Vikan


Vikan - 13.08.1964, Side 29

Vikan - 13.08.1964, Side 29
—• Monsieur de Germontas, heyrðist sagt allt í einu rétt hjá teim. Stíf af ótta sá Angelique rauðklæddan líkama de Peyracs greifa uppi á tröppunum. Hann þreif í grímunai og reif hana af sér. Hún sá andlitið skelfilega, sem gat komið ófyrirleitnasta harðjaxli til að titra. Hann kom hægt og áberandi haltur niður tröppurnar. Og á síðustu þrepunum sá hún blika á málm, þegar hann dró sverðið úr slíðrum. Germontas hörfaði undan og riðaði við. Bak við Joffrey de Peyrac komu þeir Bernard d’Andijos og Monsieur de Castel-Jalon. Frændi erkibiskupsins leit fram i garðinn, og sá Þá Cerbalaud, sem einnig kom nær. Hann dró ört andann. -— Þetta.... Þetta er gildra, stamaði hann. — Þér ætlið að myrða mig. — Gildran er hið innra með yður sjálfum, svínið yðar, svaraði d’ Andijos. — Hver bað yður að vanvirða konu gestgjafa yðar? Með skjálfandi höndum reyndi Angelique að hylja brjóst sín með rifinni blússunni. Þetta var hræðilegt, þeir máttu ekki berjast! Ein- hver varð að koma i veg fyrir það. Joffrey mátti ekki hætta lífi sínu móti þessum rudda! Joffrey de Peyrac kom hægt nær, og skyndilega var eins og nýtt fjaðurmagn hefði komið í hávaxinn, fatlaðan iíkama hans. Hann stað- næmdist fyrir framan Chevalier de Germontas, þrýsti sverðsoddinum í kvið hans og sagði: •—• Verjið yður. Ósjálfrátt, og með viðbrögðum þjálfaðs hermanns dró de Germontas sverð sitt. úr slíðrum og vopnin mættust. Bardaginn var jafn fáein andartök og svo ákafur, að tvivegis skullu meðalkaflar sverðanna saman og andlit skylmingamannanna nærri mættust. En í bæði skiptin vék de Peyrac greifi sér mjúklega undan. Mýkt hans bætti upp, þegar halti fóturinrt spillti fyrir. Einu sinni heppnað- ist Germontas að hrekja hann að tröppunum og nokkur þrep upp, en þá stökk greifinn yfir mótstöðumann sinn, svo að hann hafði varla tima til að snúa sér við og mæta honum á ný. Germontas var tekinn að þreytast. Hann var þjálfaður skylmingamaður. E’n hraðinn í þessum leik var meiri en hann þoldi. Sverö greifans risti hægri ermi hans og særði handlegginn. Þetta var bara yfirbarðssár en Það blæddi talsvert, og særður handleggurinn, sem hélt sverðinu, varð tilfinningarlaus. De Germontas átti síerfiðara með að berjast. Örvænting kom' fram í stór- um, útstæðum augum hans. Það voru engin þreytumerki að sjá á Joffrey. 1 augum hans las Angelique miskunnarlausan dauðadóm. Hún beit á vörina, þangað til hún hafði næstum æ.pt af sársauka, en hún þorði ekki að hreyfa sig. Hún lokaði augunum. Þegar hún opn- aði þau aftur, sá hún Chevalier de Germontas liggja á garðhellunum og sverð Joffreys standa úr likama hans. Stóri, halti maðurinn í Langue- doe, hallaði sér brosandi yfir hann. — Brúður og gervikonur! sagði hann lágt. Hann greip í sverðið sitt og kippti því að sér. Á eftir því fylgdi rautt gos, og Angelique sá hvítan kjólinn vökna í blóði. Það leið næstum yfir hana og hún hall- aði sér upp að veggnum. Joffrey de Peyrac gnæfði yfir hana. Andlit hans var svitastorkið og hún sá bringu hans rísa og hníga undir rauðri skikkjunni. En í vökulum augunum var ennþá þessi harði glampi. Greifinn brosti litillega, þegar augu hans mættu grænum augum henn- ar, sem ennþá voru döggvuð af skelfingu. Hann sagði skipandi: —• Komið. 21. KAFLI. Hesturinn skokkaði rólega eftir árbakkanum og rykið þyrlaðist und- an fótum hans. Þrír vopnaðir þjónar fylgdu herra sínurn í hæfilegri fjarlægð, en Angelique vissi ekki af návist Þeirra. Henni fannst hún vera alein undir stjörnudökkum himninum, ein i örmum Joffrey de Peyrac, sem hafði sett hana fyrir framan sig á hestinn og reið nú með hana til hallarinnar —■ til þeirra fyrstu ástarnætur. Þegar þau voru komin á leiðarenda, hurfu þjónarnir. Þeir vissu, hvernig húsbóndi þeirra vildi að þeir höguðu sér. Svefnherbergið var reiðubúið. Úti á svölunum var skál með ávöxtum á borði nálægt sófan- um. I lítilli bronsfötu stóð vinið í kæli. Angelique og maður hennar sögðu ekkert. Þegar hann dró hana að