Vikan - 13.08.1964, Qupperneq 49
inn ná 2—3 sm. út fyrir fram-
stykkið og er sá hluti hans fóðr-
aður. Á þetta litla stykki er síð-
an saumað hnappagat og hneppt
yfir rennilásinn í stað strengs-
odda. Briótið renninginn inn á
röngu og stingið í saumavél 3
mm. frá efstu brún til styrktar.
Gangið frá buxunum að neðan
með 3ja sm. breiðu innafbroti.
Brjótið % sm. inn á röngu, sting-
ið frá réttu 2 mm. frá brún, brjót-
ið síðan innafbrotið inn á röng-
una og gangið frá því með ósýni-
legu faldspori.
Að lokum eru axlaböndin fest
við buxurnar með hneppslum og
tölum.
Framhald af bls. 23.
og stæði þar á hleri. Ég sagði til
mín. Hann kvaðst heita Chuck
Begley.
„Ég sá þegar þér stiguð út úr
bílnum, Archer", bætti hann við.
,,Sá það strax á göngulaginu, að
þar var einhver ógæfa á ferðinni".
„Hvernig getið þér þekkt ógæf-
una á göngulaginu, herra Begley?"
„Hún hefur leitt mig sér við hönd
síðan ég fyrst man eftir mér".
Ég þóttist ekki í neinum vafa um
að þar segði hann satt. Maður þurfti
ekki annað en að virða fyrir sér
það af andlitinu, sem ekki var hul-
ið skeggi, til að sannfærast um það.
Og mér meira en datt í hug, að
hann léti sér vaxa alskegg til að
dylja samskonar merki á niðurand-
litinu.
„Kannizt þér við þessa mynd,
Begley?"
„Og ef ég geri það — hvað þá?
Vitanlega les ég bæjarblaðið, eins
og allir aðrir hérna".
„Unga konan á myndinni, Dollý
Kincaid, hélt á brott úr gistihúsinu
að Brimgarði, tíu mínútum á eftir
yður. Síðan hefur ekkert til hennar
spurzt. Allt bendir til þess, að eitt-
hvað alvarlegt hafi komið fyrir
hana".
„Það þykir mér leitt að heyra",
svaraði hann og röddin bar það
með sér, að það var ekki nein upp-
gerð. „Ég geri ráð fyrir að þér
hafið rætt við vitni, sem sáu til
ferða minna?"
„Já".
„Það kemur líka heim; ég var
þarna á ferðinni, þó að ég hefði
getað sparað mér þann snúning-
inn. Hún reyndist ekki vera sú
stúlka, sem ég hélt. Eftir myndinni
að dæma var hún undarlega lík
BEINT I MARK
henni, en alls ekki, þegar maður
sá hana Ijóslifandi fyrir sér".
„Lík hverri?"
„Mary dóttur minni. En það var
ekki nema eðlilegt að mér gæti
skjátlazt. Ég hef ekki séð Mary full
tíu ár. Ég hef haldið mig í Nýju
Kaledoníu; unnið þar í krómnám-
um. Það var svipað og ég dveld-
ist á tunglinu, ekkert samband við
fjölskylduna eða umheiminn yfir-
leitf. Og eftir því sem lengra leið,
varð erfiðara að taka það sam-
band upp aftur eins og gefur að
skilja".
Ég virti fyrir mér hrörlegan kof-
ann, og um leið varð mér hugsað
til konunnar, sem stóð á hleri bak
við hornið, og var ekki síður farin
að láta á sjá. „Þér virðist ekki
heldur gera yður sérlegt ómak til
að taka þar upp þráðinn", mælti
ég og hugsaði sem svo, að þeir
gætu tekið sneið, sem ættu.
„Kannske ekki. Að hvaða gagnE
kæmi það líka — konan mín er
látin, og Mary; hún er víst orðirr
tuttugu og eins, og fer sinna eig-
in ferða. Sennilega gerði ég henni
mestan greiða með því að láta hana
afskiptalausa. Það var einhver
stundarviðkvæmni, sem réði því að
ég fór að leita hennar í gistihús-
inu. Og ég hef ekki ráð á því að
vera viðkvæmur framar".
„Ef til vill hafið þér verið við-
kvæmari en þér höfðuð ráð á í
þeirri heimsókn, Begley", sagði ég.
„Samkvæmt frásögn skrifstofu-
mannsins, dvaldizt yður fulla
klukkustund hjá frú Kincaid. Það
hefur því tekið yður drjúgan tíma
að átta yður á, að hún væri ekki
dóttir yðar".
Hann kipraði saman augun, rétt
eins og þessi orð mín gerðu hon-
um meiri glýju í augum en sjálft
sólskinið, þó bjart væri. „Að sjálf-
sögðu sá ég það samstundis, að
hún var ekki Mary dóttir mín. Og
hún kannaðist auðvitað ekkert við
mig. En hún hafði áhuga á sögu
minni, og við sátum drykklanga
stund á tali, satt er það".
„Barst nokkuð það í tal ykkar
á milli, sem hugsanlegt væri að
leitt hefði til þess að hún yfirgaf
eiginmann sinn fyrirvaralaust".
„Nei".
„Settuð þið ykkur stefnumót síð-
ar? Eða biðuð þér hennar í grennd
við gistihúsið, eða var svo umtal-
að, að þið hittust á áætlunarbíla-
stöðinni?"
„Nei. Hvað er það eiginlega,
sem þér eruð að reyna að fá mig
til að viðurkenna? Ég þekki kon-
una ekki hið minnsta".
Það var einhver gremjuhreimur
í röddinn, sem ég gat ekki fyllilega
áttað mig á.
„Tíu mínútum eftir að þér hélduð
á brott úr Brimgarði, Begley, hélt
unga konan einnig á brott þaðan.
Síðan hefur hvorki heyrzt eða sézt
til ferða hennar. Hún gæti verið
látin, og þér gætuð eitthvað verið
við það riðinn".
Eg heyrði að Magga rak upp
lágt undrunaróp um leið og hún
VIKAN 33. tbl.
49