Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 47

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 47
virðingarvottur. Svo fleygði hann pyngju i koparkrúsina, sýnu þyngri en pyngja Rodogones var. Allt í einu stóð hláturgusa út úr manninum hræðilega, sem sat á hnjám fíflsins. — Það er bezt að setja þessa fegurðardís á uppboð, hróp- aði hann rámri röddu. — Það er bezt að hátta hana, svo strákarnir geti dæmt um vöruna. Sem stendur á Calembredaine hærra boð. Þú átt leik- inn, Rodogone. Betlararnir æptu af ánægju. Fjöldi handa teygði sig í áttina til Ange- lique. Egyptinn hratt henni aftur fyrir sig og dró sverðið úr slíðrum. 1 sama bili beygði Calembredaine sig áfram og kastaði kringlóttum hvitum hlut, sem hitti óvin hans í úlnliðinn. Hluturinn valt burtu. Sér til skelfingar sá Angelipue að þetta var höfuðkúpa. Vopn Egyptans féllu til jarðar. Calembredaine þreif um mitti hans. Glæpamennirnir tveir tókust á af svo miklu afli, að það brakaði í þeim. Þeir veltust um í aurnum. Þetta olli víðtækum bardaga. Fulltrúar fimm eða sex samkeppnishópa úr undirheimum Parísar slógu í brýnu. Sumir voru með sverð, en qðr- ir með lagvopn. Þeir sveifluðu þeim æðislega í kringum sig, og blóðið vall. Hinir fóru að dæmi Calembredaine, tóku upp höfuðkúpur og not- uðu þær eins og fallbyssukúlur. Angelique reyndi að flýja, en sterkar hendur gripu hana og báru hana upp að predikunarstólnum, þar sem aðstoðarmenn Stóra Coesre héldu henni. Stóri Coesre horfði ánægður á orrustuna og sneri upp á yfirskegg sitt., Jean gráskeggur hafði þrifið koparkrúsina. Fiflið Bavottant og Stóri- Geldingur hlógu eins og þeir væru gengnir af göflunum. Thibault líru- kassaleikari sneri handfangi sínu og söng eins hátt og hann gat. Gömlu betlikerlingarnar, sem urðu fyrir hrindingum og sparki, æptu eins og verið væri að skera þær. Angelique sá einfættan mann slá Trjábotn i höfuðið með hækjunni sinni, eins fast og hann gat, eins og hann væri að reyna að reka nagla i það. E'inn gervihermannanna rak hann þegar i stað í gegn, og hann féll dauður niður yfir fótalausa manninn: Barcarole og konur stóra Coesre höfðu leitað sér skjóls við beinastafl- ana og tóku sér þaðan skotvopn, sem þau létu dynja yfir vígvöllinn. Saman við öll þessi öskur, hróp og stunur, blönduðust nú köll íbúanna í rue des Fers og rue de la Lingerie, sem hölluðust út um glugga sína og ákölluðu hina heilögu mey og varðmennina. Tunglið var smám saman að síga niður fyrir sjóndeildarhringinn. Rodogone og Calembredaine börðust ennþá eins og óðir hundar. líögg fylgdi höggi. Þeir voru mjög jafnir. Allt í einu var rekið upp undrunar- óp, sem breiddist í sistækkandi hringum. Rodogone hafði horfið á dul- arfullann hátt. Óstyrkur og ótti við kraftaverk greip þá sem næstir voru. En svo heyrðist hann hrópa. Vænt hnefahögg frá Calembredaine hafði þeytt honum niður í almenningsgröf í kirkjugarðinum. Nú var hann að hjarna við meðal likanna, og grátbað um að vera dreginn upp. Æð- islegur hlátur greip þá, sem nærstaddir voru, og breiddist út. fbúar ná- grennisins hlustuðu með köldum svita á þennan yfirgengilega hlátur, sem fylgdi morðhrópunum áður. Konurnar við gluggana krossuðu sig. All í einu heyrðist bjölluhljóð. Það var hringt til Angelus. Guðlast og klámyrði risu upp frá kirkjugarðinum, en kirkjuklukkurnar héldu stöð- ugar áfram. Það var kominn tími til að flýja. Eins og uglur eða andar, sem óttuðust ljósið, þustu ibúar undirheimanna út úr kirkjugarðinum við Saint-Inno- cents. 