Vikan - 13.08.1964, Síða 18
3. HLUTI
ÆVINTYRIÐ UM
Mamma Gustafsson grét þegar
Greta og Mauritz Stiller héldu
innreið sína í Konstantinópel
eins og furstapar frá miðöldum.
Þar lifðu þau í allsnægtum og
óhófi, en dvölin endaði með
sárum ósigri. Blásnauð voru
heimsstjarnan og leikstjórnar-
snillingurinn send heim á ríkis-
ins kostnað. Þá tók Greta til
sinna ráða. Stiller varð örvita
af heift og afbrýðissemi......
Þegar Greta kom heim frá hinni velheppnuðu
frumsýningu í Berlín, var það aðeins til að
setja niður í ferðatöskurnar. í Berlín hafði hin
nítján ára leikkona verið hyllt eins og stór-
stjama, kvikmyndin varð mikill sigur og leik-
stjórinn Mauritz Stiller varð gripinn miklum
óróa við tilhugsunina um þá miklu peninga-
veltu, sem þá var í Berlín. Hann ætlaði að sýna
Hollywood, að Evrópubúar gætu gert kvikmynd-
ir, sem nytu vinsælda hjá áhorfendum. Með
þýzk rhörk í vasanum beindi hann öllu liði
sínu til Konstantinopel, þar sem hann hóf upp-
tökur á myndinni „Odalisken fra Smolna“, með
Garbo í hlutverki rússneskrar aðalsdömu á
flótta undan byltingarmönnum til örlaga, sem
verri voru en dauðinn: hún lenti í tyrknesku
kvennabúri. Stiller var með ráðagerðir um að
slá öll sýningarmet með myndinni, og sjálfur
ætlaði hann til Hollywood með uppgötvun sína,
hina fögru Gretu Garbo.
Greta varð að hafa sig alla við, ef hún átti
að fylgjast með í þessum tryllta dansi. Heima
í Blekingsgötu var móðir hennar ekki sérlega
hrifin af gangi málanna, þetta kostaði mörg
_ - i
>•:
Él
: ' ' ■■
Unga stúlkan Greta Garbo og snillingurinn Mauritz Stiller við borðstokkinn á „Drottn-
ingholm". Hamingjan og sigurgleðin Ijómar af þeim. Geðillir gagnrýnendur í Svíþjóð
og ósigurinn í Tyrklandi tilheyrir nú fortíðinni og er grafið og gleymt. Ameríka og
milljónirnar bíða þeirra!
Jg — VIKAN 33. tbl.