Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 18

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 18
Jg — YIIKAN 46, tbl. Napóleon va,r ekki fyrr kominn til Vínar en hann lagði undir sig hina veglegu höll, Schoenbrunn, sem að ýmsu leyti minnir á Versali. Hér er Napóleon í stríðsskapi (t.h.) að taka á móti sendifulltrúa, en allt í kring eru menn klæddir í sitt fínasta púss. Sendifulltrúi frá Zarnum, sem átti fund með Napóleon fyrir orrust- una sagðist hafa séð dauðhrædda, franska hermenn. Þessi mynd á að sýna Napóleon nóttina fyrir orrustuna, þegar hann gengur um meðal sinna manna og fær að vita, að þeir séu hvergi smeykir. ORRUSTAN AUSTERLITZ Austurríkismenn hófu ófriðinn síðla sumars með sókn á tveimur víg- stöðvum: inn í Norður-ítalíu og Bæjaraland. Þótti mörgum þeir fara óvarlega, þar eð Rússar voru enn langt undan á hergöngu sinnni vestur eftir. Megintilgangur Austurríkismanna með frumhlaupum þessum var að ræna öllum matvælum, er fáanleg væru á áðurnefndum svæðum, svo að Frakkar fengju ekki notið þeirra. Þetta villimannlega rupl var mjög snar þáttur í hernaði Napóleonsstyrjaldanna. Fyrir frönsku byltinguna voru herir yfirleitt smáir, svo tiltölulega auðvelt var að halda þeim uppi. En þegar franska byltingarstjórnin, og síðan aðrar eftir hennar fyrirmynd, tóku að bjóða út fjölmennari herjum, var það ráð tekið að láta þá „lifa á landinu“ í stærri stíl en áður hafði þekkzt. Hörmungar þær, sem almenningur á hinum herjuðu svæðum varð að þola, má marka af málshættinum ,,að þar, sem herir keisarans hefðu farið yfir, dræpust rotturnar úr hungri." Her þeim, er inn í Bæjaraland sótti, stýrði de Mack greifi, og var hann talinn meðal hinna skárri af hershöfðingjum Austurríkismanna. Hann varð þó ekki heppnari en svo, að Napóleon kvíaði hann inni í borginni Úlm og varð hann þar að gefast upp með meginþorra liðs síns. Hélt Napóleon þá sókninni viðnámslítið áfram inn í Austurríki og hertók Vínarborg. Frans Austurríkiskeisari flýði með leifum hers síns norður á Mæri, en þangað < var þá bandamaður hans, Alexander fyrsti af Rússlandi, kominn með ógrynni liðs. Frakkar ráku flóttann, og eftir nokkrar allsnarpar smáorrustur mættust aðalherirnir til úrslitaorrustu vestan við smábæinn Austirlitz, um fimmtán mílna vegalengd suðaustur af Brúnn. Það gerðist um mánaðamótin nóvember—desember. Þótt leiðtogar beggja væru nú nokkurnveginn sammála um að láta sverfa til stáls, fór því fjarri að herirnir væru vel undir stórátök búnir. Þó var ástandið hvergi nærri jafnslæmt báðumegin, ef betur var að gáð. Frakkar voru að vísu dauðþreyttir og sárfættir eftir langar hergöngur og snarpar skærur, en jafnframt reifir og vonglaðir eftir nýunna sigra. Þar við bættist að her þeirra var ein samfelld heild, sem framkvæmdi aðgerðir sínar af hraða og nákvæmni, sem átti ekki sinn líka í þá daga, undir öruggri og hiklausri stjórn keisarans og hershöfðingja hans. Allt öðru máli gegndi um bandamannaherinn. Hann var að vísu miklu fjölmennari (83.000 Rússar og Austurríkismenn á móti 65.000 Frökkum), en herstjórnin vægast sagt ósamstæð og einkenndist einkum af gagn- kvæmri tortryggni og kartni meðal herforingjanna innbyrðis. Rússarnir voru hreyknir af nokkrum smásigrum, sem þeir höfðu nýskeð unnið og gerðu óspart grín að bandamönnum sínum, sem voru sárir og beiskir eftir ófarirnar við Ulm og missi Vínar. Sem dæmi um ástandið má nefna, Herforingjar Rússa og Austurríkismanna voru flcstir aðalsmenn og bornir til her- stjórnar, en menn Napóleons höfðu hiotið sínar upphefðir á vígvöllunum fyrir vask- Iega framgöngu. Hér gengur Napóleon milli þeirra nóttina fyrir orrustuna og talar við eina af úrvalssveitum sínum, sem nefnd var Les Tcrribiles: Hinir Ógnarlegu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.