Vikan


Vikan - 30.04.1964, Síða 13

Vikan - 30.04.1964, Síða 13
I náttúrlega ælandi og spúandi eins og síðast og vaknar ekki til að fara í fjósið í fyrramálið. Ég skal bara láta þig vita það, að ef þú sofnar undir henni Ljómalind aftur og lætur hana sparka bæði í þig og fötuna, þá skal ég taka til minna ráða. Ég skal . . . Ég lofaði kellíngunni að rausa og flýtti mér upp á loft. Hún hélt áfram að mala og rausa niðri í ganginum, meðan ég þvoði mér og brýndi gamla rak- vélarblaðið í lófanum. myndi gera það sjálfur, ef Gunna væri ekki. Ég hugsaði um þessar stelp- ur, sem ég hafði reynt við. Hvernig þær höfðu GK: sperrt sig og sprangaS um í sundfötum í lauginni til a8 æsa okkur strákana upp, en þeg- ar út í alvöruna var komið og stórir hlutir stóðu til, þá lypp- uSust þær niSur og annaShvort þóttust ekkert vilja, eSa þá aS þær þóttust ekkert vita hvaS væri aS gerast og allra sízt aS þær vildu nokkuS kannast viS Hún sat á varadekkinu við hliðina á mér og rautt hárið var orðið úfið. Varirnar rjóðar, votar og hálfopnar, og pilsið þrönga ckki Iengur í sínum venjulegu skorðum. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að íslenzkur kvikmyndaiðnaður á í tímabundnum erfiðleikum sökum skorts á frambærilegum kvikmynda- handritum. Hefur jafnvel heyrzt, að kvikmyndafrömuðir vorir muni grípa til Njálu í óyndi sínu og þykir til- finnanlega skorta erótík eftir 79 af stöðinni. Nú hafa blaðamenn Vikunnar reynt rð „bæta úr brýnni þörf“ eins og fréttastofa útvarpsins mundi orða það. Þeir GK og SH kváðust á í óbundnu máli og hér er kvikmyndahandrit, ger- ið bið svo vel. SH byrjaði handritið og skrifaði eitt blað, en síðan tók GK við og skrifaði næsta blað og þannig til skiptis eins og sjá má. Fyrir utan það að vera framlag til BEdda film, er þ'etta nýjung í ritmennsku, jafnvel ný tegund bókmennta. Væri gott að heyra eitthvað um það frá SAM í næstu Lesbók. Kvikmijndahandrit til athug- unar fyrir BEddafilm SH: Sólin var komin lágt á vesturhimin, þegar ég kom úr fjósinu um kvöldið. Traktorinn á Brekku var hljóðnaður fyrir nokkru. Það þýddi, að strákarn- ir voru komnir inn og farnir að skvera sig upp. Bráðum myndu þeir renna Landróvernum yfir ána til að sækja mig, og ég yrði að hafa snör handtök, ef ég ætti að vera tilbúinn þá. Það þýddi, að ég yrði að slaufa kvöldmatnum, þó að kellíngin yrði vitlaus. Ég fór inn dyrnar á kolaklefanum og skreið upp um gatið, til þess að komast upp á loft, áður en kellíngin næði í mig. Það munaði minnstu, að ég kæmi upp undir pilsið hennar, þegar ég rak hausinn upp úr kolaklefanum. Hún hrökk aftur á bak og jesúsaði sig: — Guð minn almáttugur! Aldrei getur maður vitað, hverju þú tekur upp á! Hvers vegna gengurðu ekki um útidyrnar eins og ann- fólk? Jæja, komdu að éta. Graut- urinn bíður. — Ég ætla ekki að éta. Ég er að fara á ball. — Ball? Núna? Ég held að Ég skar mig ekki mikið núna, og þegar ég var búinn að setja dagblaðasnepla yfir stærstu skurfurnar framan i mér og bæla hárið niður með hálfpotti af vatni, skreið ég út um gluggann út í bíslagið og hoppaði niður, hinum megin við eldhúsglugg- ann. Ef kellíngin kæmi út til að skammast, ætlaði ég að fljúga á hann og reyna að hnoða henni upp á bíslagið og skilja hana þar eftir. Strákarnir biðu í Landróvern- um niðri við hliðið. Þeir voru hættir að koma heim, af því að kellíngin var alltaf að rausa. Ég settist inn í bílinn, og við lögðum af stað fram að Krossi á ballið. Hefurðu séð nýju skvísuna á Tindum, maður? spurði Doddi. — Svaka spúsa, maður. Ur Kefla- vík. — Er hún nýkomin ? — Kom í fyrradag. Hilli í Garði var að reyna að hilla hana í lauginni í fyrrakvöld. Hún var í bikini, maður, Væ, maður — Hvað er hún gömul? — Alveg mátuleg. Blessaður barnið sé vitlaust! Svo kemurðu reyndu við hana, maður. Ég Dúeft eftir GK. og SH. að kunna til slíkra hluta. ÞaS sem Dodda fannst „alveg mátu- legt" gat alveg eins veriS dauð rolla mín vegna. En hann gat líka trútt um talaS, því hann hafSi Gunnu — og hún var ein- asta undantekningin. ÞaS var nú skutla, sem sagði sex og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún vissi alveg hvað hún vildi, og lét ekki á sér standa aS framkvæma þaS, enda hafSi hún, oftar en einu sinni, hálfdrepið mig úti í hlöSu meS látunum í sér. En um þaS vissi enginn, og allra sízt Doddi. Því ég