Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 23

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 23
MIÐJA AÐ FRAMAN N Telpukjóll á 3-4 ára Efni: 2,30 m af 70 sm breiðu flauelsefni í bláum, birkisgrænum eða rauðum lit. Hvít léreftsblúnda í kraga og uppslög. Yfirvídd 58 sm. — Mitti 55 sm. — Pilsvídd 62 sm. — Öll sídd 50 sm. Búið til sniðin eftir uppgefnum málum skýringramyndanna og klippið. Mát- ið þau og gerið breytingar, ef með þarf. Leggið efnið á sniðin þannig það nýt- ist sem bezt, og ath., að eins liggi í öllum stykkjum og dökkur skuggi falli á flauelið, þegar litið er niður eftir því. Ath. að miðja bakstykkja, bæði á pilsi og blússu, liggi að tvöfaldri og þráð- réttri efnisbrúninni. Ath. einnig, að tvöfalda örvarmerkið á öllum stykkjum liggi eftir þræði. Sníðið hálsmál og handvegi með 1 sm saumfari, axlir og mitti með 2ja sm saumfari, hliðarsauma á blússu og pilsi með 3ja sm saumfari, ermasaumur- inn með 2ja sm saumfari og annað með 1 sm saumfari. Lykkjuþræðið sniðsauma í kringum sniðin og gerið aðrar nauðsynlegar merk- ingar. í stað lykkjuþræðinga má einnig nota hvítan kalkipappír og sníðahjól. Nælið og þræðið kjólinn saman og mátið. Gerið breytingar, ef með þarf, og byrjið síðan að sauma. Saumið fyrst saman sniðsauma fram- og bakstykkja og pressið inn að miðju á báðum stykkjum. Saumið þá axla- og hliðarsauma og frá þeim með Zig-Zag. Saumið þá pilsið saman á hliðunum og gangið frá á sama hátt. Saumið pils og blússu saman í mitti. Brjótið barmfóður ipn á röngu Framhald á bls. 36. ERMI FRAMSTYKKI .3.5. BAKSTYKKI FRAM (O CN 25,5 BRJÖTIÐ HÉRfr---- l“5“l t~8,5“< 1,5 >““9~H2^5r5^ H5H LlNING S Eh 'z. cq , *-} <! :0 M a, ö :0 M > s £ RYKKINGAR EH IBAKSTYKKI M I u-> CN 04 RYKKINGAR FRAM STYKKI VIKAN 46. tbl. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.