Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 19
að orrustuáætlunin var samin og samþykkt að Kútúsoff, sjálfum yfir- hershöfðingjanum, sofandi og forspurðum. Aðalhöfundur hennar var Aust- urríkismaðurinn Weyrother, sem var hvorki betri né verri en flestir hershöfðingjar í þeim herbúðum. Áleit hann að kjarkur Frakka væri nú á förum vegna þess ofureflis, er þeir ættu að mæta, og mundu þeir hefja undanhald von bráðar og þá suður eftir í áttina til Vínarborgar. Væri nú um að gera fyrir bandamenn að loka þeirri undankomuleið. Samkvæmt áætlun Weyrothers var liði bandamanna skipt í fimm aðalfylkingar. Tvær þeirra, sem voru að mestu skipaðar Rússum, nema hvað framvarðasveitirnar voru austurrískar, skyldu sækja suðureftir og ráðast á hægri fylkingararm Frakka, sem varði veginn til Vínar. Þriðja fylkingin, sem var eingöngu skipuð Rússum, skyldi marséra í humátt á eftir hinum tveimur og vera þeim til aðstoðar, ef með þyrfti. Fjórða fylkingin, sem bæði var skipuð Rússum og Austurríkismönnum, skyldi ráðast á fylkingu Frakka miðja, en sú fimmta, sem einkum var skipuð austurrísku riddaraliði undir stjórn Jóhanns fursta af Liechtenstein, átti að vera henni á hægri hönd. Litlu norðar var rússneskt riddaralið undir stjóm Bagrations, eins snjallasta hershöfðingja Rússa (hann var Georgíu- maður eins og Stalín), er átti að sjá um að Frakkar gætu ekki hörfað norðureftir, ef þeim dytti það í hug, og að baki var rússneskt varalið undir stjórn Konstantíns stórhertoga. Þessi orrustuáætlun, sem miðaðist að því að umkringja franska her- inn og neyða hann til uppgjafar, er sögð einhver sú álfalegasta, sem um getur í hernaðarsögunni. Með því að draga meginstyrk hersins yfir í vinstri fylkingararminn, var miðfylkingin gerð of veik til að hún gæti staðizt nokkurt meiriháttar áhlaup. Þar að auki var riddaraliðið gert að miklu leyti óvirkt, en einmitt hvað það snerti höfðu bandamenn mikla yfirburði framyfir Frakka. Napóleon var ekki lengi að sjá veilurnar í herskipan andstæðinganna. „Um leið og þeir gefa mér utanundir hægra megin,“ sagði hann glað- hlakkalega, „bjóða þeir mér vinstri vangann." Korsíkumaðurinn litli var afburðasnjall mannþekkjari og það var ef til vill sá eiginleiki, sem framar öllu öðru gerði hann að þeim afbragðs- hershöfðingja, sem hann var. Hann vissi fullkomlega, hvað honum var óhætt að bjóða mönnum sínum. Hann fylkti mestum hluta liðs síns í víglínuna miðja og vinstri fylkingararm, en hafði hægri arminn þunn- skipaðan. Framlínu þess arms stýrði Legrand hershöfðingi, en til vara að baki hans var Davout marskálkur með þriðju hersveitina, sem sögð var einhver sú bezta í öllum franska hernum og sjálfur hefur Davout verið talinn snjallastur allra herforingja og lærisveina Napóeons. Að lokum sofnaði Napóleon stutta stund í stól, sveipaður teppi. Hann rcis upp með birtu og þótti ekki til setunnar boðið öllu lengur. Þá var mistur yfir Pratzen-hæð- unum oe Austerlitz-völlunum. í rauðabítið að morgni 2. desember hófu framverðir Fyrstu og Annarrar fvlkingar bandamanna orrustuna með áhlaupi á smáþorpið Tellnitz, sem menn Legrands her- sátu. Fófst þar þegar áköf orrusta. Frakkar vörðu hvern þumlung lands af mestu hörku, en bandamenn létu sig ekki að heldur og unnu á smátt og smátt. Þegar leið að hádegi, voru menn Legrands mjög að þrotum komnir, en þá óð Davout fram á vígvöllinn með sína menn. Harðn- aði þá viðureignin um allan helming. Frakkar áttu þarna við ósmáan liðsmun að etja, því þeir Davout og Legrand höfðu aðeins rúm tólf þúsund manna á móti fjörutíu þúsundum Rússa og Austurríkismanna. Var barizt þarna linnulaust mestan hluta dags og gekk ekki á öðru en áhlaupum og gagnáhlaupum. Bandamenn gátu neytt liðs- munar og sóttu að vísu fram, en aðeins lítið eitt og tókst ekki að rjúfa herlínu Frakka. Fjórða herfylking bandamanna, hafði bækistöðvar sínar á hinum skógivöxnu Pratzenhæðum skammt vestan Aust- erlitz, og fylgdi henni Kútúsoff yfirhershöfðingi og keis- ararnir tveir. Fyrirhugað hafði verið, að sú fylking réðist á miðfylkingu Frakka, sem búizt hafði um nokkru fyrir vestan Pratzen, og sækti fram samhliða Þriðju fylkingu, sem nú var önnum kafin við að berja á Davout ásamt þeirri Fyrstu og Annarri. En vegna klaufaskapar og sila- háttar hershöfðingjanna seinkaði ferð Fjórðu fylkingar, svo að autt bil myndaðist á milli hennar og þeirrar Þriðju. Þarna kom tækifærið, sem Napóleon hafði beðið eftir, og hann var snar í snúningum eins og fyrri daginn. Mið- fylking hans, undir stjórn hershöfðingjanna Soults og Vand- ammes, gerði nú æðisgengið byssustingjaáhlaup á Pratzen. Bandamenn voru þarna hálfu liðfærri, enda fengu þeir ekki rönd við reist. Munaði minnstu að keisararnir tveir féllu þar í hendur kollega síns. Kútúsoff kom áhlaupið algerlega á óvart, en hann dugði þó ámælislaust og reyndi eftir beztu getu að endurskipuleggja lið sitt til gagnárásar. Var þarna barizt langa hríð af hinni mestu grimmd. Nokkr- ar af baksveitum Annarrar fylkingar, sem enn voru skammt komnar áleiðis, sneru nú við og réðust á hægri fylkingar- arm Soults, sem hratt því áhlaupi auðveldlega og réðist Framhald á bls. 37. Napóleon var mikið niðri fyrir þessa nótt eins og gefur að skilja og vildi hann kanna lið sitt sem bezt. Hann dulbjóst og hélt til tjalda 55. herdeildarinnar ásamt einum foringja sinna. Þeir buðu honum að snæða súpu úr járnskál og hann þáði það. Síðan svipti hann af sér dularklæðunum og sagði: „Vinir mínir, það er hverjum konungi sæmandi að snæða úr skál hugprúðs hermanns.“ Þessi teikning á að sýna það er franskur riddaraliðsmaður tekur fallbyssu herfangi. Samtals varð herfangið geysilega mikið, en byssurnar voru bræddar og úr þeim búið til minnismerki um sigur- inn á Place de la Concorde í París. VIKAN 46. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.