Vikan - 13.08.1964, Síða 23
Ixiilil
C ;■=•-:
: ' ' 'í !
* \
: ::::::
'
:
(WtW '
T” :<.v::;
§111!
■
dagana, og auk þess væru peningar sér einskis virði
ón Dollýar.
Mér var farið að falla vel við Alex, þó að enn
óttaði ég mig ekki fyllilega á honum. Fundum okkar
hafði ekki borið saman eins og venjulegast var um
skjólstæðinga mína — hann hafði ekki leitað til mín
á skrifstofu minni, eða fyrir milligöngu fyrri viðskipta-
vina minna. Eg hafði verið þarna á ferð, kallaður til
að bera vitni við réttarhöld. Ég veitti Alex þegar at-
hygli meðal áheyrendanna í réttarsalnum, vegna þess
hve svipdapur hann var og áhyggjufuliur. Þegar rétt-
arhaldinu var lokið, beið hann mín frammi á gang-
inum. Hann bauð mér að snæða með sér hádegisverð.
Nú voru vandræði hans að vissu leyti orðin vand-
ræði mín.
Við héldum á brott af veitingastaðnum og ókum
til Brimgarðs, hvor í sinni bifreið. Þetta var stórt gisti-
hús, sem stóð niður við sjó, utanvert við borgina, og
í spænskum trjálundum allt í kring stóð mergð af
smáhýsum, sem leigð voru dvalargestum. Skrifstofu-
maðurinn, sem orðið hafði vitni að brottför Dollýar,
var ekki viðstaddur, en okkur var sagt til hans, þar
sem hann lá og sólaði sig niðri á einkabaðströnd gisti-
hússins.
Hann var mikill maður vexti og vel vöðvum bú-
inn, dökkbrúnn af sól á hörund, og mundi enginn,
sem ekki vissi, hafa látið sér til hugar koma að það
væri starf hans að sitja við skrifborðsvinnu alla daga.
Hann bar strax kennsl á Alex. „Hafið þér fundið kon-
una yðar?" spurði hann umsvifalaust.
Alex hristi höfuðið.
„Og þér álítið að eitthvert samband muni vera
með gráskeggjaða náunganum og þessari skyndilegu
brottför hennar?"
„Ég kemst ekki hjá því. Það er eina vísbendingin,
sem við höfum eftir að fara."
„Undarlegt það. Hann virðist að minnsta kosti ekki
gera ráð fyrir að verða benalaður þar við sögu. Ég
sé hann bókstaflega á hverjum degi með Ijóshærða
lagskonu í eftirdragi . . ."
„Hvar?" spurði Alex.
„Hérna í nágrenninu, þegar ég skrepp hingað nið-
ur á ströndina á daginn mér til hressingar." Hann
benti í suður. „Hann dvelzt í gistikofahverfinu þarna
á tanganum. Ég tók eftir nafninu hans þar á póstkassa;
Gerhardi." Hann stafaði nafnið svo öruggt væri að
ekkert færi milli mála. „Mér meira en kom til hugar
að spyrja hann um konuna, en hætti við það, þar
eð það er yðar einkamál."
Ég sá að það fór titringur um Alex, svo að ég
leiddi hann á brott áður en hann missti stjórn á sér.
Gistikofaþorpið frammi á tanganum virtist einskon-
ar fátækrahverfi, eða ætlað fyrir efnaminni dvalar-
gesti. Ég fékk talið Alex á að halda sig í hvarfi með
rauða Porschehraðbílinn. Kofinn, þar sem Gerhardi
hafði aðsetur, var orðinn allhrörlegur og hefði ekki
veitt af að mála hann. Það kom kona til dyra, þegar
ég gerði þar vart við mig, Ijóshærð, komin um fimmtugt,
klædd stuttbrókum og treyju. Hún hafði málað blá-
myrka skugga undir augun, sem flutu í ginnblöndu,
hvað kom vel heim við þefinn, sem af henni lagði.
„Lew Archer heiti ég," kynnti ég mig. „Eruð þér
frú Gerhardi?"
„Ég kann ekki við það nafn. Kallið mig Möggu."
„Ég vildi gjarna fá að segja nokkur orð við mann-
inn yðar, frú Gerhardi," mælti ég enn.
Hún hló. „Ég líka, amigo; en ég er hrædd um að
við verðum þá bæði að taka á þolinmæðinni, þangað
til einhver kemur á f jarskiptasambandi við neðri
byggðina."
„Fyrirgefið — það lítur út fyrir að ég hafi misskilið
aðstæðurnar. En það er miðaldra maður, gráskeggjað-
ur, sem ég á erindi við."
„Hvaða erindi eigið þér við hann?"
„Fyrir um það bil þrem vikum hvarf ung kona, sem
bjó í gistihúsinu Brimgarði. Hann virðist vera einn af
þeim, sem sáu hana síðast, að vitað sé."
„Þar hljótið þér að fara villur vegar. Chuck er áreið-
anlega ekki í slagtogi við ungar konur. Honum geðj-
ast ekki einu sinni að ungum konum. Hann hefur
NÝ FRAMHALDSSAGA
margsinnis sagt, að það séu þroskaðri kon-
ur, konur á mínum aldri, sem hann fái ekki
staðizt. Við höfum ákveðið að láta smeygja
á okkur hnappheldunni áður en langt um
líður."
Sannfæringarhreimurinn í röddinni gaf
helzt til kynna að hún vildi ekki einungis
að ég og hún sjálf tryðum þessu, heldur
Chuck líka, enda þótt hann heyrði ekki til.
Ég sýndi henni myndina af brúðhjónunum,
sem klippt hafði verið úr dagblaðinu, hún
hélt henni armslengd frá sér, athugaði hana
og kipraði saman augun í sólskininu. Rétti
mér síðan úrklippuna.
„Utilokað," sagði hún. „Chuck fer ekki að
leita á annarra manna konur. Hann gerir
strangar kröfur til sjálfs sfn, þó að illa hafi
farið fyrir honum."
„Haltu þér saman, Manga . . ."
Maðurinn með ströngu kröfurnar kom upp
helluþrepin frá sjónum. Hann virtist á svip-
uðum aldri og sú Ijóshærða, kannski nokkr-
um árum yngri. Hann gekk berfættur, klædd-
ur blárri dúkskyrtu, rifinni, og skeggjað and-
litið stóð upp úr hálsmálinu eins og brim-
sorfinn og veðraður hnullungur. Hann bar
pappírspoka, leit sem snöggvast á úrklipp-
una í höndum mér, sneri sér síðan að Möggu
og fékk henni pappírspokann.
„Farðu að gefa mávunum," sagði hann.
„En mig langar ekkert til að fara að gefa
mávunum þessa stundina, hjartað mitt," mald-
aði hún í móinn.
„Gerðu það samt, hjartað mitt."
Sú Ijóshærða labbaði burt með pokann, en
einhvern veginn fann ég það á mér, að hún
héldi ekki lengra en á bak við kofahornið
Framhald á bls. 49.
Hún bað mig um að bíða frammi í ganginum. meðan hún ræddi við stúlkuna inni í bókasafninu.
VIKAN 33. tbl.
23