Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 13.08.1964, Qupperneq 24

Vikan - 13.08.1964, Qupperneq 24
LJÓSMYNDIR: KRISTJÁN MAGNÚSSON GREIN: JAKOB MÓLLER Guðmundur Kristjánsson: „Lítill en lagiegur!" Klukkan er farin að ganga fimm, þegar við rennum í hlað. Bílar veiðimannanna standa á hlaðinu, baða sig í sólskininu og láta sér fátt um finnast, þótt eigendurnir séu komnir niður að á og farnir að fá‘ann. Norðurárdalur er greinilega í liátíðaskapi og skartar sínu fegursta. Veður- guðirnir höfðu tekið sig á all- myndariega. Prinsinn hafði verið við ána daginn áður í rigningarsudda og leiðinda- veðri, en lýst því yfir samt sem áður, að staðurinn væri sannkölluð paradís. Eflaust hefur veglyndi Norðurár átt mestan heiður af yfirlýsing- unni, enda ekki á hverjum degi, sem prinsar fá þrjá laxa á einum eftirmiðdegi, alla á fiugu, og setja auk þess í aðra tvo. Vatnsmikil bergvatnsáin hlykkjaðist silfurtær eftir far- vegi sínum. Hún hafði verið svolítið lituð um morguninn eftir langvarandi rigningar, en nú var hún búin að hreinsa sig. Vatnið fór minnkandi. Hér er tekið á og ekkert gefið eftir! Eflaust eru einhverjir til svo skáldlega innstilltir að vilja halda því fram, að Norðurá hafi sál (ég þori ekki að taka afstöðu til svo viðkvæmra fullyrðinga) allavega var hún um þessar mundir kvik af lífi -—■ enda var ‘ann við og tók gráðugt. Við göngum að skálanum. 1 dyrunum tekur ráðskonan, Ólöf Þorsteinsdóttir, á móti okkur með hlýlegu kveðju- brosi, leysir greiðlega úr spurningum okkar varðandi veiðimennina (hvar þá sé að finna) og býður okkur inn upp á hressingu. Við þökkum, en not- um tímann vel og göngum niður að á meðan hellt er upp á könnuna. Við hittum fyrst ung hjón, Örn Þór lögfræðing og frú Hrund Hansdóttur Þór. Frúin er að þreyta vænan fisk, hvessir sjónir á vatnsborðið og hefur ekki augun af línunni. Örn stendur álengdar og fylgist vel með, tilbúinn til aðstoðar við löndunina, ef með þarf. Leikurinn berst nær landi. Er fiskurinn búinn að viðurkenna ósig- ur sinn? Nei, ekki alveg. Síðustu kraftar eru notaðir, hann strikar út í strenginn, og stríðið heldur áfram. Enn er von: Sporðkast, stökk og strengd lína, sem kubbast eins og tvinni, ef veiðimaður- inn áttar sig ekki í tæka tíð. En Hrund er ákveðin í að vera sterk- ari aðilinn, og að Iítilli stundu liðinni liggur konungur fiskanna magnþrota og hjálparvana á árbakkanum. Örn tekur upp lítinn stein. — Við höfum verið heppin, segir Örn. Fiskum alveg brjálað. Þetta er sá þriðji, sem hún fær á land í dag. 24 VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.