Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 40
geymi, og bitarnir, sem mynda ramma undirvagnsins, eru notaðir sem leiðslur. Þar sem um er að ræða lokað leiðslukerfi, flyzt loftið úr hylkjunum til baka aftur um leið og dregur úr þrýstingnum, gegnum einkalokuleiðslu, þannig að orkulindin endurnýjast stöðugt að mestu leyti um það, sem fer for- görðum við átakið hverju sinni. Það er álit tékknesku verkfræð- inganna, að þessi nýja uppfinning muni fyrst og fremst reynast þýð- ingarmikil við gerð langferða-far- artækja og þá ekki hvað sízt um óruddar leiðir, sökum þess hve þyngdin liggur á breiðum fleti og ekki er um neina brautarviðspyrnu að ræða. Sjálfa orkuna, þrýstiloft- ið, megi framleiða með litlum strokkhreyfli eða gastúrbínu. Ekki þurfa þetta þó að vera hæg- geng farartæki. Hugsanlegt er að gerðir verði bílar, sem noti sólar- varmann til hitunar á þrýstiloftinu, og verið þannig hinir ódýrustu í rekstri. Hraðanum yrði ráðið með því að stilla loftþrýstinginn. Með hring- skiptanlegum, mismunandi þrýsti- loftsleiðslum til öxlanna mætti ná mismunandi átaki, svipað og með gangskiptingu, sem nú tíðkast. Afturábakgangur fengist með því að breyta skiptistilIingu þrýstilofts- dælingarinnar, þannig að barða- hylkið fyrir framan öxulinn þendist út í stað þess að loft drægi úr því. Slíka skiptingu úr áframgangi I afturábakgang mætti líka nota sem hreyfilhemlun. Til þess að taka af ferðina, mundi ekki þurfa annars við en taka hreyf- ilorkuna úr sambandi, og mundu þá barðahylkin fyllast og tæmast sjálfkrafa um hríð fyrir hina lok- uðu lofthringrás. En til þess að hemla á venjulegan hátt mætti aft- ur á móti setja fullan loftþrýsting í öll hylkin. Þó að þetta sjálfhreyfihjól sé enn á tilraunastigi, gefur auga leið að það hefur marga raunhæfa kosti. Fjögurra hjóla stýring og eins fjög- urra hjóla drif mundi verða ákaf- lega einfalt, þar sem ekki er um að ræða neina vélræna átaksfærslu, sem takmarkar skástöðu hjólanna. Hliðarhreyfingar, til þess að koma farartækinu fyrir á stæði, mundu og hugsanlegar. Ekki þyrfti það að valda örðugleikum þó að spryngi, því að ekki mundi springa nema eitt hylki í einu, og þyrfti þá ekki annars við en snúa hjólinu til að komast að því og setja annað í staðinn —- hvorki að lyfta farartæk- inu né taka hjólið af öxlinum. Og varahylkin yrðu fyrirferðarlítil. ★ MEÐ ASTARKVEÐJU FRfl RÚSSLANDI Framhald af bls. 25. glæsilegi Rolls Royce að sækja hann, og flutti hann gegnum Taksim-torgið yfir Istiklal og út úr Asíu. Þykkur svartur reykurinn úr _ VXKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.