Vikan


Vikan - 13.08.1964, Síða 51

Vikan - 13.08.1964, Síða 51
hún verið í skapi að undanförnu?" spurði ég. ,,Það er erfitt að gera sér grein fyrir því. Hún er alltaf eins í fram- komu. Hljcð og prúð. Hugsar sitt". Nú kom Alex aftur. Gekk hröð- um skrefum, léttur í bragði. ,,Ég hef fundið hana. Ég sá það á fötunum í skápnum, að það er hún". ,,Ungi maður — ég gaf yður ekki leyfi til að fara þar inn", varð frú Bradshaw að orði. ,,En það eru hennar híbýli . . ." ,,Ég hef leyft henni að búa þar. Ekki yður". Eins og allt var í pottinn búið, mátti Alex sízt af öllu við því að fá vinnuveitanda og húsmóður Dollyar upp á móti sér. Ég beið því ekki boðanna, tók undir hönd hon- um og leiddi hann á brott. Það tók mig nokkur andartök að telja hann á að fara og bíða mín á næsta gististað á meðan ég færi upp í háskólann. „Hvers vegna má ég ekki koma með yður þangað?" spurði hann eins og rellinn krakki. „Einfaldlega vegna þess, að ég vil það ekki", svaraði ég. ,,Dolly hefur nú valið sér sitt hlutskipti, og þér hafið engan rétt til að grípa þar fram fyrir hendur henni, hvort sem yður líkar það betur eða verr. Ég hitti yður á eftir". Það tók mig langan tíma að finna skrifstofu Roys yfirkennara, þegar upp í háskólabygginguna kom. ,,Hann situr fund með öðrum yfirkennurum þessa stundina", svar- aði Ijóshærð vélritunarstúlka, sem sat í fremri skrifstofunni, spurn- ingu minni. „Kannske get ég greitt eitthvað úr fyrir yður?" ,,Ég er að reyna að ná sambandi við einn af kvenstúdentunum. Dolly Kincaid". ,,Þá ber að snúa sér til ungfrú Sutherland yfirkennara", svaraði vélritunarstúlkan. „Það heyrir ekki undir Roy Bradshaw. Hún hefur skrifstofu hinum meginn við gang- inn". Dyrnar að skrifstofu ungfrú Sut- herland stóðu opnar. Hún reyndist vera ein af þessum glæsilegu, aðlaðandi konum, sem ekki er nokk- ur leið að geta sér til um aldur á — fullþroska og fullorðnar þegar um tvítugt, en ungar um fertugt. Að því er séð varð, takmarkaðist fegurðarlyfjanotkun hennar við föl- rauðan varalit, sem hún beitti þannig, að það mildaði munnsvip- inn. Framhald í næsta blaði. A K-10-4 V 9-2 ♦ G-5-4-2 * A-7-4-3 A D-G-7-3-2 N A 9-8-5 V ♦ G-10-8-7-3 8-3 V A V ♦ A-K-D-6-4 7 * 6 S A D-G-10-5 A A-6 V 5 ♦ A-K-D-10-9-6 * K-9-8-2 Suður Vestur Norður Austur 1 tígull pass 2 tíglar 2 hjörtu 4 tíglar pass 5 tíglar pass pass pass Allir utan hættu, suður gefur. Útspil hjartagosi. Öryggisspilamennska er ávallt lærdómsrík og í ofangreindu spili kunni sagnhafi að hagnýta sér hana. Vestur spilaði út hjarta og suð- ur trompaði næsta hjarta. Spilið stendur nú og er sama hvernig það liggur: Trompin eru tekin, síðan tveir hæstu í spaða og þriðji spaði trompaður. Síðan spilar suður laufatvisti og þegar sexið kemur frá vestri lætur hann sjöið. Austur drepur með tíunni og verður síðan að spila sér í óhag. Hjarta eða spaði er í tvöfaldri eyðu og laufið gefur einnig slag. Einu legurnar í laufinu sem skipta máli er 4-1 og 5-0 legurn- ar. Séu laufin 3-2 er aldrei hægt að gefa nema einn slag á litinn. Drepi austur laufið með einspili, þá er spilið öruggt. Komi háspil frá vestri, drepur norður á ás- inn og spilar litlu laufi. Sé aust- ur með lætur suður áttuna og það gerir hann líka ef austur er búinn með laufið. Mjög lærdómsríkt spil, sem alltaf er hægt að vinna með full- kominni aðgæzlu. VIKAN 33. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.