Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 16
 -0* Hvað sera segja raá um Napóleon, þá verður því ekki neitað, að hahn var snillingur í hernaðarlist; sá jafnan veilurnar f herstjórn aridstæðinganna og notfærði sér það með leifturhraða. Hér er teikn- ing sem sagt er að Napóleon hafi haft miklar mætur á, en hún Sjýnir þaú augnablik þegar La Grande Armée, franski herinn, rekur síhið^iíögglð á orrustuna við Austerlltz og flótti brestur á Uð Rússa og; Austurríkisrhanna, Napóleon er á hvítum hesti vinstra megin. Til hsegri sjást herfangar Ieiddir fram. Riddaraliðið er latið ráðast á orrustustáðinn úr þrem áttum. f baksýn eru Pratzen-hæðir. Orrustan við Austerlitz er ein frægasta orrusta veraldarsögunnar og Fransmenn minnast þess enn í dag með allmiklu stolti, þegar Napóleon sigraði sameinað lið Rússa og Austurríkismanna 2. desember 1805. Dagur Þorleifsson tók saman. Árið 1805 var Frakkland voldugast allra ríkja á meg- inlandi Evrópu. Undir forystu lágaðalsmannsins frá Korsíku, eins mesta ævintýrahróks veraldarsögunnar, hafði það borið sigurorð af öllum keppinautum sínum, að undanskildum einum. Bretland var ennþá ósigrað; það var óhult að baki sinna gömlu „timburmúra". Og það var ekki nóg með það, að floti Frakka væri rekinn af heimshöfunum og nýlendur þeirra herteknar, heldur voru Bretar einnig óþreytandi við að espa hin og þessi meginlandsríki til áframhaldandi fjandskapar við þá. Þetta tókst furðanlega, því Bretar höfðu þá orðið mikil viðskiptasambönd á meginlandinu og áhrif í skjóli þeirra. 1805 tókst enskinum þannig að spana Rússa og Aust- urríkismenn til stríðs við Frakka, þriðju sambandsstyrj- aldarinnar, sem svo hefur verið kölluð í sögunni. Rúss- ar áttu þá mikið undir verzlun við Breta og auk þess vaí þeim engan veginn vel við að eitt og sama ríkið næði töglum og högldum á meginlandi Vestur-Evrópu. Hvað Aucturríkismenn snerti, þá höfðu engir farið jafn 16 — VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.