sér, muldraði hún: — Hversvegna brosið þér ekki Monsieur? Eruð þér ennþá reiður? Ég get fullvissað yður um; að ég átti enga sök á því sem gerðist. — Ég veit það ástin min. Joffrey dró andann djúpt og sagði síðan lágri röddu. — Ég get ekki brosað, vegna þess að ég hef beðið svo allt og langí eftir þesu andartaki. Og nú er ég svo djúpt snortinn af þvi, að ég finn' til. Ég hef aldrei elskað neina konu, eins og ég elska þig Angelique. Aldrei fyrr hef ég beðið svona lengi eftir nokkurri konu, eða sýnt eins mikla þolinmæði. samt átti ég þig. Að minnsta kosti tuttugu sinnum, var ég að Því kominn að taka þig með valdi, en, ég vildi ekki aðeins fá likama þinn, heldur einnig ást þlna og sál. Nú, þegar þú ert loksins komin til mín, get ég ekki gleymt Því, hve, mjög þú hefur þjakað mig, Ég geti ekki fyrirgefið þér, bætti hann svo við með ástriðuþunga. — Hefndu þín þá, muldraði hún. Næstum án þess að hún tæki eftir því, afklæddi hann hana og lagði hana á sófann. Með einstakri þolinmæði lokkaði hann hana til sín í hvert skipti, sem hún hörfaði ósjálfrátt undan, og í hvert sinn tók hún aftur á móti honum af meiri' ástríðuhita. Hún barðist á móti og gafst upp á víxl, en þegar tilfinningarnar, sem hún réði ekki við, gerðust of áleitnar, fann hún til undarlegs léttis. Með lokuðum augum hreifst hún með út á ólgandi bylgjur hamingjunnar. Þegar hann að lokum tók hana, æpti hún ekki, heldur opnaði stóru grænu augun og hvíslaði: — Svona fljótt? Hún vaknaði hvilandi á mjúkum sófanum. Mjúkt sjal verndaði lík- ama hennar, fyrir svölum kvöldblænum. Hún leit á Joffrey, þar sem hann stóð og hellti víni í tvo bikara. Hún brosti til hans, meir eggjandi en hana grunaði sjálfa, þvi að á fáeinum mínútum hafði ný Angelique fæðzt. Angelique, sem var kona að fullu og öllu. Svo dó brosið á vörum hennar.' — Monsieur de Germontas, sagði hún hræðslulega. — Joffrey — ég var búinn að gleyma því. Þú hefur drepið bróðurson erkibiskupsins. — Hugsaðu ekki meira um það, svaraði hann og gældi við hana. — Það voru vitni að því, að hann kom svívirðilega fram við þig, og þá við mig um leið. Erkibiskupinn er sjálfur af aðalsblóði, og hann getur ekki annað gert en að beygja sig fyrir staðreyndum. Með einum fingri strauk hann um mjúkar línur ungs, lokkandi lík- ama hennar. Hún brosti og andvarpaði ánægð. Hún hafði alltaf heyrt sagt, að karlmenn væru ruddalegir og kærulausir þegar þeir hefðu komið fram vilja sínum.... En Joffrey var engum öðrum likur. Á komandi dögum fannst henni eins og hún hefði skotið rótum í nýjum jarðvegi. Fortíðin hvarf út í buskann og tíminn stóð kyrr. Hún varð stöðugt meira ástarþurfi. Litarraft hennar varð enn ferskara og hláturinn ómaði af nýrri meiningu. Þega vagnarnir runnu út úr hallargarðinum í vikulokin, horfði hún á eftir þeim með samblandi af létti og tómleika. Hún hafði ekkert á móti því, að það yrði kyrrara í höllinni, eða hún fengi meiri tíma til þess að hafa manninn sinn út af fyrir sig, en í hina röndina saknaði hún þess, að þessir glöðu dagar voru liðnir. Hún hafði óljósan og ógn- andi grun um, að þeir myndu aldrei koma aftur. . . . Fyrsta kvöldið eftir brottför gestanna, lokaði Joffrey sig inni í rann- sóknarstofunni, en þangað hafði hann ekki komið, síðan veizlan byrj- aði. Þetta gerði Angelique frávita af reiði. Hún bylti sér endanna á milli í stóra rúminu, án þess að geta slappað af, meðan hún lá og beið eftir honum. Þarna sér maður, hvernig karlmennirnir eru! hugsaði hún beisk. Þeir fórna kvenfólkinu smá stund, þegar þá sjálfa langar til, en ekkert getur haldið i þá, þegar þeirra eigin áhugamál eru annars vegar. Áð- ur fannst mér það gaman, þegar hann sagði mér eitthvað um vinn- una sína, en nú hata ég þessa gömlu og leiðinlegu rannsóknarstofu. En smám saman bar þreytan hana ofurliði. Hún vaknaði við, að flöktandi Ijós skein á hana, og þegar hún opn- aði augun, sat Joffrey við hliðina á henni. Hún settist upp í rúminu og vafði handleggjunum um hném — Finnst þér raunverulega vera til einhvers, að koma hingað