Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 31

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 31
að hann sé eins slæmur og sumir segja?" •„Nei, alls ekki. Vitanlega er örninn rónfugl, og veiðir sér til viðurværis, en lifir einnig ó hræj- um. Hann drepur aldrei að gamni sínu — aðeins til matar." „Nær þessi óhugi þinn ó fugl- um til mennskra fugla líka . . . ég ó við flugmenn? Þú munt hafa lagt sérstaka stund á fluglækningar (Aviation medicine), er það ekki rétt?" „Jú, rétt er það. Það var aðal- lega vegna þess að ég varð trún- aðarlæknir Flugmálastjórnarinnar, og mér fannst ég ekki vita nægi- lega mikið um þessa sérgrein. Eg fór því til Bandaríkjanna 1958—59 og tók próf í þessari grein, en þar eru beztu skólar í þessari grein, sem fleirum." „Að hvaða leyti er þessi sér- grein frábrugðin öðrum greinum læknisfræðinnar, Úlfar?" „Þetta er tiltölulega nýr þáttur í læknisfræðinni, og breytist óð- fluga með öllum þeim nýjungum, sem koma fram í flugtækninni. Það er svo ótalmargt, sem kemur til greina og verið er að rannsaka. Menn vita t.d. ekki ennþá hvað maðurinn þolir vel þann hraða, scm nýjustu flugvélarnar fara með um geiminn. Menn gætu einnig orðið fyrir einhverjum áhrifum geimgeisla, taugakerfið gæti farið úr skorðum smátt og smátt, við- brögð líkamans breytzt og margt fleira. Annars er mitt starf aðal- lega í því fólgið að skoða flug- menn, reyna viðbrögð þeirra og andlega heilsu." „Er ekki tímafrekt að fylgjast með öllum nýjungum á þessu sviði — og raunar öllum sviðum læknis- fræðinnar?" „Jú, maður þarf auðvitað að fylgjast með og fara annað slagið utan til að kynna sér nýja tækni og tæki, lesa tímarit o.s.frv. Hér er ég t.d. að fá í póstinum í dag tvö rit um fluglæknisfræði." „Ég tel víst að svona sérnám sé mjög dýrt, ekki sízt vegna tím- ans, sem fer í það frá venjulegum störfum?" „Já, það er nú líklega. Ég var í fjögur ár að safna mér fyrir kostn- aðinum . . „Hver var ástæðan fyrir því að þú gerðist trúnaðarlæknir Flug- málastjórnarinnar . . . varstu eitt- hvað sérfróður um þá hluti áður?" „O-nei, ekkert sérstaklega. Lík- lega hefur það verið aðallega vegna þess að ég var alltaf að þvælast suður á velli, og var öllu þar vel kunnur og þekkti flesta, sem voru í fluginu." „Þú ætlar þó ekki að fara að segja mér að þú sért líka flugmað- ur . . . ?" „Nei, það er ofsagt . . . við skul- um segja að ég hafi lært að fljúga. En nú er ég að mestu hættur slíku. Þegar ég var yngri var ég með delluna, eins og það var kallað, og var um tíma að hugsa um að leggja það alveg fyrir mig, og láta VIKAN HEIMSÆKIR ÚLFAR ÞÓRÐARSON AUGNLÆKNI Framhald af bls. 11. eins og hvert annað starf, sem eig- inmaðurinn þarf að vinna. Ég býst t.d. ekki við að það sé betra að vera sjómannskona. Það eru ýmis störf, sem krefjast þess að maður- inn sé mikið frá heimilinu, og mað- ur venst þessu. Þær eru þá því ánægjulegri, stundirnar, sem maður hefur saman." „Ég hef tekið eftir því að sím- inn hringir hérna á fimm til tíu mínútna fresti. Verður það ekki dá- lítið þreytandi til lengdar?" „Maður venst þessu, eins og ég sagði. Annars neita ég því ekki að það er mikil hvíld í því að fara í sumarfrí af landi burt, og þurfa engar áhyggjur að háfa af sím- anum eða skyndilegum hlaupum eigimnannsins til sjúklinganna. Við höfum reynt það undqpfarið ann- gQ _ VIKAN 46. tbl. að slagið, að fara af landi burt í sumarfríinu og