Vikan


Vikan - 30.04.1964, Side 14

Vikan - 30.04.1964, Side 14
Hugsunin er til alls fyrst eins og kunnugt er, en þegar hugmyndir eru nokkurnveginn mótaðar, er næsta stigið að koma þeim á pappír og sjá hvernig það lítur út, sem menn þar til sáu aðeins fyrir hugskotssjón- um. Hér er ný og harla merkileg hugmy.nd í fæðingu. Eða ef til vill er óhætt að segja, að hún sé komin á pappírsstigið. Það er einmitt þessvegna, að Ormar Guðmunds- son, arkitekt, (næst á myndinni) er með í þessum hópi. Hinir hafa sem sagt fengið hann til að gera frumdrög. Og nú er komið saman og málið rætt frá öllum hliðum. Síð- an er eins víst, að Ormar geri nýjar teikn- ingar. Hér er ekkert til að fara eftir, því mennirnir eru að glíma við hlut, sem aldrei hefur verið reyndur fyrr á íslandi. Sú fram- kvæmd á vafalaust eftir að vekja mikla at- hygli. T næsta blaði birtum við teikningar Ormars og Ingólfur í City Hóteli skýrir okk- ur frá hugmyndinni. Munið, að það er að- eins ein vika þar til næsta blað birtist. Nýjar hugmyndir í fæðingu Hvað var Ormar að teikna? Það var einhverntíma á dögunum, að einhver iesandi blaðsins kvartaði yfir því, að sér hefði gengið erfiðlega að finna frambærilegt mál- verk til afmælisgjafar í verzlunum bæjarins. Kristján listaverkakaupmaður á Týsgötu 1 benti okkur á, að maðurinn hefði líklega litið heldur óvandlega í kringum sig, eða væri hann kannski svo vandlátur að telja ekki málverk eftir Kjarval, Asgrím og Engilberts frambærileg. Og það reyndist rétt: Kristján getur með sanni státað af því að hafa haft stór nöfn inn- an listarinnar á sínum snærum. Hann hefur í nokkur ár unnið að því af fremsta megni að halda uppi listaverkasölu, þar sem á boðstólum væru verk eftir hina kunnustu listamenn okk- ar, ef svo einkennilega vildi til, að einhver tæki verk þeirra fram yfir Hjörvar og Matthías í Holtinu. — Það hlýtur að vera ös hjá þér, fyrst þú ert einn með verk svo góðra málara til sölu, sögðum við. — Það koma margir við í bú^inni til að skoða, en málverk seljast ekki eins og mjó.lk. Ég hef fremur haft það fyrir prinsip að hætta þessu ekki en að það sé lífvænlegur atvinnu- vegur. Mér finnst skömm að því, að ekki skuli hægt að halda uppi einni sæmilegri málverka- sölu og ég hef heitið því að gefa mig ekki fyrr en í fulla hnefana. Ég lít á það sem viður- kenningu, að margir af okkar ágætustu lista- mönnum hafa falið mér að selja verk sín eins og hér má sjá og ég lít einnig á það sem viðurkenn- ingu, að menntamálaráðherra skyldi veita mér leyfi til að halda listaverkauppboð. Áður var það aðeins Sigurður Benediktsson, sem hafði þetta leyfi. — Þú færð sem sagt engan styrk frá nein- um opinberum aðilum til að halda þessari lista- verkabúð uppi? — Nei, en ég álít það svo mikið menningar- atriði, að ríkið ætti fortakalaust að styrkja svona fyrirtæki, ef í nauðirnar rekur. Það er hart á því að maður fái fyrir salti út á grautinn í þessari atvinnu. En listamennirnir kunna að meta það. Ég veit til þess að sumir hafa litlar sem engar tekjur, aðrar en þær sem verða fyrir þessa smávægilegu sölu hér. Þeir hafa líka launað Kristján — og sýnishorn úr búðinni Málverkasala er ekki gróðavegur það með því, að benda væntanlegum kaupendum á það, að þeir seldu myndir sínar aðeins hér. Það hefur nefnilega viðgengizt, að vel efnaðir menn hafa notað sér fátækt listamanna, komið heim til þeirra og boðizt til að kaupa af þeim málverk fyrir smánar- peninga. Og hvað þiggja menn ekki, þegar fátæktin er annars vegar. — Hvernig væri það ef þú hefðir ríkisstyrk, væri þá ekki erfitt að draga í dilka og segja einum að hann sé gjaldgengur en öðrum frá að hverfa — Jú, þegar um hálf opinbert Framliald á bls. 28. Wí fi '% - - — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.