Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 2

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 2
Canadian M/sí er heimsþekkt vörumerki í fullri alvöru: ,,Ég þekki mann, sem þekkir mann. A RYTHME ÐQYS ©\.FAXAGERb/JV BOLHOLTI 6 Biðjið um vörur úr Canadían Mist poplíni Eitt það sérkennilegasta við íslenzkt mannlíf og menningu á vorum dögum er kunningsskap- urinn. Það hefur ugglaust bæði sína kosti og galla. íslendingar eru eins og ein, stór fjölskylda. Mannfræði og ættfræðiáhugi hef- ur lengi legið í iandi vegna þess að fjölmenni þjóðarinnar hefur ekki verið meira en svo, að ætt- fræðingar geta fylgzt með hverj- um manni. Enginn, sem ekki einangrar sig gersamlega, kemst hjá þvi að þekkja persónulega ótrúlega stóran hóp manna. Ef menn eru ekki sjálfir þekktir, þá eru tjeir settir i samband við aðra þekktari: Bróðir hans Jóns, sonur hans Sveins og svo framvegis. Marga menn hef ég fyrirhitt, sem þekktu deili á, eða höfðu persónulegan knnn- ingsskap við fjölda manns í öll- um landsfjórðungum; bændur, sjómenn embættismenn og lausa- menn. Ekki vegna þess að það væru allt saman þýðingarmiklar persónur, sem þeir gætu haft einhvern ábata af að þekkja. Nei, einungis vegna þess að þeir höfðu víða verið og þá er það jafnan svo, að það er nákvæm- lega sama hvern ókunnUgan mann þú hittir, — þið getið alltnf fundið einhvern, sem þið jjekkið háðir, ef leitað er eftir þvi. Bein afleiðing af persónuleg- um áhuga íslendinga, hverjum fyrir öðrum, er sá siður að hirta langar eftirmæiagreinar og af- mælisgreinar í dagblöðunum og útvarpa jarðarförum. Það er í fullu samræmi við þessa al- ræmdu, persónulegu forvitni og mannfræðiáhuga, að afmælis- og eftirmælagreinar eru sagðar vera eitt vinsælasta lesefni blaðanna. Bg veit til þess, að fólk af út- lendum uppruna, sem ekki er orðið hagvant á íslandi, kemur það mjög spánskt fyrir sjónir, þegar ríkisútvarpið útvarpar jarðarför ókunns bónda að norð- an, prests að austan eða bilstjóra að vestan. Á fjöhnennum vinnu- stöðvum, þar sem reynt er að láta útvarpið yfirgnæfa vélarnar i tima og ótíma, þar glymja oft jarðarfarir fyrir hádegi með Allt er eins og blómstrið eina og lofræðum um Guðrúnu .Tóns- dóttur í Hnjúkskoti eða séra Þórð á Völlum. Framhald á bls. 48. 2 — VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.