Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 29

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 29
Uppfinningamönnum í Tékkó- slovakíu hefur tekizt að gera hjól, sem líklegt er að valdi ger- byltingu á sviði hreyfitækninn- ar — hjól, sem knýr sig sjálft á svipaðan hátt og maður gengur. Þetta sjálfhreyfi þess gerir með öllu óþarfa þá orkufærslutækni, sem öll gerð bíla byggist á nú, og þar með drifásinn og mis- munadrifútbúnaðinn og allt það orkutap, sem þessum útbúnaði fylgir auk þess sem hann tekur mikið rými og þyngir farartækíð að miklum mun. Þá er dregið til muna úr aksturviðnámi með þessari nýju uppfinningu; það er útilokað að hjólið „spóli" undir orkuálagi, hvorki á hálku né í far, eða þegar það lyftist svo á ósléttum vegum, að það missir taks; ekki er heldur um að ræða neitt tregðuvirkni frá öxlum eða skrokk farartækis- ins. Hreyfing þessa hjóls byggist í grundvallaratriðum öllu frekar á þyngdarlögmálinu en spyrnu. Verkfræðingarnir við Fardr- tækja-Rannsóknastofnunina í Prag, sem gerðu hjól þetta, tóku sér þar göngulag manns- ins til fyrirmyndar. Fóturinn, sem staðið er í, hvílir á jörðinni aftan- vert við þyngdarpunkt líkamans, sem leitar þá fram með fall- hreyfingu, þangað til kemur til viðnáms hins fótarins. Þegar þetta grundvallaratriði er fært yfir á hjólið, verður orkuátaksstaðurinn á snertifleti hjólbarðans og brautarinnar. Þar sem ekki er um neinn drifútbún- að að ræða, sparast sú hreyfi- orka, sem hann eyðir — eða allt að 20%. í staðinn fyrir venjulega hjól- barðagerð, er þetta tékkneska hjól sólað með einstökum loft- hylkjum úr gúmi, sem mynda um það hring. Hreyfingin verð- ur svo fyrir það, að breytt er loftþrýstingnum ( hylkjunum til skiptis. Með því að dæla lofti f neðsta hylkið, aftanvert við hjólöxulinn, svo að það þennst út til hins ýtrasta, er hjólinu hrundið úr jafnvægi svo að það fellur — eða snýst fram. Samtímis því sem það gerist er barðahylkið, sem er beint und- ir öxlinum, gert að miklu leyti loftlaust, svo að það virkar ein- ungis til að mýkja hreyfinguna. Um leið og hjólið snýst, er skipt um loftþrýsting í hylkjunum þannig, að dregið er úr honum í hvérju hylki um leið og það lyft- ist úr snertingu við brautina. Þ^ssi þrýstiloftsbreyting er sjálfvirk. Samþjöppuðu lofti er dælt um leiðslu í fastaöxlinum og gegnum stútop, sem fellur að efra opi hverrar pípu, sem liggur út f hvert einstakt loft- hylki. Við snúning hjólsins lok- ast þrýstiloftinu leið út f við- komandi hylki um leið og Framhald á bls. 41. Ganghjólið sem snýr sér sjálft \ ''ij jjl ilí h ú •O Kútlaga hylki, mismun- andi útþanin þrýstilofti úr þjöppunargeymi, knýja þetta átján þumlunga langa líkan að ganghjóla-farartæki. Breið og djúp hjólförin sýna ágæta hæfni þess til aksturs um vegalaust svæði. Tilraunir sýndu að því breiðari sem hjólin voru hlutfallslega, því brattgengara yrði farartækið. 0 Fjórhjóladrifs tilraunalíkan, sýnt án loftþjöppunargeymis. Líkan þetta getur orðið frum- myndin að langferðabílum framtíðarinnar. Auk framúr- skarandi átaks, ber ganghjól- in létt yfir, bæði vegna þess hvé farartækið er hlutfalls- lega létt og brautarsnerti- flötur hjólanna breiður. Háþrýsti loft- leiðslur út í öxulpípuna. Öxullegur. Þrýsti lof tleiðsla í föstum öxli. Þrýstiloftstútur til sambands við pípurnar út f barðahylkin. Barðahylkið flezt út þegar hjólið „fellur" og loftið úr því þrýstist til baka, inn í þrýstiloftskerfið. Fararstefna. Barðahylkið aftanvert við öxul- ulinn þenst út og veldur því að hjólið fellur fram. VIKAN 46. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.