Vikan - 30.04.1964, Blaðsíða 45
ins og allt fyrirkomulag þjóð-
félagsins á að miðast við þarfir
einstaklingsins. Hið fullkomnasta
ríki er það sem fóstrar flesta
fullkomna einstaklinga. Engin lög
og ekkert stjórnskipulag þarf
fyrir fullþroska menn. En þar
sem fáir eru fullkomnir verður
að setja mönnum lög til að
tryggja þeirra eigin velferð. Rík-
ið verður þannig til vegna þess,
að maðurinn er ekki sjálfum sér
nægur, vegna þess að mannleg
náttúra er ófullkomin. Það bygg-
ist á samhjálp og samvinnu ein-
staklinga.
Hver maður verður að leggja
fram sinn skerf til ríkisins með
því að vinna þau störf sem hann
er hæfastur til.
Eins og fyrr segir er mann-
félag Platós hliðstætt mannssál-
inni.. í ríkinu er mönnum skipt
í þrjár stéttir. Fer sú skipting
eftir því hver hluti hinnar þrí-
skiptu sálar stjórnar þeim. Þeir
sem stjórnast af andlegu innsæi
eiga að mynda yfirstéttina. Þá
nefnir Plató heimspekinga eða
heimspekikonunga. Þeir eiga að
vera hin sjáandi forsjón og hin
raunverulega sál ríkisins.
Þeir sem stjórnast af skaps-
munum eiga að vera stríðsmenn
þjóðfélagsins, hið hugdjarfa og
stolta hjarta landsins. Þetta er
önnur stétt ríkisins og hún á að
vera sverð þess og skjöldur. í
þriðju stétt eru þeir sem stjórn-
ast af hinum lægri hvötum eða
lægsta hluta sálarinnar. Þeirra
hlutverk á að vera veraldleg
þjónusta og framleiðsla hins dag-
lega brauðs. í þessum hópi telur
Plató iðnaðarmenn, bændur,
kaupmenn og þræla. — Því ríki
er vel stjórnað, þegar lágum hvöt-
um fjöldans er haldið í skefjum
með vísdómi hinna fáu vitru,
þar sem hver maður fæst við það
eitt, sem hann er hæfur til að
leysa af hendi.
Plató leggur þennan mæli-
kvarða ekki aðeins á einstaklinga
heldur einnig á þjóðir. — Sem
dæmi um fyrsta flokks þjóð, sem
einkennist af menningu og stjórn
hinna vitrustu nefnir Plató
Grikki. Sem dæmi um annars
flokks þjóð, sem einkennist af
hugrekki. skapsmunum og bar-
áttu nefnir Plató barbara norð-
ursins. Sem dæmi um þriðja
flokks þjóð, sem einkennist af
kaupmennsku og auðhyggju nefn-
ir hann Fönika.
í draumsýn sinni um hið rétt-
láta þjóðfélag sér Plató ríkið
sem eina samræmda heild, þar
sem engir árekstrar eru milli
manns og manna.
Ríkið er stór fjölskylda. Þar
má enginn einstakur eignast mik-
inn auð því að auðurinn er vald
og auðurinn getur orðið verstur
og lægstur allra harðstjóra. All-
ar eigur eiga því að vera sam-
eign þegnanna. Og Plató gengur
lengra. í þessari stóru fjölskyldu,
segir Plató, í „Ríkinu“ eiga kon-
ur og börn einnig að vera sam-
eign meðal hærri stéttanna. Börn-
in eru alin upp af ríkinu, sem
sér um menntun þeirra frá fyrstu
tíð. Hjónabönd eru að vísu við-
urkennd en þau eiga að standa
stutt, og mega ekki verða varan-
legur „hyrningarsteinn þjóð-
félagsins“.
