Vikan


Vikan - 05.11.1964, Page 47

Vikan - 05.11.1964, Page 47
 ritarinn hans mótmælt kröftuglega þeirri hugmynd, að ferðast á föstu- degi, sem þar að auki var þrett- óndi dagur mánaðarins. — En það er alltaf bezt að ferð- ast þann þrettánda, sagði Bond þolinmóður. — Það eru varla nokkr- ir farþegar, og það er þægilegra og maður fær betri þjónustu. Ég vel alltaf þrettánda, þegar ég get. — Jæja þá, sagði hún í uppgjöf. — Þetta er þín jarðarför. En ég mun hafa áhyggjur af þér allan daginn og í öllum guðanna bænum farðu nú ekki að ganga undir stiga eða eitthvað álíka heimskulegt í kvöld. Þú ættir ekki að freista gæfunnar um of. Ég veit ekki, hvers vegna þú ert að fara til Tyrklands, og ég vil ekki vita það. En ég hef ónotatilfinningu í beinunum. — O, þessum fallegu beinum, sagði Bond stríðnislega. — Ég ætla að bjóða þessum beinum út í kvöld- mat, sama kvöldið og ég kem aftur. — Þú gerir ekkert af því tagi, sagði hún kuldalega. Seinna kvaddi hún hann með kossi af skyndilegri hlýju, og í hundraðasta skipti velti Bond því fyrir sér, hvers vegna hann var að eltast við annað kvenfólk, þegar einkaritar- inn hans var sú bezta af þeim öll- um. Vélin suðaði stöðugt yfir enda- lausu hafi rjómahvitra skýjanna, sem virtust nógu traust til þess að lenda á þeim ef vélarnar biluðu. Þarna rofaði í skýin, og fjarlæg, blá móða sást lengst til vinstri. Þetta var París. í klukkustund flugu þau áfram yfir akra Frakk- lands, þangað til eftir að komið var til Dijon, að landið dökknaði í brekkum Júrafjalla. Hádegisverðurinn var borinn fram. Bond lagði frá sér bókina og sleppti þankaganginum, sem stöðugt var milli prentuðu blað- síðnanna, og meðan hann át, horfði hann niður á svalan spegil Genfarvatnsins. Þegar skógurinn nálgaðist snævi þakta fjallakoll- ana, minntist hann skíðaferða fyrri daga. Vélin fór skammt frá augn- tönninni, sem kölluð er Mont Blanc, og Bond- horfði niður á gráa fíls- húð jökulsins og sá sjálfan sig aft- ur sem ungan mann milli ferming- ar og tvítugs, með fremsta enda kaðalsins um mittið, þar sem hann þrýsti sér að efsta steininum á Aiguiles Rouges meðan félagar hans tveir, frá háskólanum í Genf, þumlunguðu sig upp sléttan klett- inn í áttina til hans. Og nú? Bond brosti þurrlega við spegilmynd sinni í rúðunni, um leið og flugvélin beygði út úr fjalllendinu, út yfir Lombardi. Ef þessi ungi James Bond kæmi að honum á götu og talaði við hann, myndi hann þekkja þennan snyrti- lega, ákafa ungling, sem hann hafði verið, þegar hann var sautján ára? Og hvað myndi unglingurinn hugsa um hann, starfsmann leyni- þjónustunnar, hinn eldri James Bond? Myndi hann þekkja sjálfan sig, undir yfirborði þessa manns, sem var markaður af margra ára sviksemi, miskunnarleysi og ótta, þennan mann, með köldu, hroka- fullu augun, með ör á kinninni og byssubunguna undir handarjaðrin- um? Og ef unglingurinn þekkti hann, hvernig yrði þá dómur hans? Hvað myndi hann hugsa um nú- verandi starf Bonds? Hvert væri álit hans á þessum leynilega er- indreka, sem þaut nú yfir heiminn í nýju og rómantísku hlutverki — til að hórast fyrir England? Bond hætti að hugsa um liðna æsku. Aldrei að líta um öxl. Að velta því fyrir sér, hvað gæti hafa orðið, var tímasóun. Örlögin réðu. Það var rétt að vera ánægður með þau og þakklátur fyrir að vera ekki sölumaður fyrir notaða bíla, blaðamaður fyrir gula pressu, gegnsósa í gini og nikótíni, fatlað- ur eða dauður. Framhald í næsta blaSi. Framhald af bls. 5. — Hvað ætlið þér að kalla hann, dóttir mín? — Cantor. — Cantor? Það er ekki kristið nafn. — Það skiptir mig engu, sagði Angelique. — Gefið mér barnið mitt. Hún tók barnið, sem ennþá var rautt og rakt, úr örmum ljósmóður- innar. Svarkurinn, sem tók á móti honum, hafði vafið um hann ræflum af óhreinum klæðum. Dagurinn var ekki á enda. Klukkur dómhallarinnar höfðu enn ekki boðað miðnætti og barn hins dæmda manns var fætt. Hjarta Angelique hafði breytzt. Líkami hennar hafði verið kvalinn Móðurlif hennar rifið. Angelique hafði dáið um leið og Joffre. Ný Angelique var fædd með Cantor litla. Ný kona, sem varla varð fundin í hin blíða fyrrverandi Angelique. Skeytingarleysið og harkan, sem hafði ólgað í óöguðu stúlkubarninu heima í Monteloup, kom nú upp á yfir- borðið aftur, og rann nú eins og svört á yfir opin sár örvæntingarinnar VIKAN 45. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.