taka okkur al- gera hvíld. Helzt að fara eitthvað, þar sem enginn sími er, ekkert útvarp og helzt engin blöð." „Ekki eru þetta allt sjúklingar, sem eru að hringja, — er það?" „Nei, það eru líka allskonar aukastörf og áhugastörf, sem Úlfar er í. Það tekur líka mikinn tíma, en það er hans bezta hvíld. Úlfar er þannig gerður að hann hvílist ekki betur þótt hann leggist upp í legubekk. Hann hefur mörg áhugamál, sem hann hvílist við að sinna." Úlfar var einmitt í símanum þessa stundina. „Hver eru helztu áhugamálin hans?" „Það eru fyrst og fremst íþróttir og útivist og starfið fyrri Val. Hann er oft í sundi og badminton og tek- ur víða þátt í félags- og heilbrigðis- málum. Þá er hann í Fuglavernd- arfélaginu, Flugbjörgunarsveitinni og aðra hverja viku er hann á borgarstjórnarfundum í Reykja- vík . . ." „Hvað eruð þið að telja upp? Blessuð verið þið ekki að þessu," sagði Úlfar, sem aftur var kom- inn frá slmanum. „Þetta er allt rétt, er það ekki?" spurði ég. „Þú ert í badmniton, ekki satt?" „Jú, einu sinni í viku . . ." „Fuglaverndarfélaginu?" „Já ..." „Hverskonar félag er það, Úlf- ar?" „Við höfum það aðallega á stefnuskrá okkar að berjast fyrir því að einstaka fuglategundir séu ekki svo ofsóttar og hrjáðar af mannavöldum að þær deyji hrein- lega út, svipað og geirfuglinn forð- um." „Hvaða fugl er það, sem er í slíkri hættu nú?" „Það er t.d. íslenzki örninn. Við reynum að verja hann, og jafn- framt göngumst við fyrir rannsókn- um og athugunum á lifnaðarhátt- um hans, hvað hann velur sér til matar o.fI." „Hvað hafið þið haft upp úr því . . . fundið nokkur merki þess BEIIMT í IUARK Úviðjafnanlegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist SILVER GILLETTE: hin ótrúlega beitta og mjúka Gillette egg é rakblaði úr ryðfríu stáli, sem engin rakstursaðferð jafnast i við. • mýksti, bazti mg þmgilmgasti rekstur, sem völ er á • ryðfritt stál, sem gefur yður flesta rakstra á blaö • gaeðin alltaf sSm vlS sig—811 blSðin jafnast á við það síðasta SILVER GILLETTE - ÞRIGGJA BLAÐA PAKKI - ENDIST VIKUM SAMAN - AÐEINS KR. 25,00 Gillette RYÐFRÍÁ STÁLBLAÐIÐ læknisfræðina eiga sig. Ég var þá að læra úti í Englandi 1932. Þá lærði ég að fljúga og fór þar mitt fyrsta sólóflug. Hef líklega verið með fyrri Islendingum, sem flugu sóló. Ég hafði gífurlegan áhuga á flugi, var sannfærður um að í því væri framtíð íslands í sam- göngumálum og var að hugsa um að fara alveg út í það . . . en svo var bara engin flugvél til heima . . . Veiðibjallan og Súlan sukku í Vatnagörðum um þær mundir . . . svo hér var ekkert að gera í flug- inu næstu árin. Ég hélt þess vegna áfram læknisnáminu, enda hafði faðir minn mikinn áhuga fyrir að svo væri. Svo stundaði ég líka dálítið svif- flug í Þýskalandi, þegar ég var í háskólanum í Köningsberg, sem nú heitir Kaliningrad." „Hvað hefurðu svo flogið hér heima?" „Það var nú bara mest til gam- ans. Ég átti ágætis flugvél ásamt þrem öðrum félögum, sem síðar voru meðal stofnenda Flugbjörgun- arsveitarinnar — og auðvitað fylgdi ég með. En svo datt þetta niður smátt og smátt. Mátti ekki vera að þv!." „Lærðir þú þá aðallega í Eng- landi og Þýzkalandi?" „[ Danmörku ... í Danmörku líka og mest." Úlfar hló við. „Þá lifði maður nú spart eins og marg- ir fleiri. Þeir voru stundum að reyna að stríða mér, Danirnir, og spurðu mig á hverju ég lifði eig- inlega. — Ég lifi aðallega á salt- fisk og heyi _ sagði