Vikan - 30.04.1964, Page 21
EFTIR
GUNNARDAL
IÆVI PLATÖS
OG
KENNINGAR
HANS
Brjöstmynd af Plató.
Plató 1 hópi nemcnda sinni. Mósaikmynd frá Pompeji frá því um
50 e. Kr.
speki, sem síðar yrði hinn andlegi grundvöllur nýrra og betri
stjórnenda. Hugsjón hans átti að bylta lífi og stjórnarháttum
ah’rar liinnar þekktu veraldar en þessi bylting átti ekki að
gerast í orustugný vígvallarins heldur í þöglu hjarta mannsins.
Eftir dauða Sókratesar virðast helztu fylgjendur hans hafa
haldið einkonar ráðstefnu í Megara í Bölótiu á heimili Auk-
lidesar og lagt þar á ráðin um endurreisn grískrar menning-
ar á grundvelli heimspekinnar. Þessi fámenni hópur stefndi
raunar frá upphafi að andlegum heimsyfirráðum, og helztu
keppinautarnir um foringjasætið voru Antisþenes og Plató.
Plató bar liærri hiut í þessari viðureign og hóf að rita „Varn-
arræð'u Sókratesar“ og síðan hverja bókina á fætur annnarri
um leiðina til að skapa nýjan og betri heim.
Vegna hins mikla hlutverks síns var Plató nauðsyn að
kynnast veröldinni og næstum 12 árum varði hann til ferða-
laga jafnframt því sem hann ritar mörg helztu verk sin. Það
liggur nokkur hula yfir ferðum Platós á þessum árum og
um þær vita menn fátt með vissu. Talið er þó víst að hann
hafi dvaLizt í Litlu-Asíu, Egyptalandi og í Kyrenu í Norður-
Afríku með stærðfræðingnum og heimspekingnum Theodorosi.
Plató virðist þó oft hafa snúið aftur heim til Aþenu á þessu
tímabili og dvalizt þar. Þess er getið að hann hafi gegnt
herþjónustu og tekið þátt í þremur leiðangrum með her
Aþenu.
í lok þessara undirbúningsára (388—7) ferðast Plató til
hinna fornu höfuðstöðva Pýþagoringa á Suður-ítalíu, en Sókrat-
es hafði verið foringi þeirra eftir dauða Pýþagorasar. Plató
treysti á ný hin fornu bönd og dvaldist með Arkytas frá Tar-
ent, sem um þessar mundir var helzti heimspekingur bræðra-
lagsins. Loks ákvað hann að gera hina fyrstu mikliu tilraun
til að gera stjórnmálamann að heimspekingi. Plató hélt til
Sýrakúsu á Sikiley á fund einvalds hennar Dionysosar I.
Aðrir helztu fyrirmenn við hirðina voru ríkisarfinn Dionysos
II. og Dion mágur konungsins. Það féll vel á með þeim Plató
og Dion og er sagt að Dion hafi tilleinkað sér hinar nýju kenn-
ingar og snúið baki við hégóma hirðlífsins í leit að andleg-
um verðmætum. En heimspekingurinn og harðstjórinn áttu
ekki skap saman og reyndust allar tilraunir Platós til að upp-
fræða Dionysos árangurslausar og vöktu aðeins reiði hans.
Segir sagan að harðstjórinn hafi ætlað að láta ráða Plató af
dögum en vegna milligöngu Dions var lífi hans þyrmt og
hann að sögn seldur i þrældóm. Honum var loks bjargað af
vini hans Annikeris frá Kyrenu. Ekki eru menn þó á eitt
sáttir um sannleiksgildi þessara sagna. Plató kom til Aþenu
árið 388 f.K. og var honum fagnað þar af hópi hinna gömlu
fylgjenda, sem höfðu lengi beðið foringja síns. Fyrsta verk
hans eftir heimkomuna var að stofna heimspekiskóla sinn,
Akademia, sem allir háskólar draga síðan nafn sitt af.
Plató var nú fertugur, og ævi hans hálfnuð. Námsárin
og könnun heimsins var að baki, undirbúningnum lokið. Nú
var kominn tími til að hefja það verk sem breyta skyldi
allri veröldinni. Með vopnum andans skyldi heimurinn sigrað-
ur og frá þessari stofnun skyldu hinir nýju stjórnendur koma.
Réttlætið, hið sanna, fagra og góða, skyldi Iieysa spillinguna,
fáfræðina og heimskuna af hólmi.
Plató keypti liús og land fyrir skóla sinn í útjaðri Aþenu,
hjá ánni Kefissos. Þar var Iystigarður og íþróttasvæði borg-
arinnar er nefndist eftir hinni grísku hetju Akademos og dró
skólinn nafn af þessum garði. Þannig stóðu íþróttaleikvang-
urinn og heimspekiskólinn hlið við hlið, enda lagði Plató
mikla áherzlu á líkamsrækt og iðkendur heimspekinnar áttu
jöfnum höndum að leggja rækt við likama sinn og sál sína,
þar sem Líkaminn var álitinn hluti hins andlega vandamáls.
Sennilega hafa flestir frjálsbornir Aþeningar með einhverj-
um hætti gerzt nemendur þessa skóla, en um eiginlega nem-
endur í nútímamerkingu er þar naumast Frh. á bls. 40.
VIKAN 18. tbl.
21