Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 33
um degi. Hvenær byrjarðu á morgn- ana?" „Við förum á fæfur um hálf átta, nema ef aðgerð er í spítal- anum, þá fyrr. Þá fara krakkarnir í skólann, og ég fer að koma mér af stað á spítalann." „Hvenær ertu svo að jafnaði búinn að kveldi?" „Oftast nær svona um átta leyt- ið. Auðvitað kem ég heim í mat í hádeginu, nema eitthvað sérstakt sé, en venjulegast er ég búinn um sjö til átta að kveldi." „Og þá fer hann út aftur. . bætir frúin við. „Já, stundum. En þá fara krakk- arnir oft líka. Það eru fundir, kapp- leikir, félagsstörf, sjúklingar og ýmislegt annað . . ." „Þú ferð auðvitað alltaf á milli í bíl. Hvernig bíl áttu, Úlfar?" „Eg á traustan og sterkan bíl, sem ég fer á allar mínar ferðir. Það er Austin Gipsy, og honum get ég ávallt treyst hvernig sem viðrar, hvenær sem er." „Hugsar þú um hann sjálfur að einhverju leyti ... ég á við hvort þú hafir ánægju að fást við slíkt?" „Já, mér finnst það bæði gam- an, ef maður hefur tíma, og um leið er nauðsynlegt að vita hvað er að, svo maður sé ekki alveg eins og fiskur á þurru landi ef eitthvað minni háttar fer aflaga, en er þó að mestu hættur því seinni árin. ,,Þú hefur kannske meiri áhuga á vélrænum hlutum, framförum í tækni o.s.frv., en t.d. bókmenntum og músik?" „Að sumu leyti, já. Músik og bókmenntir eru auðvitað gott og blessað og á vissulega sinn stóra sess í menningu og andlegu lífi, — en tæknilegar framfarir, vísinda- legar framfarir, framfarir á sviði læknavísindanna — það er nokkuð, sem maður getur fallið í stafi yfir," og Úlfar færði sig framar í stóln- um, hallaði sér framyfir borðið og mótaði hugsanir sínar með grönn- um, liprum höndunum. „Hugsaðu þér t.d. þá geypilegu tækni, sem felst í jafn hversdags- legum hlut og framleiðslu gler- augna . . ." Hann tók af sér gleraugun og strauk með næmum fingrum yfir sjónglerin. „Hvert einasta lítið brot úr milli- metra í þessu sjóngleri er nákvæm- lega reiknað út, svo Ijósbrotið verði rétt, hvar sem er ! glerinu. Þetta er allt saman reiknað út í sjálfvirkri vél, svo ekki skeikar um brotabrot, og talan sett á strimil, sem síðan er stungið inn í vélina, sem slípar glerið. Hún fer síðan af stað og slípar og slípar, þangað til glerið er orðið nákvæmlega eins og það á að vera. Þá stoppar hún sjálf og neitar að gera meira. Þetta eru afkastamiklar vélar, sem spúa úr sér hverju sjónglerinu á fætur öðru, allt upp á brot úr millimetra, og sjá þannig 200 milljónum manna fyrir öllum þeim gleraugum, sem þær þurfa á að halda. Þetta er stórkostleg tækni, og þó er þetta dæmi aðeins tekið af handahófi. Það er mikið talað um þá framför, sem orðið hefur í lækn- isfræði, en í raun og veru er að hefjast bylting, sem fyrst og fremst á rætur sínar að rekja til tæknilegra undraverka nútímans . . ." „Hvernig getum við íslendingar bezt notið þeirra framfara, sem orðið hafa í þessum efnum?" „Þar stöndum við ekki eins vel að vígi og margar aðrar þjóðir, vegna fólksfæðar og takmarkaðr- ar getu í fjármálum. Flest þau tæki, sem fundin hafa verið upp og komin eru nú í notkun víða um heim, eru svo dýr, að við höfum ekki ráð á að kaupa þau. Það hafa t.d. orðið miklar framfarir í augn- lækningum og nú eru til tæki, sem gera manni auðvelt að gera ýmsa þá hluti, sem áður var ekki hægt að framkvæma. Það er ekki á færi einstakra lækna að komast yfir slík tæki. En mikið væri hægt að bæta úr þessu með því að stofna sérstaka augnlækningadeild í einhverju sjúkrahúsinu, sem háskólinn stæði að, enda er þetta aðaláhugamál augnlækna hér á landi. Þar væri hægt að hafa flest nýjustu tækin og jafnframt góða aðstöðu til rann- sókna og lækninga." „Hvernig er það annars með okkur Islendinga, Úlfar . . . hvað er um okkar sjón að segja, svona yfirleitt?" „Eitt er það, sem þjáir okkur öðrum þjóðum fremur. Það er augn- veiki, sem nefnist glákoma. Það er ekki vitað hvernig á því stend- ur, að hún er algengari hér á landi en víðast annars staðar, en þetta er greinilega arfgengur sjúkdómur. Líka er einkennilegt, að hann virð- ist algengari á Norðurlandi en á Suðurlandi. Þennan sjúkdóm er ekki hægt að lækna, en það er hægt að stöðva hann ef hann finnst nógu fljótt, en annars þarf aðgerðir til. En þær skemmdir, sem þegar eru orðnar, er ekki hægt að bæta. Þess vegna er það nauðsynlegt þeim, sem vita af þessum sjúkdóm í ætt sinni, að fylgjast vel með því og vitja oft læknis til athugunar. Læknar geta séð sjúkdóminn, þótt hann sé á svo algeru byrjunarstigi, að sjúkl- ingurinn hafi enga hugmynd um hann . . ." Úlfar setti upp gleraugun, en sá strax að það voru ekki þau réttu, tók þau niður aftur, fór með hönd- ina ofan í brjóstvasann og náði þar ! önnur, sem hann setti upp. Síðan brosti hann enn einu sinni sínu breiða, hreinskilnislega brosi, svo skein í bilið milli framtann- anna, og rétti mér höndina að skilnaði. . . „Vertu ævinlega blessaður." G.K. HERRAFOT Við bjóðum yður allan herrafatnað samkvæmt nýjustu tízku VIKAX tt. tM. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.