Vikan


Vikan - 13.08.1964, Page 31

Vikan - 13.08.1964, Page 31
— Og nú á ég aðeins eftir að færa hér — hér — Bond þakklæti mitt fyrir þátttöku hans í þessu máli. Eg skal ekki gleyma að minnast á hjálp yðar herra Bond við leyni- þjónustuna. Sólin bakaði malarborinn stíginn. Inni í Hilman Minx bílnum var eins og í gufubaði. Bond fann til í hönd- unum þegar hann tók um stýris- hjólið. Pleydell-Smith stakk höfð- inu gegnum gluggann. Hann sagði: — Heldurðu, að ég geti gert eitt- hvað fyrir þig? Ertu viss um, að þú ætlir að fara aftur til Beau Des- ert? Þeir voru nú eiginlega ákveðnir í því í sjúkrahúsinu, að vilja hafa þig í minnsta kosti viku. — Eg þakka, sagði Bond stuttara- lega — en ég þarf að komast aftur. Ég þarf að sjá um, að það sé allt í lagi með stúlkuna. Viltu segja þeim í sjúkrahúsinu, að ég komi aftur á morgun. Sendirðu yfirmanni mínum þessi skilaboð? — Já. — Jæja þá, Bond þrýsti á start- arann. — Þá held ég að allt sé í lagi. Þú ætlar að athuga hjá háskól- anum fyrir mig með stúlkuna. Hún veit svo að segja allt um dýrafræði. Og hún hefur ekki lært það af bók- um. Þeir hljóta að hafa einhverja góða vinnu handa henni. Mig lang- ar til þess að sjá um að það fari vel um hana. Ég ætla sjálfur að fara með henni til New York og hjálpa henni gegnum þennan upp- skurð. Hún verður tilbúin að byrja að vinna fáeinum vikum seinna. Þetta er úrvalsstúlka. Þegar hún kemur aftur ... ef þú og konan þfn . . . þú skilur. Bara þannig að það sé einhver til að líta eftir henni. Pleydell-Smith brosti. Hann hélt að hann skildi. Hann sagði: — Hafðu ekki áhyggjur af því. Ég skal sjá um það. Betty er lagin við slíka hluti. Hún verður fús til þess að taka stúlkuna að sér. Eitthvað fleira? Jæja, við sjáumst allavega seinna í vikunni. Þetta sjúkrahús er leiðindastaður í þessum hita. Ef að þig langar til þess að vera eins og eina eða tvær nætur hjá okkur áður en þú ferð he . . . ég meina til New York, þá er það velkomið. Mér þætti gaman að hafa ykkur — ykkur bæði. — Þakka þér fyrir og þakka þér fyrir allt. Bond setti í gír og ók af stað niður götuna. Hann fór svo hratt að mölin þeyttist undan hjól- unum. Hann vildi komast burt frá þessari yfirborðsmenningu, frá tenn- isleikjunum, kóngunum og drottn- ingunum. Hann vildi jafnvel kom- ast burt frá Pleydell-Smith. Þó geðj- aðist honum að manninum, en það eina sem hann langaði til núna var að komast aftur niður til Beau Des- ert og burt frá þessum falska heimi. Hann sveiflaði bílnum inn á aðal- brautina og gaf bensíngjöfina í botn. Siglingin heim hafði gengið slysalaust. Enginn veitt þeim eftir- för. Stúlkan hafði að mestu leyti siglt ein. Bond skipti sér ekkert af því. Hann lá á botni bátsins, gjör- samlega örmagna, eins og dauður maður. Hann hafði vaknað einu sinni eða tvisvar og hlustað á gjálf- ur aldanna við bátinn og horft á þöglan vanga stúlkunnar undir stjörnunum. Síðan hafði hann sofn- að aftur og martröðin teygði sig til hans frá Crab Key. Honum var alveg sama. Hann bjóst ekki við að hann mundi nokkurntíman faka mark á martröð hér eftir. Eftir það sem kom- ið hafði fyrir nóttina áður, yrði martröðin að minnsta kosti að vera mjög sérstæð til þess að snerta hann. Hann vaknaði ekki til fulls fyrr en þau komu til Morganshafnarinn- ar og bátskjölurinn nuddaðist við koralrifið. Tunglið var á fyrsta kvarteli og lónið innan við koral- rifið var eins og silfurspegill. Stúlk- an sigldi kanonum í gegn. Svo rann báturinn Ijúflega yfir lónið, upp að sandinum og nam þar staðar. Hún hafði orðið að hjálpa honum upp úr bátnum og yfir grasflötina og upp í húsið. Hann var eins og barn í höndum hennar, en þrátt fyrir það bölvaði hann henni án alvöru, þeg- ar hún skar af honum fötin og ýtti honum undir steypibaðið. Hún hafði ekki sagt neitt þegar hún sá illa farinn líkama hans í baðljósinu. Hún setti vatnið á fullan kraft, tók sápuna og þvoði hann eins og hann hefði verið hross. Svo teymdi hún hann undan vatnsbununni og þurrk- aði hann mjúklega. Handklæðin urðu rauð af