1 gráleitri döguninni, sem varpaði blóðlitum bjarma á austurloftið, stóð Calembredaine fyrir framan Angelique og horfði hlægjandi á hana. — Þú átt hana, sagði Stóri Coesre. Aftur tók Angelique á rás í áttina út úr kirkjugarðinum. En sama ruddalega höndin, greip hana aftur og stöðvaði hana. Hún fann að tusk- um var vafið um höfuð hennar. Hún hélt áfram að berjast þangað til hún missti meðvitund. Frh. í næsta blaöi. öll réttindi áskilin. — Opera Mundi, París. UM*GFRÚ yndisfríð býður yður hið landsþekkta konfekt frá.NÖÁ. HVAR ER ÓRKIN HANS NOA1 taS er alltaf saml JcHcurlnn í hcnnl Ynd- isttU okkar. Hún hefur faltS Brklna han* Nia elnhvers staSár i 'blaSlnu 'og heitlr góSnm verSlaunum handa þelm, sem retur fnntllS iirklna. TeiSIaunln cru stór kon> fektkaasl, fullttr at hezta konfekti, ob. íramwiSáneunn er au.SvitaC SmlseotUierS* ta Nít- Náfn . Hclmlil örkln er A lU. SfSftst er ðreglS var hlant verBlaunlns ÞÓRHALLUR JÓNASSON, vinninganna má vitja í skrifstofu Akurgerði 34, Rvík. Vikunnar. 46. tbl. TVÖ SANDKORN í STUNDAGLASI Framhald af hls. 13. Þarna kom það. Frammi í Ijós- inu. — Um mig? — Jó, það segi ég. Um þig. Hann hafði fallegar hendur, og augu hennar staðnæmdust ó þeim. Og hún losaði sig úr armi hans, til að nó andanum. Dyrabjallan truflaði þau. — Hver getur þetta eiginlega verið, sagði hann ergilegur. Vivian varð einnig óþolinmóð. En svo sá hún, að það var ein- mitt það sem hún þarfnaðist; augnablik til að hugsa. Hún mátti ekki láta tilfinningarnar ná alger- lega yfirhöndinni. — Nokkrir vin- ir mínir. Þér á eftir að geðjast vel að þeim, sagði hún með næst- um því rólegri röddu. Hún kynnti Rafn fyrir þeim, og öll spenna var samstundis horfin úr loftinu. Rafn kom ákaflega elskulega fram við Grace, sem varð strax hrifin af framkomu hans, og fann strax sameiginleg áhuga- mál til að ræða um við Charlie Barnes. Vivian gat varla dulið að- dáun sína og varð litið framan í Grace, sem brosti til hennar á móti. í samanburði við Rafn varð Charlie Barnes eins og gamall og þreyttur bankastarfsmaður. Rétt eins og nokkurra ára vinna í bank- anum hefði lagt þreytulag yfir hann allan. Vivian var lagin við að halda samtalinu stöðugt uppi, þótt sjálf virtist hún svo fjarlæg, að það var eins og henni væri skyndilega kippt inn í þennan heim, þegar Grace lagði aðra hendi sína ofan á hennar. — Vivian, hvíslaði hún, — en hvað hann er aðlaðandi. Þetta kom henni á óvart. Hún hafði alltaf ímyndað sér Rafn, sem dæmigert karlmenni, en aldrei íhugað að hann væri aðlaðandi. Andlitið var stórskorið, rétt eins og maður gæti aldrei vitað á hverju maður ætti von frá honum. Karlmennirnir höfðu gengið inn í setustofuna, og Grace sagði: — Vivian, ég veit, að þú hefur engan áhuga á því, en Charlie fær gest til miðdegisverðar á morgun, kaupsýslumann frá St. Louis, ekkjumann, og ég lofaði að bjóða þér líka. — Það er allt í lagi, Grace. Rafn hverfur að öllum líkindum á morg- un, jafn skyndilega og hann kom. Henni varð litið fram ! stofuna. — Það hefur aldrei verið neitt á milli okkar. Þegar þær komu inn í stofuna, voru þeir Rafn og Charlie að ákveða hádegisverð saman næsta dag. — Agætis hugmynd, sem hann er með á prjónunum, sagði Charlie Barnes hýr í bragði, — það er einmitt rétti tíminn núna, að koma á fót innflutningsfyrirtæki í Suður- Ameríku. fallegar sisléttar gardinur Gardisettc hefir alla kosti: * L.jós og sólekta * Síslétt * Teygist ekki * Auðvelt í þvotti * Krumpast ekki * Auðvelt að sauraa * Mölvarið * Lítur út sem nýtt árum saman * Dregur ekki í sig tóbaksreyk * Einstæð ábyrgð: Verksmiðj- an ábyrgist yður fullar bætur fyrir hvern meter, ef Gardisette gluggatjöld krumpast eða þurfa straujun. VIKAN 46. tbl. — 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.