: •— Er hann ekki karlmann- legur? Henri endurtók spurninguna, í þetta sinn á frönsku, og nú lyfti' maðurinn við hliðina á Annabelle einum fingri og sagði: — Það er ég. Henri rétti út höndina til Annabelle. — Kvöldið er svo dá- samlegt, sagði hann brosandi, — eigum við ekki að koma út. Hann bandaði hendinni í áttina að félögum hennar. -—- Hverjir sem þeir eru, þá er þetta ekki félags- skapur fyrir þig. Hún leit á hann án þess að svara; en hún rétti úr sér og bandaði frá sér handleggnum á félaga sínum. — Komdu nú, sagði hann blítt. — Komdu með mér. Hún leit á Henri, síðan á fólk- ið við borðið, síðan aftur á ilenri. Svo stóð hún skyndilega á fæt- ur. — Já, Henri, sagði hún undir- gefin. -— Augnablik, ég þarf bara að ná í dótið mitt. Þau óku þegjandi til Quai St. Pierre, og þaðan gengu þau út á brimgarðinn. Tunglið var að koma upp. Svalur andvari barst frá sjónum. Henri tók utan um hana og horfði í augu hennar. Síðan sagði hann: — Þótt þú trúir ekki orði af því sem ég segi, þá verðurðu að trúa þessu: Það ert þú sem ég elska. Mér er sama þótt þú breytir öllum peningunum þín- um í dollaraseðla og brennir þá úti í garði, ég myndi vilja þig engu að síður. Niðurlag í næsta blaði. rn — VIKAN 24. tbl. m & «■ Nýtt útlit Ný tækni LÆKJARGÖTU, HAFNARFIRÐI. — SÍMl 50022 í FULLRI ALVÚRU Framhald á bls. 2. heilan fjörð til þess að býli hans mætti njóta samgangna líkt og önnur góðbýli í breiðari byggðum. Bóndanum bráðlá á veginum; það var ekki fyrr bú- ið að bera ofani en hann flutti búferlum af kotinu. Fylgdi sög- unni, að sá vegur hafi ekki ver- ið notaður síðan. Kotbýlin á annnesjunum hafa mjög takmarkaða möguleika til ræktunar, enda öllum ljóst að annnesja-raflínurnar eru ekki til komnar vegna neinskonar skyn- samlegrar skipulagningar á framleiðslu, heldur atkvæða- veiðar. Annnesjabyggðirnar á ósköp einfaldlega að leggja niður, unz liinar betri byggðir eru orðnar svo þéttsetnar, að þar verði ekki lengur við bætt. Og það verður hvorki i tíð okkar sem nú lifum, né heldur barna okkar. Ríkið á að kaupa upp örreitiskotin fyrir hæfilegt verð, gera fólkinu kleift að flytjast burtu og greiða fyrir því eftir þvi sem hugur hvcrs og eins stendur til. Það er bæði í þágu þess og allra landsmanna, sem að meira eða minna leyti verða að borga brús- ann fyrir nytjalausa veru þess á óbyggilegum stöðum. Hins veg- ar er mönnum vorkunn eins og nú standa sakir. Það er eðli- legt að þeir hugsi sig um tvisvar og liokri jafnvel áfram í stað þess að ganga frá jörðunum með ekkert í aðra hönd. Lítt byggi- leg og húsalaus annnesjakot seljast ekki einu sinni fyrir hálfa kjallaraíbúð í Reykjavík. Þau eru samt verðmæt fyrir það fólk, sem þar hefur lifað og á þau. Rikið verður að hlaupa undir bagga með þvi. Það eru átthagafjötrar að þetta fólk eigi engra annarra kosta völ en hokra áfram, hversu vonlaust sem er. Enginn stjórnmálaflokkur og ekkert stjórnmálablað þorir að hreyfa þvi, að hugtakið „jafn- vægi í byggð landsins" sé á margan hátt rekið út i öfgar til stórtjóns fyrir heildina. Þess vegna gerast ótrúlegir hlutir; fámenn þjóð gerir sér búskap- inn í víðfemu landi miklu erfið- ari en efni standa til. Þessvegna eru lagðar dýrar raflinur um útnes, þar sem alveg eins má búast við þvi að fólkið flytji burtu hvenær sem er. Þess vegna er lagt í stórfelldan kostnað við samgöngur við örfáa afdalabæi, en vegir í nánd við Reykjavik, sem bera mörg þúsund sinnum meiri umferð eru lítið sem ekk- ert betri. Atkvæðaveiðar eru dýrasta sport, sem stundað er á íslandi. GS.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.