var nefnilega alls ekkert skotinn í henni, þótt hún væri brjáluS í mér, og þaS vissi hún mætavel. En hún hafSi Dodda sem nokkurnskonar yfirskin til aS geta hitt mig, og hann hé’t aS hún væri örugg. ÞaS var svo sem ágætt aS leika sér meS henni í myrkrinu á meSan maS- ur hafSi ekkert annaS fast, enda var hún stórfin svoleiSis, því kaldari kroppur var ekki til, — og þá sá maSur ekki hvaS hún var rangeygS og hjólbeinótt. En kannske mundi þessi nýja bjarga málinu viS. Ég hlakkaSi til aS sjá hana. BalliS var nýbyrjaS þegar viS komum fram aS Krossi og krakk- arnir flestir komnir, ef dæma mátti eftir kerrunum fyrir utan, sem ég þekkti flestar. ÞaS voru líka tveir leigubilar úr Reykja- vík — og vafalaust meS brenni- vín eins og vant var. ViS sátum dálitla stund í jepp- anum fyrir utan, og hvolfdum í okkur úr annarri flöskunni, sem viS áttum sameiginlega. Gunna var ekki lengi að koma auga á bílinn, og tróS sér í aft- ursætiS á milli okkar Dodda, en Ranka og Dúdú, tvíburarnir frá FlúSum, stóSu viS opnar jeppa- dyrnar og skriktu þegar þær sáu hvaS Gunna gerSi sopanum góS skil. „HafiS þiS séð þessa nýju, stelpur?" spurSi ég. „Tindabykkjuna?" spurSi Dúdú og skríkti, „þaS má nú minna sjá. Ég veit ekki hvaS hún held- ur að hún sé". „Strákarnir eru allir vitlausir í henni", sagSi Ranka, ,,en Hilli i GarSi náSi strax i hana og vill ekki sleppa henni. Hann vangar hana svo svakalega aS ég held hann ætli bara inn í hana á gólfinu". HelvítiS hann Hilli, hugsaSi ég meS mér. Ég skyldi aldeilis sjá fyrir honum, eins og forSum, þegar ég SH: hleypti úr öllum dekkjun- um á jeppanum hans og stakk háspennuþræðinum í vas- ann, þegar hann ætlaði að stinga af með stelpuna, sem var yinnukona á Hólum eitt sum- arið. Stelpan varð náttúrlega leið á að bíða, meðan Hilli pumpaði upp hjólin aftur, með óþéttri handdælu, og kom upp í Landróverinn til mín og Dodda, áður en Hilli var farinn að reyna að setja í gang. Og það má Doddi eiga, að hann er liðlegur með að lána drusluna. Bara verst, að ég þarf að skila hon- um yfir ána og vaða svo heim. Svo slógumst við Hilli út af þessu á næsta balli. En það var sama. Stelpan frá Hólum borgaði það með rentum. Ég var farinn að hitna í fram- an og vissi, að ég var allur orð- inn svo rauður, að skurzlurnar eftir raksturinn myndu varla sjást. Það var orðið mál að fara inn. Gunni í Götu var við dyrnar og stimplaði með rauðu orðið „borgað", á handarbökin á okk- ur, þegar við höfðum afhent sex- tíukallinn. Það var slæðingur af fólki inni, og bræðurnir á Hofi þöndu nikkurnar og börðu trommuna og héldu að þeir væru bítles. Ég sá hana undir eins. Þetta var einhver mesti kropp- ur, sem sézt hafði í þessari sveit. Hún var háfætt og rennileg, mittisgrönn og fagurbrjósta, með ryðrautt hár og brún augu. Hún var í svartri, þunnri peysu, sem hún hneppti á bakinu og rauð- köflóttupilsi. Ég stanzaði í dyrun- um og greip andann á lofti. Gunna var alveg fyrir aftan mig, og skynjaði hvað ég hugsaði. Hún sagði: — Hún hefur orðið að smyrja þetta pils að innan með koppa- feiti, til að komast í það. Af hverju málaði hún ekki bara rauða og svarta kafla á sig sjálfa og kom svo allsber? Venjulega þykir mér Gunna orðheppin og fyndin, en í þetta sinni fannst mér hún ósmekk- leg og leiðinleg. Mig langaði að segja henni að halda kjafti, en þorði það ekki, því ef hún kjaft- aði öllu í Dodda, væri búið með afnot af Landróvernum. Ég vissi að henni var sama þótt ég viðr- aði mig upp við annað kvenfólk, en ef ég leggði til hennar per- sónulega, var hún til alls vís. Ég fór að velta því fyrir mér, hvað ég gæti nú gert Hilla til bölvunar. Ég gat ekki fiffað jepp- ann hjá honum í annað sinn, því hann myndi strax vita, hver hefði gert það, og fara að slást við mig, áður en hann reyndi að gera við. Og strákhelvítið var þrælsterkt. Við fengum okkur borð og blönduðum. Ég hafði ekki aug- un af Hilla og stelpunni, en hann virtist ekki ætla að sleppa henni. Þurfti mannhelvítið ekki einu sinni að pissa, eða hvað? Doddi og Gunna supu drjúgum og voru farin að hafa hátt. Ég vissi, að ég mátti ekki drekka meir, því Doddi gæti aldrei keyrt heim. Loksins fór Hilli fram. Ég stóð up, en í sama bili fór stelpan fram GK: . (punktur) Ég ætlaði aS Framhald á bls. 29. VIKAN 18. tbl. 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.