Vikan


Vikan - 13.08.1964, Síða 2

Vikan - 13.08.1964, Síða 2
í fullri alvöru: Karlmannafötin frá okkur Stærsta og glæsilegasta úrvalið Nýjustu efnin Nýjustu sniðin Fornar og fagrar dyggfiir Þeir menn eru til, en þó orðn- ir fremur fáir, sem höfðu það ríkt í huga og stóðu við það alla ævina að skulda engum neitt. Það var gömul og góð dyggð á íslandi að vera sjálfum sór nógur, þurfa ekkert til ann- ara að sækja og skulda engum manni neitt. Fyrir þessa liugsjón voru menn tilbúnir að leggja mikið í sölurnar og enginn hefur lýst því betur en Halldór Kiljan Laxness i Sjálfstæðu fólki. Það að þurfa ekkert til þeirra að sækja á Utirauðsmýri, var leið- arljós Bjarts i Sumarhúsum. Nú hafa heldur en ekki verið höfð endaskipti á þessum fornu dyggðum. Það er óþarft að vera sjálfum sér nógur og flestir kapp- kosta að kría út alla þá peninga, sem mögulegt er að fá að láni. Það er gróðavegur að skulda sem mest; settu þig í snöruna í dag með lánum, sem þú fyrir- sjáanlega liefur enga möguleika til að horga upp og á morgun er þrautin leyst. Nýjar hækk- anir sjá fyrir því. Þeirri gömlu lífsforskrift uni óliáðan efnahag, fylgdi ákveðin menning og kjölfesta, enda var forskriftin tilkomin af biturri reynslu aldanna. Það var bænda- menningin margumtalaða, rót- gróið umgengisform með sönn- um menningarblæ jjegar bezl lét. Þrátt fyrir almenna, svokall- aða „menntun“ á okkar dögum, þá reka margir augun í það, að nútíma íslendinga skortir veru- lega umgengnismenningu. Borið saman við þær þjóðir, sem hvað hczt kunna sig i fögrum um- gengnisháttum, siðgæði og mennilegri framkomu yfirleitt, þá megum við víst kallast bar- bnrar. En þannig er það alltaf, þegar ein menning liður undir lok og önnur tekur við, sem reist er á grunni fljóttekinna efnalegra gæða. Þá tekur gull- grafarabragurinn við og skiptir engu máli, livort skólaganga er lengri eða skemmri. Sýnir það því miður átakanlega, hvað sönn menning og menntun eru í litlu samhengi við skólagöngu. Á flestuni sviðum vantar að- hald og aga í íslenzku jijóðlífi Framhald á bls. 40-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.