ég, og þá hættu þeir að stríða mér, þegar þeir sáu að mér var alveg sama. Annars voru þeir víst, fleiri en ég, skrítnir, íslendingarnir í Kaup- mannahöfn í gamla daga, að því er Dönum fannst. Hann sagði mér það einu sinni, prófessorinn, sem ég starfaði með þar í sjúkrahúsi — Það var ein- mitt hann, sem síðar varð frægur fyrir að breyta karlmanni í konu. — Já, við vorum saman úti að ganga, þegar talið barst að ís- lendingum. — Þetta er allt að breytast, — sagði hann. — Nú eru íslendingar orðnir alveg eins og venjulegt fólk. Þér virðist t.d. nokk- urnveginn normal. Ég man eftir sumum þeirra á Garði í gamla daga — hélt hann áfram. — Þeir drukku hraustlega og flugust á við hvern sem var, ef þeir höfðu nokkra minnstu ástæðu. Ég man eftir einum stórum og miklum rum, sem lá oft í rúminu sínu, blind- fullur allan daginn, með koppinn fleytifullan þar undir, og annað slagið teygði hann svo hendina undir rúmið og dró þaðan heljar- mikið hangikjötslæri, sem hann nagaði. Já, þetta er allt að breyt- ast, sagði hann og andvarpaði. „Svona til að hafa þetta allt saman á sínum stað, Úlfar. Foreldr- ar þínir voru þau Þórður Sveins- son, læknir, og Ellen Kaaber, var það ekki?" „Jú. Pabbi er látinn fyrir mörg- um árum, en móðir mín býr hér í bænum. Við erum 6 bræðurnir og ein systir. Hörður, sparisjóðs- stjóri er elztur, síðan ég, þá dr. Sveinn. Hann er doktor í stærð- fræði og býr í Kanada. Var áður skólast jóri að Laugarvatni. Næst er Nína, eiginkona Trausta Einars- sonar, prófessors, þá Agnar, rit- höfundur, dr. Gunnlaugur og yngst- ur Sverrir, blaðamaður hjá Morg- unblaðinu. „En börnin . . . þið eigið þrjú börn á lífi, er það ekki?" „Jú, Þórður, flugmaður, var elztur. Svo kemur Ellen, sem er f háskóla í Bandaríkjunum, síðani Unnur betri — hún er kölluð það ! garrmi hérna heima, því móðir hennar heitir líka Unnur — ogi loks Sveinn Egill, bítillinn okkar.. Hann heitir í höfuðið á Sveini afo sínum og Agli Skallagrímssyni. Egill, sem er mitt uppáhalds skáld og sögupersóna, það var nú karl ( krapinu, og kunni sig að þeirra tíma sið. Sennilega mundu borðsiðir hans ekki þykja til eftir- breytni nú á dögum, en voru sjálf- sagðir í þá daga, og enginn hef- ur kunnað betur en hann að bregð- ast við ýmsum vandamálum í um- gengnisvenjum. Unnur er annars 16 ára og er í 3. bekk í Menntó, en Sveinn Egill 14 ára. Hann er tilvonandi knatt- spyrnukappi." „Já, hann er í K.R., er það ■ekki . . . ?" „Nei, hann er sko ekki í K.R. íHann er í Val, pilturinn, og stend- 'ur sig vel." „Æ — fyrirgefðu. Já, auðvitað er hann í Val. Segðu mér annars, Úlfar. Hvað eruð þið búin að búa llengi hérna á Bárugötunni?" „Við keyptum húsið 1942 og létum breyta því töluvert á næsta ári eða svo. Við höfum svo ver- ið hér síðan, eða í um 20 ár." „Þið búið hérna ein í því er það ekki?" „Jú, við höfum svefnherbergi uppi á lofti, eldhús og stofur hér á hæðinni og niðri í kjallara hef ég svo innréttað litla íbúð fyrir tengdamóður mína, og dálítið bókaherbergi fyrir mig." „Gerðir þú það sjálfur?" „Já, sumpart, maður hefur gam- an af að dútla svona eitthvað í frístundunum, þegar þær gefast. Þetta er svo sem engin fínvinna, en það má vel notast við það. Tengdamútter er að minnsta kosti ánægð yfir að vera hér, og við ekki síður." „Ég er mest hissa á því hvað þú hefur tíma til að gera á hverj- VIKAN 46. tbl. 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.