Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 20
Fróðleiksmolar um ómælisvíddir geimsins og eöli himintungla. DVERGAR Það er ótrúiegt, að hægt skoli að nó svona nókvæmri mynd af landslagi ó sólinni, en þetta ber víst að taka sem staðreynd. Hér er Ijós- mynd af þeim parti sólarinnar, sem nefndur er suð-vestur fjórðungur. Yfirborð sólarinnar er sífellt að breytast. Hún kólnar ekki með aldr- inum eins og halda mætti, heldur „brennir" hún vatnsefnisforða sínum sífellt glaðar. Stjörnufræðin er elzt allra vís- inda. Langt er siðan menn fóru að líta til lofts og taka eftir því sem þeir sáu þar. A dag- inn var það sólin, sem af himni skein, að nóttu þúsundir tindr- andi stjarna, tunglið og norð- urljós. Stundum bar nokkuð nýrra við: myrkvar og hala- stjörnur. En forðum daga var engin leið að komast að þvi, hvert væri hið sanna eðli þessara fyr- irbrigða. Enginn vissi, né gat vitað, að sólmyrkvi kemur af því, og engu öðru, að tunglið gengur fyrir sólina á braut sinni, svo skugginn af því fell- ur á jörðina. Jafnvel Forn- Grikkir, sem gerðu þó svo ná- kvæmar mælingar á stöðu og tilfærslum himintungla, trúðu því að jörðin væri í miðju al- heimsins nákvæmlega, og að umferðabrautir tungls og stjarna hlytu að vera hringlaga. Þó ótrúlegt megi virðast, er ekki lengra síðan en á 16. öld, að sú uppgötvun var gerð, að jörðin gengur umhverfis sólu. Þá voru stjörnukíkjar nýfundnir, er Galileo gerði þær athugan- ir veturinn 1609—10, sem aldahvörfum máttu valda. Þar áður vissi enginn neitt um eðli hinna fjarlægu himinhnatta. Eftir það varð um það þegjandi samkomulag, að stjörnurn- ar væru sólir, og að Vetrarbrautin, þessi mikla þyrping stjarna, væri afar stór, en það var ekki fyrr en Herschel, sem líklega er hinn fremsti allra stjörnuathugenda allra alda, gerði sínar gagnmerku athuganir á Vetrarbrautinni, að nokkurt viðhlítandi yfirlit fékkst um gerð og lögun þessarar risasmíðar. Allir þekkja þessa dauft lýsandi slæðu, sem sjá má á stjörnubjörtum nótt- um, og gerð er úr ótal stjörnum, sem svo dauft skína hér, að engin þeirra verður greind með berum augum. En þegar skoðað er í stjörnuk'ki, sýnast þær þéttar sem krapi, en Herschel sýndi fram á, að þetta væri missýning. Hann gizkaði á, að Vetrar- brautin væri í iaginu eins og kúpt sjóngler, jafnkúpt á báðar hliðar, en sólina og plánetur hennar hugði hann vera nærri miðju. Ef svo væri, ætti þessi stjörnu- slæða, Vetrarbrautin, að marka sömu stefnu og þessi skjöldur hefur frá jaðri til jaðars, og allan fjölda stjarnanna væri þá að sjá í þær áttir. Síðari athuganir hafa hrundið þessari tilgátu Herschels, að sólkerfi okkar sé í miðri Vetr- arbrautinni, sannleikurinn er sá, að það er allnærri jaðri. Að öðru leyti voru niðurstöður hans og ti gátur réttar í aðalatriðunum. Nú vita allir, að Vetrarbrautin hefur þéttan kjarna í miðju, sem samsettur er úr stjörnum og „geimryki" og lofttegundum og að þvermál hennar er um 100.000 Ijósár. OG HVÍTIR Ljósár er sú vegalengd, sem Ijósið fer á einu ári og er það býsna löng leið. Hafið í huga, að Ijósið þarf ekki nema rúma sekúndu til að komast til tunglsins, en rúmar 8 mínútur til að komast til sólarinnar, eða frá henni hingað. Meðan þú deplar auga, þýtur Ijóslð milli tungls og jarðar. En hin næsta af fastastjörnum, er í 4,3 Ijósára fjarlægð. Allar hinar eru fjarlægari. Að því er bezt er vitað, er hver stjarna (sól) hnöttur gerður úr efni í loftkenndu ástandi, en geislunin stafar af því að kjarnasprengingar með keðjuverkunum eru í sífellu að gerast ( djúpunum: vatnsefni er þar að breytast í helíum. Af vatnsefni er langsamlega mest til hvar sem er í alheiminum, þar sem efni er annars að finna, og af því er ógrynni í sólinni og öll- um venjulegum sólum. í djúpum sólnanna er þrýstingurinn óhemjulegur og hitinn nemur milljónum og aftur milljónum gráða, og þetta stenzt vatnsefnisatómið ekki, heldur rofnar, 20 VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.