Þjóðfélag Platós er fyrst og
fremst skóli. Þar á að móta barn-
ið alveg frá fyrstu tíð og inn-
ræta því hugsjónir hins fagra,
góða og sanna. Þetta gildir jafnt
um bæði kynin. Fyrstu þrjú ár-
in er uppeldið eingöngu fólgið
í því að efla heilbrigði og hreysti
barnsins. Á aldrinum 3—6 ára
hefst strax hið siðferðilega upp-
eldi. Fyrsta sporið er að breyta
þeim helgisögnum hetjusögum og
ævintýrum sem börnum eru sögð
á þessum aldri: í stað hinna
gömlu heimskulegu goðsagna
sem fullar eru af ósannindum,
ranglæti og illum hvötum manna,
á að kenna börnum sögur og Ijóð,
sem fela í einfaldleik sínum djúp
og fögur sannindi, það á að segja
þeim ævintýri sem vekur blund-
andi öfl og mynd hins góða
og sanna í barnssálinni. Þannig
er strax í bernsku lagður sá
grunnur, sem siðferði, heimspeki
og öll sönn menntun byggist á.
Á aldrinum 7—10 ára leggur
Plató megináherzlu á íþróttir og
eflingu líkamlegrar hreysti.
Á aldrinum 11—13 ára er barn-
inu ætlað að læra lestur og skrift.
Frá 14—16 ára aldurs á ungviðið
að stunda músík, það er að segja
það á- að læra skáldskap nema
tónmennt og kynnast myndlist.
— Ekki svo að skilja að Plató
geri sér háar hugmyndir um
skáldskap og listir, nema þá helzt
góða tónlist: — „Veruleikinn“
er, eins og fyrr segir aðeins
skuggi frummyndanna og listin
skuggi veruleikans. Þannig verð-
ur myndlist okkar aðeins skuggi
af skugga, leikritið eftirherma á
eftirhermu og ljóðið bergmál af
bergmáli. Listin getur bæði þjón-
að hinu illa og hinu góða. Hún
getur aukið á ljótleikann, ósam-
ræmið og vanskapnaðinn og hún
getur líka þroskað fegurð og
göfgi sálarinnar. Listir geta því
falleg síslétt
gluggatjöld
Litekta og hlaupa ekki.
Aðeins ekta Gardisette veita
þessa einstæðu ábyrgð:
Fullar bætur ef nokkur
metri hleypur eða reynist
ekki sísléttur.
Sjáið fallega liti og gerðir
hjá okkur:
gegnt siðrænu uppeldishlutverki,
og það á að vera hlutverk henn-
ar í mótun mannsins á þessu ald-
ursskeiði. En aðeins góð list, sem
byggist á fegurð, góðleika og
hinu sanna getur gegnt þessu
hlutverki. Á aldrinum 16—18 ára
á unglingurinn að nema stærð-
fræðivísindi og frá 18—20 ára
aldurs er honum ætlað að þjálfa
sig í hermannlegum íþróttum.
Þetta er hin almenna menntun
sem ætluð er bæði körlum og
konum.
Að loknu þessu námi skyldi
unglingunum skipt í hópa eftir
því hvern árangur uppeldið hef-
ur borið. Úrvalið á enn langt
nám fyrir höndum, því að úr
þessum hópi verða síðan allir
Plcat plcaie me — I wanl te held you hand — Twut and thout
— lovo mc do — The hippy hippy thake — og allir 14 textarnir
of plötunnl „with tho Beollct" útamt fjöldo myndo of BEAHES
TVÖ N Ý HEFTI
Þriðja heftið af Nýjum danslagatextum
var að koma út. í heftinu eru aðeins
íslenzkir textar við öll nýjustu lögin.
Beatles — mynda- og danslagatexta-
heftið er fyrir nokkru komið út í því
eru 23 textar við Beatleslög og 23
myndir af þessari heimsfrægu hljóm-
sveit.
Sendið kr. 25,00 fyrir hvoru hefti og
þið fáið það sent um hæl burðargjalds-
frítt.
NÝIR DANSIAGATEXTAR
PÓSTHÓLF 1208 — RVÍK.
J
VIKAN 18. tbl. —