blóði. Hann sá hana taka flösku af sótthreinsandi áburði. Hann hafði stunið, tekið báðum höndum í vaskinn og beðið eftir því. Aður en hún byrjaði að rjóða á hann lyfinu, brá hún sér fram fyrir hann og kyssti hann á munn- inn. Svo sagði hún mjúklega. Haltu þér fast vinur. Og öskraðu. Þetta verður sárt. Svo hellti hún þessu eit- urefni yfir likama hans og sársauka- tárin runnu niður kinnarnar, án þess að hann skammaðist sín. Svo fengu þau sér morgunmat þegar dögunin kom yfir flóann, síð- an varð hann að þola þessa hræði- legu ökuferð til Kingston til þess að leggjast þar á hvítt skurðarborðið í slysavarðstofunni. Það hafði verið kallað á Pleydell-Smith. Engra spurninga var spurt. Það var gert að sárum hans. Læknirinn, sem var svertingi, hafði skrifað eitthvað á skýrsluna. Hvað? Sennilega aðeins yfirborðsbrunasár og rispur. Að því loknu fór Bond með Pleydell-Smith til stjórnarhússins, eftir að hafa lof að að koma til eftirlits næsta dag, og þessi fyrsti dagur endaði með mikilli ráðstefnu. Bond hafði sent M stutt skeyti gegnum stjórnarskrif stofurnar sem var á þessa leið: ÞVÍ MIÐUR STOP VERÐUR AFTUR AÐ BIÐJA UM SJÚKRAHÚSSLEYFI STOP LÆKNISSKÝRSLAN FYLGIR STOP VINSAMLEGAST SEGIÐ VOPNASÉR- FRÆÐINGNUM AÐ SMITH AND WESSON ERU GAGNSLAUSAR GEGN ELDVÖRPU STOP. Nú, þegar Bond sveiflaði litla bílnum í gegnum endalausar beygj- urnar í áttina niður að norðurströnd- inni, sá hann eftir þessu skeyti. M mundi ekki kunna að meta það. Þetta var of biliegur brandari. Skítt með það! Bond sveiflaði bílnum til hliðar til þess að komast hjá árekstri við stóran rauðan strætisvagn. Hann langaði aðeins að gefa M til kynna að þetta hefði ekki eingöngu verið hvíldardagur í sólinni. M mundi sjá [ gegnum fingur við hann þegar hann fengi skrifaða skýrslu. Svefnherbergi Bonds var svalt og dimmt. Við uppbúið rúmið var disk- ur með samlokum og hitabrúsi full- ur af kaffi. Á koddanúm var pappírsmiði með stórri barnalegri rithönd. Þar stóð: — Þú verður hjá mér í nótt. Ég get ekki yfirgefið skepnurnar mínar. Þær eru óánægð- ar. Og ég get ekki yfirgefið þig. Þú skuldar mér eina nótt. Ég kem klukkan sjö. Þín H. I rökkrinu kom hún yfir gras- blettinn, þangað sem Bond sat og var að Ijúka við þriðja glasið af viskíi. Hún var í svart og hvítrönd- óttu bómullarpilsi og aðskorinni, bleikri blússu. Gullið hárið ilmaði af ódýru hárþvottaefni. Hún var einkar fersk og falleg. Hún rétti út hönd- ina. Bond tók í hana og fylgdi henni upp eftir götunni og eftir þröngum, vel troðnum gangstíg gegnum syk- urreyrinn. Þetta var langur gang- stígur, sem endaði loks við vel hirt- an grasblett, sem var upp við brotna steinveggi og þrep sem lágu niður að stórum þunglamalegum dyrum. Meðfram dyrunum þrengdi Ijósið sér út. Hún stanzaði við dyrnar og leit á hann. — Vertu ekki hræddur. Það er ekki farið að skera reyrinn og flest dýrin mín eru úti. Bond vissi ekki hverju hann hafði búizt við. Hann hafði óljósa hug- mynd um troðið moldargólf og saggafulla veggi. Einhvers staðar hafði hann gert ráð fyrir einhvers- konar húsgögnum, brotnu rúmstæði með tötrum í og sterkri dýralykt. Hann hafði búið sig undir það að gæta þess að særa ekki tilfinningar hennar. [ staðinn var þarna inni mjög svipað og í stórum, vel hirtum vindlakassa. Gólfið og loftið voru úr djúpglansandi sedrusviði og veggirnir voru klæddir með hvítum bambus. Ljósið kom frá tólf kert- um í fínum silfurstjaka sem hékk niður úr miðju loftinu. Hátt upp á veggjunum voru þrír ferhyrndir gluggar, sem Bond sá dökkbláan himininn og stjörnurnar í gegnum. Þarna inni voru einnig nokkur góð húsgögn í nítjándualdar stíl. Undir Ijósastjakanum var búið borð með dýru silfri og kristall fyrir tvo. Bond sagði: — Honey, þetta er Framhald á bls. 40. NÆSTA SAGA IAN FLEMINGS, SEM VIKAN BIRTIR MUN KOMA NÆST A EFTIR ÞEIRRI SÖGU, SEM N0 ER AÐ BYRJA. EFTIR UM ÞAÐ BIL 6 VIKUR BYRJUM VIÐ A NÝRRI SÖGU AF JAMES BOND, SEM HEITIR „MEÐ ASTARKVEÐJU FRA RÚSSLANDl". VIKAN 33. tbl. — gjL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.