Vikan


Vikan - 30.04.1964, Side 19

Vikan - 30.04.1964, Side 19
Mér finnst eigin- lega skömm að því, hvað við íslendingar stöndum aftar- lega í öllum menningar- málmn, samanborið við aðrar stórþjóðir. MaSur sér þetta sérstaklega vel, þegar maður hefur sjónvarp, og sér t. d. hvað Bandaríkjamenn hafa góðar og nákvæmar heimildir um forfeður sína, káhoyjana og Indi- ánana þegar þeir voru að drepa hver annan á sléttunum i gamla daga. Það hafa verið teknar af þeim þessar fínu sjón- varpsmyndir sem virð- ast alveg- áþrjótandi heimildir og svo æsi- spennandi að furðu sæt- ir. AS visu eigum við nokkrar sölgur af svip- uðum gæjum hérna heiina þegar þeir voru að kála hver öðrum með spjótum, bogum, atgeir- um o. s. frv., en það er allt á svo asnalegu máli, að það skilur varla nokkur maður, að ég nú tali ek.ki um visurnar, sem kannske gerir ekk- ert til þótt maður skilji þær ekki, þvi það var svo glannalegur atóm- skáldskapur, að það er ekki nema fyrir hálærða visindainenn að skilja það. Mér finnst alveg nauð- synlegt að einhver góður maður taki sér fyrir hendur að koma sæmi- legu máli á þessar sögur og endursegja þær þannig að þær skiijist, hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða, — og siðan að taka sjónvarpsmyndir af öllu saman, til að eiga þeg- ar sjónvarpið okkar kemur. En það þarf auövitað að fá færan og góðan mann til að gera þetta, og ég trúi ekki öðru en liann finnist einhvers staðar. En satt að 'segja hefi ég svo mikið að gera, að ég má varla vera að svona löguðu. En til að tkoma málinu af stað, ætla ég aðeins að sýna hvernig þetta þarf að vera. — Gunnar á Hlíðarenda var geysilega sterkur og snar i snúningum, lipur, firnur og fær í að drepa aðra, svo að allir, sem réð- ust á liann dóu annað hvort, eða flýðu heim til sín. Hann var hár og herða- breiður, meÖ ljóst Beatnik- hár ofan i augu, bláeygur og með fallegar, hvitar tennur. Hann var með al- skegg eins og listamaður og greiddi það með brillan- tín. Gunnar var llka ægi- lega slyngur á gitar, og söng og spilaði grátvísur á öllum bölium 1 sveitinni. Hann var ailtaf klæddur í óskaplega fín og falleg föt, rauð og græn og blá, með gullbelti og skikkju úr næ- on eins og Súperman. Svo átti Gunnar mömmu sem hét Rannveig og konu, sem hét HallgerSur og var alltaf í stretsbuxum og var ]iess vegna kölluð langbrók. Hún var skass og kjafta- UNDIR FJDGUR AUGU kerling og var alltaf að rifast við nágrannana, en Gunnar reyndi alltaf að stilla til friðar og gaf þeim stundum sjúss til að sættast. En Gunnar var svo harður af sér, að hann drap alla, sem ætluðu að drepa hann, og það þótti þeim slæmt. Þess vegna tóku þeir sig saman einu sinni, cirka fjörutíu i hóp, og ætluðu að reyna að kála honum. Þeir vissu þá að Gunn- ar var bara einn heima, nema báðar kerlingarn- ar, mamma hans og frú Langbrók. Þegar þeir komu heim til hans, þorði enginn að hringja dyrabjöllunni, til að segja að þeir væru komnir til að drepa hann, svo þeir sendu einn gæjann til að kíkja á svefnherbergisglugg- ann hjá Gunnari. En Gunnar var vaknaður, af því hann heyröi í hund- inurn síum, þegar þeir drápu hann, og þegar karlinn fór að kikja á gluggann lijá lionum, fannst honum það svo mikill dónaskapur, að liann stakk atgeirnum isínum í hann út um gluggann. Gæjinn fókk atgeirinn í vömbina og missti skjöldinn sinn og ball- ansinn og steinlá þar sem ihann var uppi á þaki, og rúllaði æpandi alla leið niður á jörð. En hann vildi engan láta vita að Gunnar hefði getað stungið sig, svo hann stóð upp, burstaði sig og lagaði á sér hárið, og labbaði svo salla rólegur til hinna gæjanna, sem sátu i mak- indum og biðu eftir hon- um. Aðalgæinn hét Gissur, og þegar hann sá fýrinn koma labbandi i róleg- heitum, þá spurði hann hann hvort Gunni hefði verið heima. „Það hef ég ekki liug- mynd um, góði. Þú get- ur bara reiknað það út sjálfur," sagði hann „en ég er klár á þvi að at- geirinn hans var heima,“ —og þóttist vera svaka- gæi. En hann gat bara Effir GK. ekki meira, þvi hann datt nið- ur eins og skot og steinlá og var dauður þegar þeir fóru að skoða hann. Þá urðu hinir gæjarnir vond- ir og löbbuðu heim að húsinu, en Gunnar sá til þeirra og tók bogann sinn og fór að skjóta á þá með honum. En gæjarnir klifruðu upp á þakið, en Gunnar gat skotið á þá þar, svo þeir forðuðu sér. Svo kornu þeir aftur, en Gunn- ar skaut á þá, og þeir forðuðu sér aftur. Þá sagði Gissur allt í einu: „Við skulum reyna aftur,“ og nú var hann orðinn vondur. Svo reyndu þeir aftur, en Gunnar skaut á þá og þeir forðuðu sér. Þá kikti Gunnar út um glugg- ann að gamni sinu, og sá að þeir liöfðu gleymt einni ör á þakinu. Honum fannst það svo sniðugt að nota þeirra eigin ör til að skjóta á þá, að hann teygði sig út um gluggann þangað til hann náði í örina. og gómaði hana. Svo skaut hann henni á einn gæjann og hitti hann svo hann steinlá, en enginn tók eftir þvi, af þvi gæjinn hafði staðið einn sam- an og var að pissa. Gissur sá höndina á Gunn- ari, þegar hann náði í örina, og hélt að Gunnar væri kom- inn i hönk með örvar, og sagði að nú skyldu þeir gera eina árás í viðbót. En þá koni einliver gæji, sem hét Mörður með þá uppástungu að þeir rifu þakið af kofanuni, og þeir auðvitað til í það. Þeir fundu helling af snærum á tún- inu, sem C-unnar notaði stund- um til að binda kofann niður, Framhald á bls. 28. VIKAN 18. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.