Vikan


Vikan - 13.08.1964, Page 13

Vikan - 13.08.1964, Page 13
— Ég hef mörg nærtæk dæmi um það, ef þú vilt. Fólk hefur farið — og fer afar mikið enn — til Kaup- mannahafnar og þrammar fram og aftur eftir Strikinu meðan sumarleyfið endist. Það er út af fyrir sig allt í lagi, ef fólk langar til þess, en þá ber að geta þess, að Kaupmannahöfn er dýr borg. Hún er ein hinna dýr- ari. Að fl|úga til Hafnar og búa þar á miðlungs hóteli, það kosfar svo mikið, að ég álít að þeim peningum væri mun betur varið öðruvísi. Og nú skal ég seg|a þér eitt ótrúlegt: Það er hægt að fara á vegum Útsýnar allar götur suður á suðurströnd Spánar — með flugvél að sjálfsögðu, og búa þar í hálfan mánuð í lúxushóteli á fyrsta flokks baðstað, fullt uppihald innifalið, fyrir álíka mikið og jafn löng ferð til Kaupmannahafnar kostar. Ég vil taka það fram, að þetta hótel á Spáni er splunkunýtt og alveg í toppklassa. Hér getur þú eða hver sem er fengið farmiða með Loftleiðum eða Flugfélagi íslands út til Evrópu og síð- an með öðrum flugfélögum, eða járnbrautum, eða skip- um áfram og áfram, og það að fyrirgreiðslan er feng- in hér, sparar í mörgum tilvikum jafn mikið og uppi- hald mundi kosta á þessum fjarlæga dvalarstað í viku eða hálfan mánuð. — Hvað er merkasta nýmæli, sem Útsýn hefur staðið fyrir á þessum tíu árum? — Ef við undanskiljum hnattferðina, sem er nú að vísu ekki staðreynd ennþá, þá tel ég Austurlandaferð- irnar merkasta framtakið. Nú í haust verður þriðja för- in farin þarna austur á bóginn. Það má segja, að það sé alveg sérstakt, hvað hægt er að sjá mikið á þó þetta skömmum tíma. Að það skuli vera hægt að koma að helztu uppsprettulindum vestrænnar menningar og sjá mannlíf, sem okkur er alveg framandi. Þar fyrir utan hef ég orðið var við það, að mörgum hefur orðið það áhrifamikil lífsreynsla að koma á slóðir Krists í landinu helga. — Hefur beinlínis verið óskað eftir því, að þú efndir til hnattferðar? — Já, ekki get ég neitað því. Fleiri og fleiri langar til að sjá nýtt og framandi umhverfi. Það voru nokkrir viðskiptavinir Útsýnar, sem vöktu máls á þessu og nú er hópur manna reiðubúinn að fara. — Hvað kostar flugfargjald kringum hnöttinn? — Flugfargjaldið eitt kostar um 60 þúsund krónur. Þess vegna hlýtur hnattferð að sjálfsögðu að kosta nokkuð mikið borið saman við smáferðalög suður til Evrópu. Fargjaldið verður 90 þúsund krónur og það má segja, að það sé ekki mikið þegar á allt er litið. Það verður til dæmis einungis búið á lúxushótelum og fyrsta flokks hótelum. — Og það verður ekki gengið inn í ferð hjá ein- hverri erlendri ferðaskrifstofu? — Nei, þetta er algjörlega sjálfstæð þrjátíu og sjö daga ferð. — Það væri gaman að fá að heyra hvernig áætlunin hljóðar. — Já, það get ég sagt þér í stórum dráttum. Það verður flogið héðan til Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi, laugardaginn 31. október, og gist þar. Það verður svo flogið daginn eftir beina leið til Beirut í Líbanon. í þeirri París Austurlanda verður dvalið í tvo daga. Fyrir þá sem ekki hafa komið út fyrir hinn svenefnda vestræna heim, verða það strax talsverð viðbrigði að koma til Beirut. Þar mætast austur og vestur með einkennilegum hætti. Yfirbragð borgarinnar er að ýmsu leyti amerískt, en olíusheikar frá Kuwait og Arabíu koma þangað til að skemmta sér og innan um allan glans- inn eru austurlenzkar markaðsgötur. — Ég kannast við það og skrifaði tals- vert um þessa borg í Vikuna á sínum tíma eftir fyrstu Austurlandaferð Útsýn- ar hér um árið eins og þú kannski manst. Hvert er svo ferðinni heitið þaðan? — Þaðan verður flogið til Teheran, höfuðborgarinnar í íran. Þar situr Sjahinn og allt það fólk og þar með erum við komin inn í ósvikið Austurlandaumhverfi, sem hefur á sér hugblæ þúsund og einn- ar nætur. í Teheran eru dýrleg bygging- arverk með haglegu flúri og einkennum þessarar afgömlu persnesku byggingar- listar. Svo þarf nú varla að taka það fram, að persnesk teppi hafa mikið að- dráttarafl og það er hægt að fá þau keypt fyrir ótrúlega lítið verð í búðun- um í Teheran. Ég býst við því, að flest- ir muni hafa með sér teppisstranga frá þessu sólríka og fornsögulega landi. — Þar verður sem sagt dvalizt í tvo daga. Og síðan hvert? — Næst er Indland. Mér hefur litizt svo til, að Indland og Japan væri þeir staðir, þar sem mest væri að sjá og dvöl- in gæti orðið eftirminnilegust. Þess vegna hef ég ákveðið að dvelja viku í hvoru þessu landi. Fyrst komum við til Nýju Dehli, sem er fremur norðarlega í land- inu. Svalur andvari í þessu annars heita landi, gefur til kynna nálægð við Himal- ayjafjöllin. Mér skilst að borgin sé tví- skipt í mjög ólíka hluta: Annars vegar nýtízkulegan hluta breiðra stræta og hvítra húsa, en hins vegar afgamlan borg- arhluta með rúmlega faðms breiðum göt- um. Þar er moskan fræga Jama Masjid, eitt fegursta byggingarverk Indlands og þá er mikið sagt. Og skammt þaðan frá er sá heilagi staður, þar sem líki Gandhis var brennt. Þarna er líka bústaður Nehrus og hæsta mínaretta heimsins svo eitthvað sé nefnt. — Þú getur kannski komið mannskapn- um í viðræður við indverska spekinga um eðli og tilgang lífsins? — Vafalaust. Það úir og grúir af spek- ingum jafnt sem heilögum kúm. Indland er undraheimur. — Og enginn fer þangað svo að hann reyni ekki að sjá Tai Mahal. Japan. Hong Kong

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.