Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 51

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 51
fred Mann hljómsveitinni. Hann er blindur og blæs saxofóninn eins og hann væri sirena. Aðrir uppáhaldsmenn eru Chuck Berry og John Lee Hoger. Það eru margar hljómsveitir sem fá tveggja laga plötu efst á vinsældalistanum, síðan gera þeir í snatri eina LP-plötu allt á að ganga fljótt, fljótt. Við unnum mikið í fimm mánuði að undirbúningi LP- p’.ötunnar „The five faces of Manfred Mann“, sem nú er ver- ið að gefa út. Manfred Mann hefur fengið frá Bandaríkjunum tilboð til þess að halda hljóm- leika í ýmsum borgum en því hefur verið synjað. Platan þeirra „5-4-3-2-l“ náði aldrei neinum vinsældum í Bretlandi og varð það til þess að þeir höfnuðu ferðalaginu til Bandaríkjanna. MANFRED MANN: Hann er með skegg og gleraugu á nef- inu, og verður 23 ára þann 21. október. Hann byrjaði að spila á kaffihúsi heima í Jóhannesar- borg þegar hann var sautján ára gamall. Hann lagði mikla stund á jazz og dægurlagamúsik. Hann segist ekki vera nein verzlunar- vara. — Ég er ekki hljómsveit- arstjórinn fyrir Manfred Mann, það er enginn sem stjórnar þar. PAUL JONES: Hann er söngv- ari og munnhörpuleikari hljóm- sveitarinnar og er fjórum mán- uðum yngri en Manfred Mann, þ.e. fæddur 24. febrúar 1942. Paul byrjaði líka sinn starfs- feril á kaffihúsi í Portsmouth. Hann var sölumaður áður en hann gerðist hljómlistarmaður að atvinnu. TOM MCGUINESS: Hann er fæddur í Wimbledon 2. desem- ber 1941. Hann fór í mennta- skóla, og vann fyrir sér á ýmsan hátt áður en hann varð Man- fred Mann. Tom spilar á bassa (elbass). Hann var síðastur þeirra í hljómsveitinni til þess að helga sig músikinni. Tuttugu og eins árs var hann þegar hann fékk guitar í hendurnar. Hans aeðsta áhugamál er að verða full- orðinn — og hann glottir. MIKE VICKERS: Hann spilar á fimm hljóðfæri: Flautu, alt- saxofón, guitar, klarinett og píanó. Án nokkurrar tilsagnar lagði hann stund á músik sextán ára gamall og hefur aldrei feng- ið neina tilsögn í músik. Hann er sá eini sem á bíl af þeim, - hvílíkur bíll -— Riley 8, ár- gerð 1933. Mike er tuttugu og þriggja ára, fæddur 18. apríl 1941. MIKE HUGG: Trommuleikar- inn, sem spilar á vibrafón og píanó ef á þarf að halda. Hann er fæddur 11. ágúst 1942, og byrjaði í músikinni þegar hann var 16 ára. Einu sinni var hann afgreiðslumaður í skartgripa- verzlun. Áhugamál Mikes er að eignast EMI plötufyrirtækið sem gefur út Beatles plöturnar. ★ Reynslan sannar, að PENOL skólapenninn er óreið- aniegasti skólapenninn, sem nú er völ á. Hann er einkar sterkur, og nýja blekkerfið tryggir, að blekið þornar ekki, þótt penninn liggi ónotaður. Hann tekur við sér um leið og hann snertir pappír- inn — ómetanlegur kostur í daglegri notkun. PENOL s;á!fbiekungurinn er framleiddur me8 hinum eftirsótta, sveigjanlega penna. PZNOL sjáifblekungurinn er meS nýju blek- kerfi. PZNOL sjálfb'ekungurinn er framleiddur úr ábrjótanlcgu undraefni: „DELRIN". PENOL sjálfblekungurinn er þægilegur í hendi, fallegur í út'iti og viðurkenndur af skriftarkennurum. 15352 flf broyd... tilvalin nekifœrisgjöf Sendið afklippuna með nafni og heimilis- fangi til næsta bóksala og takið þáft í skóla- pennahappdrætti PENOL. Dregið um 100 pcnna. VIKAN 46. tbl. — gj Nafn: Heimili: 3óksali:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.