Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 36

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 36
OSTA- OG SMJÖRSALAN s.f. smjop * A BRAUÐIÐ Kvöldkjólar Fjölbreytt snið Allra nýjasta tízka Póstsendum þingholtsstr,x‘ti 3 slmi 11987 sjáum aftur í tímann, Samkvæmt þróunarkenningunni ætti hún þá að hafa verið miklu nær en hún nú er, samkvæmt hinni, að heimur- inn standi á stöðugu, að hafa ver- ið jafnlangt í burtu og nú er. Þeg- ar tekizt hefur nógu vel að athuga hinar fjarlægustu vetrarbrautir, sem séðar verða, mun verða hægt að sjá hvor kenningin er réttari. Séu hinar fjarlægustu þéttari en hinar, sem nær eru, að meðaltali, þá má telja, að þróunarkenningin hafi sannazt, sé ekki svo, er það hin, sem rétt er. En hvorug svar- ar því hvað var f árdaga allra fyrst, og hversu hófst þá, enn vantar mikið á að nokkur geti vitað hver upptök heimsins voru, og hver rök þeirra. Að síðustu er rétt að drepa ör- lítið á það, hverjar líkur séu fyrir því að líf sé að finna á öðrum stjörnum. Hér í sólkerfinu eru 8 stærri og smærri plánetur — auk smástirna — en virðast allar vera óbyggilegar eða því sem næst, — nema Marz ef til vill, og hverf- andi litlar líkur til að geimfarar framtíðarinnar finni þar nokkuð, sem kalla mætti viti bornar ver- ur. Það hefur reyndar sannazt, að hér í næsta nágrenni jarðarinnar, eða innan tuttugu Ijósára fjarlægð- ar í ýmsar áttir, eru stjörnur (sól- ir), sem hafa fylgihnetti, og allar líkur til að þessir fylgihnettir séu plánetur. Af þessu má draga þá ályktun, að sólkerfi séu mjög al- geng, og þegar þess er gætt, að í Vetrarbrautinni einni saman eru 100.000 milljónir sólna, gefur auga leið, að sólkerfi séu ekki fátíð, fremur má ætla, að langflestum sólum fylgi plánetur. Og sé svo, eru líkur fyrir því að líf þróist víða, orðnar mjög miklar. En hvenær finnast sönnur fyrir því? Engin pláneta utan þessa sól- kerfis er sýnileg héðan, þær verða aðeins greindar vegna truflana sem þær valda á göngu sólna sinna, en líkur fyrir því að flogið verði héðan til annarra sólkerfa, eru afar litlar, vegna þess hve miklar vegalengdir eru á milli. Stjörnufræðin er í hinni örustu þróun, og tekur enn stökk fram á við þegar farið verður að gera athuganir frá stöðvum utan loft- hjúps jarðarinnar, og útvarps- stjörnufræðinni, sem er tiltölulega ný, fleygir fram. Nýjungar eru sí- fellt að koma fram, nýjar kenn- ingar til skýringar á nýjum athug- unum. Enn vitum við ekki nema brot af sannleikanum, en samt er full ástæða til að undrast hinar öru framfarir á síðustu hundrað árum, og fagna þeim. ★ TELPUKJÓLL Framhald af bls. 23. og þræðið. Saumið ermina sam- an rykkið hana örlítið yfir erm- arkúpuna, mælið, þræðið og saumið. Gangið frá saumunum með skábandi, sem saumað er um leið og ermin er saumuð í handveginn eða jafnið saumfarið og gangið frá með Zig-Zag. Saumið litla klauf á ermina og fellið þar til hún er hæfilega víð. Gangið frá erminni með ská- bandi og saumið uppslög úr blúndu og tyllið við í höndum. Ef vill, má sleppa blúnduupp- slögunum og sauma líningu úr efninu, sjá mynd A. Saumið nú blúndukraga, legg- ið hann við hálsmálið, réttu mót réttu, klippið skáband úr efn- inu og leggið yfir, réttu mót rét'tu, við kragann. Saumið Vi sm frá brún, og leggið niður við í höndum frá röngu, sjá mynd B. Ef vill má einnig sleppa blúndukraganum og sauma kraga úr efninu. Merkið hæfilega sídd á kjólinn, og gangið frá faldi. Merkið nú fyrir hnappagötum á hægri barm. Hafið 4 hnappagöt á blússunni og 4 til 5 á pilsinu, hafið sama bil milli allra hnappa- gatanna. Festið tölur gengt hnappagötunum. ★ 0RRUSTAN VIÐ AUSTERLITZ Framliald af bls. 19. síðan utan í hinn fjölmenna vinstri fylkingararm banda- manna og gerði þeim þar mik- inn usla. Var Fjórða herfylking bandamanna þá öll komin á tvist og bast og Pratzenhæðir örugg- lega á valdi Frakka. Á meðan á þessu gekk á Prat- zen, áttist riddaralið stríðsaðila við á norðurhluta vígvallarins. Þar höfðu Frakkar, undir forustu hershöfðingjanna Murats, sem Napóleon síðar gaf systur sína ásamt kóngsdómi yfir Napólíríki, og Lannes, víggirt Santonhæð og stóðust ekki einungis öll áhlaup Jóhanns af Liechtenstein, heldur hröktu hann undan nærri því til Austerlitz og lok- uðu þannig undankomuleiðum bandamanna í austurátt. Báðir aðilar sýndu af sér hina mestu hjartaprýði í þessari viðureign og er hennar enn minnzt sem einnar hinnar drengilegustu úr sögu riddaraliðshernaðar. Þegar Konstantín stórhertogi komst á snoðir um ófarir Kútús- offs á Pratzen, marséraði hann þangað með allan varaliðsstyrk bandamanna, en kjarni hans var Keisaralegi rússneski lífvörður- inn, sem var einvalalið. Réðist hann af mikilli grimmd á menn Soults og Vandammes, og varð sú viðureign einhver hin harð- asta í allri orrustunni. Mátti lengi ekki á milli sjá, hvorir yrðu að þoka, unz Napóleon sendi fram sitt varalið; var það hans eigin lífvörður ásamt fleiri herdeildum. Buguðust Rússar þá og tvístruðust á flótta. Þegar hér var komið sögu var gg — VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.