núna? spurði hún. —• Ég heyri, að fuglarnir eru farnir að kvaka úti í garð- inum. Væri ekki betra, að þú lykir nóttinni í þínu eigin herbergi, með slétta og sívala glerkrukku í fanginu? Hann hló og var ekki vitund reiður. —• Mér Þykir fyrir því, ástin mín, en ég var í miðri tilraun, sem ég gat ekki farið frá. En Það er okkar kæra erkibiskupi að kenna. Hann tók að vísu dauða bróðursonar síns eins og manni sæmir, en nú hengir hann sig á það, að einvígi séu bönnuð. Hann hefur sem sagt enn eitt tromp í jakkaerminni, og ég hef fengið þá úrslitakosti að opinbera fyrir þessu munkfífli leyndardóminn um það, hvernig hægt er að búa til gull. Þar sem ég get ekki útskýrt fyrir honum, hvernig málin standa með viðskiptin við Spán, hef ég ákveðið að taka hann með til Salsigne og sýna honum, hvernig við bræðum þar gull úr klett- unum. Ég ætla að láta Fritz Hauer koma þangað og þar að auki hef ég sent mann til Genf. Bernalli hefur alltaf dreymt um að fá að vera viðstaddur svona tilraun, og hann kemur áreiðanlega. ■— Ég hef ekki minnsta áhuga á þessu, sagði Angelique fýlulega. — Ég er syfjuð. E'n hún vissi, að orð hennar hljómuðu ekki sennilega. Hann gældi við mjúka hvíta öxl hen;nar, en allt í einu,i sökkti hún beittum tönnunum I hönd hans. Hann sló hana létt utanundir og kastaði henni með uppgerðarreiði afturábak I rúmið. Þau börðust um stund, en ekki leið á löngu þar til Angelique gafst upp. —• Ó, Joffrey, andvarpaði hún. — Hvernig stendur á því, að þetta verður alltaf betra og betra? — Það stendur þannig á því, að ástarleikurinn er list þar sem maður stig af stigi nálgast fullkomnun. Og svo ert þú iðinn og þakklátur nem- andi. 22. KAFLI. Um það bil tveim mánuðum seinna kom hópur riddara og vagn með skjaldarmerki de Peyrac greifa á hurðunum, upp grýttan veginn til Salsigne. Angelique, sem í upphafi ferðarinnar hafði hlakkað til, var orðin þreytt. Það var bæði heitt og rykið yfirgengilegt. Með fyrirlitningu og ógeði hafði hún virt fyrir sér Conan Bécher, sem sat á múldýrinu sínu, með mjóar lappirnar dinglandi niður undir jörð. Hún velti því fyrir sér, hvaða afleiðingar árekstrar Joffreys og erkibiskupsins myndu hafa. Hún heyrði vesalings Bernalli stynja vesældarlega: — En sá vegur! Hann er jafnvel verri en gerist hjá okkur i Abruzzi. —• Ég bauð yður að vera í vagninum, sagði Angelique. -— Þá hefði hann að minnsta kosti' gert eitthvert gagn. Italinn nuddaði aumt bakið: — Tak, signora, en karlmaður sezt ekki inn í vagn, meðan ung kona kýs heldur að sitja á hesti. — Þegar þér sjáið vökvaaflskerfið okkar, gleymið þér áreiðanlega bakverknum, sagði Angelique og brosti. Það birti yfir vísindamanninum. — Já, svo madame man hve mjög ég er hrifinn af þessum vísindum, sem ég kalla vökvaafl. Maður yðar hefur sagt mér, að í Salsignel hafi hann komið fyrir vélabúnaði, sem getur lyffl' vatninu upp úr gröf. Ég er að velta fyrir mér, hvort hann hafi ekki þannig gert perpetuum mobile. ■—• Alls ekki, kæri Bernalli, sagði Joffrey de Peyrac fyrir aftan þau. — Þetta er bara eftirlíking af vatnsaflsdælum, seml ég sá I Kína. —• Ah! sjáið þér þarna niðri. Nú erum við næstum komin. Fljótlega voru þau komin að litlum fossi, og sáu þar eins konar veltidælu, sem snerist á eigin öxli og kastaði vatninu í talsverða hæð, og þar niður í þró á uppbyggðum palli og rann þar út í nokkrar rennur. Regnbogi ljómaði yfir þessu vélvirki, og Angelique fannst þetta mjög falleg sjón, en vonbrigðin skinu út úr Bernalli: — Þér eyðileggið nítján tuttugustu af krafti straumsins, sagði hann. —• Ég fæst ekki um það, sagði greifinn. — Aðalmálið! er, að ég fái vatnið upp í þessa hæð, og þetta dugar mér. Sjálfri heimsókninni í námuna var frestað til næsta dags. Gerðar höíðu verið ráðstafanir með húsnæði vegna heimsóknarinnar og Peyrac lét Bernalli, Bécher og d’Andijos, sem auðvitað var með i ferðinni, koma sér fyrir í húsinu. Sjálfur kaus hann fremur að dvelja í tjaldi, Framhald á bls. 41. VIKAN 33. tbl. — 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.