Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 41

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 41
«'* skipunum, sem biðu eftir því að brúin lyftist, ló yfir fyrsta boga Galadabrúar og huldi hina strönd- ina, sem bíllinn stefndi að og þræddi milli reiðhjóla og strætis- vagna og göfugur tónninn úr gamla blöðruhorninu forðaði fót- gangendum undan hjólum bílsins. Svo varð brautin auð, og gamli, evrópski hluti Istanbul glitraði við breiðan brúarendann og grannir bænaturnarnir stóðu eins og spírur upp í loftið og hvelfingar mosk- anna litu út eins og stórt stælt konubrióst. Þetta hefði ótt að líta út eins og ævintýri úr Þúsund og einni nótt, en Bond, sem sá fyrst stóru nýtízkulegu auglýsingaskiltin meðfram árbakkanum, fannst þetta einna líkast fallegum leiktjöldum, sem Tyrkland nútímans hefði sett til hliðar vegna stál- og steinsteypu- hallanna á borð við Hilton hótelið í Istanbul, sem glóði stílhreint í sólskininu fyrir aftan hann á hæð- um Pera. Hinum megin við brúna stefndi bíllinn til hægri niður eftir þröngri, steinlagðri götu, sem lá eftir ár- bakkanum og stanzaði fyrir fram- an hátt port með trédyrum. Hörkulegur varðmaður með breitt brosandi andlit, klæddur snjáðum kakhifötum, kom út úr dyravarðarklefanum og heilsaði. Hann opnaði bíldyrnar og benti Bond að fyIgja sér. Hann gekk á undan aftur inn í dyravarðarklef- ann og gegnum dyr úr honum í lítinn húsagarð með vel rökuðum, malbornum gangstígum. Þeir gengu eftir þessum stígum, gegn- um aðrar litlar dyr og komu þá inn í stóran, hvelfdan skála með háum, hringlaga gluggum og sól- in skein inn um gluggana á alls- konar vörur. Þarna var svalur þef- ur af kryddi og kaffi, og þegar Bond fylgdi varðmanninum lengra eftir miðganginum kom snöggur sterkur þefur af myntu. Við enda vöruhússins var upp- hækkaður pallur og handrið á hon- um. Þar sat hópur ungra manna og kvenna á háum stólum og var önnum kafinn við að skrifa í þykk- ar gamaldags dagbækur. Þetta var eins og klippt út úr sögu eftir Dick- ens, og Bond tók eftir því að við hvert borð var gamaldags talna- grind við hliðina á blekbyttunni. Enginn skrifstofumannanna leit upp, þótt Bond gengi milli þeirra, en hávaxinn, dökkhærður maður með mjótt andlit og ótrúlega blá augu, kom frá borðinu sem fjarst var, og tók við Bond af varðmann- inum. Hann brosti hlýlega til hans og sýndi mjallahvítar tennur sínar og gekk á undan honum yfir pall- inn. Hann bankaði á fallega mag- hony hurð með Yalelæsingu og án þess að bíða eftir svari, opnaði hann og hleypti Bond inn. Svo lok- aði hann dyrunum hægt á eftir hon- um. — Ó, kæri vinur! Komdu inn. Komdu inn. Mjög stór maður í fal- lega sniðnum gulleitum fötum stóð upp frá stóru maghonyborði og kom til móts við Bond með fram- rétta hönd. Nokkur valdsmannskeimur bak við háværa, vingjarnlega röddina gaf Bond til kynna, að þetta var yfirmaður stöðvarinnar T og að Bond var á annars manns svæði og lagalega séð undir hans stjórn. Þetta var að vísu aðeins spurning um mannasiði, en vert að muna það samt. Darko Kerim hafði gott hlýtt og þurrt handtak. Þetta var vestrænt handtak starfssamra fingra, ekki hráblautt handtak austurlandabúa. Og stóra höndin bjó yfir leyndu afli, sem gaf til kynna að hún gæti auðveldlega þrýst höndina fastar og fastar, þar til beinin loksins brotnuðu. Bond var sex fet á hæð, en þessi maður var að minnsta kosti tveim þumlungum hærri og virtist tvisv- ar sinnum þreknari en Bond. Bond horfði inn í tvö stór, blá augu í stóru mjúku, brúnu andliti með brotnu nefi. Augun voru rök og hvítan æðasprungin eins og í hundi, sem liggur oft of nærri eldin- um. Bond sá að þetta voru augu vön óhóflegu líferni. Andlitið var örlítið sígaunalegt og mjög stolt, þykkt hrokkið og svart hár og brotið nef, og mjór gull- hringur, sem hann bar í hægra eyranu, jók enn á ævintýrabrag- inn. Þetta var furðu dramatískt and- lit, lifandi, grimmdarlegt og svall- markað en þó var mest áberandi hve það geislaði af lífi. Bond fannst hann aldrei hafa séð jafn- mikla lífsorku og hlýju í einu and- liti. Þetta var eins og standa upp við sólina og Bond sleppti sterkri, þurri höndinni, og brosti við Kerim með meiri vingjarnleik, en hann leyfði sér yfirleitt við ókunnuga. — Þakka þér fyrir, að þú skyldir senda bílinn á móti mér í gær- kvöldi. — Ha! Kerim var ánægður. — Þú verður líka að þakka vinum okk- ar. Það var tekið á móti þér af beggja hálfu. Þeir fylgja alltaf bíln- um mínum, þegar hann fer á flug- völlinn. — Var það Vespa eða Lamb- retta? — Tókstu eftir því? Það var VETRARKÁPUR í öllum gerSum og stærðum. VE3TRARDRAGTIR meS skinni. TERRYLENEKÁPUR meS kuldafóSri. LOÐHÚFUR - HATTAR. HANZKAR - TÖSKUR. Aldrei f jölbreyttara úrval. KJÖRGARÐI - LAUGAVEGI 59 - SÍMI 1-44-22. VIKAN 46. tbl. — ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.