Vikan


Vikan - 13.08.1964, Page 16

Vikan - 13.08.1964, Page 16
Smásaga eftir ALBERTO MORflVIR * Sumarið kom, og ég tók að halda mig 6 tiltölulega fjöl- förnum stöðum eins og Piazza San Silvestro andspænis póst- miðstöðinni, í bogagöngunum skammt fró Piazza Colonna, ó Via del Gambero. Ég var léttklæddur, í brúnum fötum, sem ég hafði af ósettu róði rifið gat á. Það var neðan við jakkavasann og í laginu eins og talan sjö. Þessi lausi flipi slóst til og frá eins og opnar dyr. Auk þess gekk ég með skyrtuna óhneppta í hálsinn og bindislaus; á fótunum hafði ég strigaskó, alla útþvælda. Miðað við atvinnu mína var þetta útlit í sannleika eðlilegt, sannfærandi, einkenn- andi. Ég var vanur að bíða unz ég sá mann af þeirri gerð, er mér líkaði; þá réðist ég á hann — það er rétta orðið — ,,Stórkostlegt að hitta þig! Manstu ekki eftir mér? Við vorum saman í hernum. Manstu ekki eftir mér? í Bressanone . . . Við borðuðum saman í liðsforingiaskálan- um. Manstu ekki?" Til þess að skilja meininguna með þessu, verðið þið að athuga að ég verð að ná athygli hans svo sem eina mínútu, eða tvær í mesta lagi, eða nógu lengi til að hann yrði ekki grunlaus um að hafa þekkt mig einhverntíma. Ef ég hins vegar hefði sagt: ,,Manstu eftir (þessu eða hinu) kaffi- húsinu?" eða: ,,Þú manst eftir (þessari eða hinni) fjölskyld- unni?" hefði verið auðvelt að svara: „Nei, við höfum aldrei sést. Ég man ekkert". En í herinn fara allir, og, eins og við vitum, þá líða árin og það er auðvelt að gleyma manni, sem maður kannast lítillega við í hópi þúsunda annarra. Og ég segi ykkur satt: í níu skipti af hverjum tíu starði sá sem ég ónáðaði á mig og var í vafa; og þá gekk ég á lagið. „Það voru góðir dagar þá. En því miður hefur allt gengið á tréfótunum fyrir mér síðan. Ef þú bara vissir um allt, sem ég hef orðið að ganga í gegnum . . . Og hér er ég nú, eins og þú sérð, atvinnulaus, fæ ekkert að gera". Þegar hér var komið, fór hann vanalega með höndina niður í vasann — annaðhvort vegna þess að hann var hrædd- ur um að hann væri minnissljór, eða að hann kenndi í brjósti um mig, eða kannski — og það hefur líklega verið algengast — vegna þess að hann var að flýta sér og nennti ekki að hafa fyrir því að rifja upp gamlar minningar — og rétti mér 300 eða 500 lírurnar, sem voru allt sem ég var að sækjast eftir. Ójá, menn eru yfirleitt góðhjartaðir; af heilu hundraði var enginn, sem svaraði mér: „Burt með þig, ég hef aldrei hitt þig og jafnvel ekki séð þig". Og, með tilliti til sögu minnar, var það heppilegt fyrir mig að engum skyldi nokkurntíma detta í hug að kanna málin nánar, því að ég hafði aldrei verið í neinu liðs- foringjamötuneyti eða í hernum yfirleitt, enda sonur ekkju. Þess vegna var það að ég kaus að nefna Bressanone, fjar- læga borg sem fáir leggja leið sína til, svo ólíklegt var að ég rækist á nokkurn sem hefði verið þar. Með hjálp þessa kerfis og annarra hliðstæðra tókst mér að draga fram lífið; og þegar ég segi „að draga fram lífið", á ég við að mér hafi tekizt að skrapa saman nóg til að hafa að éta og fá að sofa í fleti undir stiga. En hamingjan er hverful! Dag nokkurn, skömmu fyrir hádegi, þegar