Vikan - 30.04.1964, Síða 17
Verkfall var yfirvofandi,
en skipið varS
að láta úr höfn -
hvað sem það
kostaði.
hann hafði mestar áhyggjur af.
Hann hafði fylgzt með því hvernig
aðrir skipstjórar tóku á hlutum eins
og brottfararseinkun, verkföllum,
andbyr og óheppni og numið af því.
En það voru aðrir hlutir, sem hann
kunni ekki eins að taka.
Það var að vísu ekki svo fjarri
legt vandamál og einkavandamál, og
það mátti finna því einn samnefn-
ara, „Calderstone lávarð“ — forseta
skipafélagsins og þann mann, sem
skipstjórar þess skelfdust mest sem
farþega. Næstum átta sólarhringa
mundi Calderstone lávarður verða
sú staðreynd, sem hann kæm-
ist ekki hjá að reikna með.
Calderstone lávarður mundi
sitja við borð hans. Honum
yrði heimilt að ganga í stjórn-
klefa hverju sem viðraði, og
einkaíbúð skipstjóra hvenær
sólarhringsins sem var. Hann
yrði alltaf og alls staðar ná-
lægur dómari, varðandi hæini
og hæfileika Blacklocks sem
skipstjóra.
Blacklock yppti öxlum, en
það gerði hann ekki oft.
Kannski yrði þetta dagur til
að yppta öxlum, einn af þess-
um dögum, þegar taka verður
hverju því, sem að höndum
ber. Það varð að snúast gegn
vandamálunum, stórum sem
smáum, jafnóðum, hugsaði
hann, og í sömu svifum kom
Martin áhafnarstjóri inn í
klefann, sem það vandamálið
holdi klætt, er sízt þoldi bið.
Þau tuttugu ár, sem þeir
Martin höfðu klifið forfröm-
unarstigann hlið við hlið, hafði
hvorugum fallið hinn. Kannski
var það óhjákvæmilegt; þeir
voru nánir keppinautar í
heimi miskunnarlausrar sam-
keppni, og þeir höfðu lengi
alið á tortryggni hvor gegn
öðrum. Og þá fjóra daga, sem
Blacklock hafði verið skip-
stjóri á ,,Góðvon“, þóttist
hann verða var vissrar af-
stöðu í fari Martins; ekki
beinlínis ósvífni heldur einskon-
ar yfirlætis, rétt eins og hann
áliti það eingöngu fyrir duttiunga
heppninnar, að Blacklock skyldi
vera orðinn skipstjóri, en Martin
enn áhafnarstjóri. Það var eins
og Martin vefðist hálft í hvoru
tunga um tönn, þegar hann ávarp-
aði skipstjórann, eins og hann
vildi með því gefa í skyn, að það
væri einungis nokkra máhaða
munur á starfsaldri, sem réði því,
að það var ekki Blaclock, sem
ávarapði hann sem skipstjóra.
Það var að vísu ekki svo fjarri
sanni, hugsaði Blackloek, þegar
hann leit upp og kinkaði kolli
til Martins. En staðreynd var
staðreynd — hann var skipstjóri
og Martin áhafnarstjóri.
Martin gekk inn, hægt og ró-
lega, og lagði skjöl nokkur á
skrifborð skipstjórans. Sagði því-
næst: „Vaktskráin", rétt eins og
hann væri í vafa um, að Black-
lock skipstjóri kannaðist við þau
plögg, og nú fannst Blacklock
skipstjóra tími til kominn að fá
þetta útkljáð. Væri þetta dagur
til að fást við vandamálin, eitt
og eitt í einu, þá var það sann-
arlega góð byrjun að takast á
við þetta.
Hann kinkaði enn kolli, sagði
„þökk fyrir" eins stuttur í spuna
og honum var unnt. Og þegar
Martin dokaði við, eins og hann
ætti einhverju ólokið, bætti
Blacklock við: „Nokkuð annað?“
„Nei“, svaraði Martin kæru-
leysislega. „Mér datt bara í hug,
að ef til vill gæti ég orðið að
einhverju liði“.
Blacklock skipstjóra féll ekki
ágengnin í framkomu hans og
ákvað að gera honum það skilj-
anlegt. „Þér hafði yðar störfum
að gegna, er ekki svo?“
„Já, vitanlega", svaraði Martin,
rétt eins og störf hans væru ekki
meiri en það, að hver fær og dug-
andi maður gæti sinnt þeim í
hjáverkum. „Ég átti einungis við
. . . þér skiljið . . . það er alltaf
eitthvað, sem kemur upp á og
ekki þolir neina bið. Ef það væri
eitthvað þessháttar . . .“
„Sinnið þér yðar störfum“,
sagði Blacklock. „Ég mun annast
mín. Við skulum hafa það
þannig“.
„Já, herra“, sagði Martin.
„Hefur nokkuð nýtt gerzt í
máli brytanna?"
„Nei, herra“, og nú brá fyrir
geðvonzku í rómnum. „ Nei, af
þeim er ekkert nýtt að frétta“.
„Hvernig stendur málið? Haf-
ið þér rætt við Bryce yfirbryta?"
„Bryce segir að þeir séu enn
að ræða það, og annað verði eig-
inlega ekki um það sagt .Einn
af þeim er í landi; þeir segja að
hann hafi farið á fund McTeague,
en ekki veit ég hvað af því kann
að leiða. Það er svo að sjá sem
þeir hinir bíði átekta“.
„Hver er í landi?“
„Swann bryti á ferðamanna-
rými“.
„Setjið honum viðvörun, þeg-
ar hann kemur aftur um borð.
Hann hefur ekki leyfi til að fara
í land þegar komið er að brott-
farartíma“.
„Já, herra . . .“ Martin gerð-
ist kumpánlegur aftur; vildi gefa
honum góð ráð sem gamall kunn-
ingi. „Ég hafði eiginlega hugsað
mér að sjá í gegnum fingur við
hann í þetta skiptið. Ég vil ekki
verða til að koma neinu af stað
á þessu stigi málsins“.
„Setjið honum viðvörun“, end-
urtók skipstjórinn. „Ég tek það
á mig“.
„Já, herra", svaraði Martin,
grunsamlega samþykkur.
Skipstjórinn lét það lönd og
leið í bili. „Hafi þessi Swan far-
ið til fundar við McTeague, er
bezt að vera við öllu búinn. Það
er náunginn, sem stendur á bak
við þetta. Hann bíður einungis
Framhald á næstu síðu.
VIKAN 18. tbl,
17