ég að vanda var á vakki á Via del Gambero, sá ég mann ganga þar um í hægðum sínum, horfandi í hvern búðarglugga og athuga gaumgæfilega hvern hlut, er sást boðinn til sölu. Ég ákvað strax að leggja í hann, kannski vegna þess að hann var eini maðurinn í öllum umferðarstraumnum, sem ekki virtist vera að flýta sér. Og ég framkvæmdi þegar ætlun mína, stöðvaði hann og hóf upp minn gamla formála: „Stórkostlegt að hitta þig . . . mötuneyti liðsforingj- anna . . . Bressanone." Meðan ég lét móðan mása, gat ég athugað hann nánar og sá þá að nú hafði ég hlaupið á mig, en sú vizka kom nú heldur seint. Hann gat verið á hvaða aldrei sem var milli þrítugs og fimmtugs; hafði andlit eins og hreysiköttur, mjótt og framsett, var ógeðslega gulur í framan, hafði lítil, stingandi augu undir afturhallandi enni og stóran munn með purpura- rauðum vörum. Eyrun á honum stóðu|p út eins og blævængir, og hann var« svo snögghærður að hnöttótt höfuð.H hans minnti mest á kjúkling, sem i enn hefur ekki fengið fjaðrir. Hann var grannur, mjög grannur, en var “ klæddur óskaplega fyrirferðarmiklum vetrarfrakka úr loðnu tvídefni. Axl- irnar voru geysilega stoppaðar. Hafið þið nokkurntíma séð eðlu horfa á flugu, án þess að hreyfa sig, og síðan skjóta tungunni út eins og eldingu og glefsa hana til sín? Á sama hátt, og af sama hvat- | ■' J leika, brást hann við hljómi raddar) minnar. Hann lét mig þylja söguu|5;J mína og sagði svo glaðlega: „Auð-r|| vitað, auðvitað man ég eftir þér. Og hvernig líður þér? Hvernig líðui í , þér? Prýðilegt, prýðilegt!" Bara að maður ætti nú snarræði til! Ef ég hefði verið snarráður, hefði ég á sömu stund fundið upp einhverja afsökun og gufað svo upp. Það var nákvæmlega það, sem ég hefði átt að gera. En þó að ég væri því vanur að sjá fólk ruglað í ríminu, hafði mér sízt af öllu dottið í hug að ég gæti orðið gripinn af hliðstæðri ringlun sjálfur. Ég umlaði eins og asni: „Ojæja, ég hef það ekki svo bölvað". Og ég bætti við, mest af vana: „En ef þú bara vissir, hvað ég hef orðið að ganga ( gegnum". Hann svaraði mér um hæl, galvaskur eins og hanakjúklingur: „Lofaðu mér að heyra allt um það. Mig dauðlangar að heyra alla söguna. En nú skulum við líta inn á bar; þá getum við skálað fyrir heimkomu okkar". Meðan hann talaði, hafði hann gripið um handlegg mér með hendi, sem var að finna eins og stálklær, og nú stýrði hann mér áleiðis að næsta bar, svo ákveðið, að það lá við að hann héldi á mér. Jafnframt því sem hann draslaði mér áfram, hélt hann áfram að segja: „Þvílík hundaheppni! Hve það var gaman að hitta þig!" Hann var hraðmæltur og röddin hörð og hvæsandi. Ef höggorm- urinn hefði mál, myndi hann tala þannig. Ég virti hann betur fyrir mér. Ég hef þegar minnzt á vetrarfrakkann, sem hann klædd- ist, þótt hásumar væri. Einnig var hann í brúnum buxum, vand- lega pressuðum, en bættum hér og þar. Skór hans voru svartir og gljáburstaðir, en slitnir — ekki sólarnir sem voru hnausþykkir, heldur yfirleðrið, sem hafði látið svo á sjá að það minnti á slit- inn flauelspúða. Og þá sá ég dálítið, sem setti að mér kaldan Jg — VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.