Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 49

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 49
RAÐSÓFIhisgaenaaxMtektSVEINN KJARVAL VANDINN ER LEYSTUR AJ Nú er vandalaust aS raða í stofuna svo vel fari. Þessi glæsilegu raðhúsgögn bjóða ótal möguleika. Þér getið skipt með þeim stofunni, sett þau í horn e3a raðað ó hvern þann hótt sem bezt hentar. FÁST AÐEINS HJÁ HUSGAGIMAVERZLUIM ARIMA JQNSSQNAR L.AUGAVEGI 70 - REYKJAVÍK - SÍMI 1G468 konar nóttúruvísindum, var sjálfur náttúruskoðari og athugull maður í þeim efnum. Það var til dæmis hann, sem fyrstur manni uppgötv- aði það, að Ásbyrgi er ekki land- sig, heldur gamall farvegur Jökuls- ár á Fiöllum. En hann varð aldrei eins þekktur og Benedikt bróðir hans á Auðnum. Gamall maður, Guðjón frá Ljótsstöðum, sem dó á Þverá rúmlega hundrað ára gamall og verið hafði orðlagður fjörmað- ur, hafði orð á því ,,að það væri merkilegt, hvernig hann Snorri föndraði við tímann." Hann var hreppstjóri eins og Jónas sonur hans og þrátt fyrir einmuna Ijúfa framkomu hafði hann það fyrir sið að bölva flestu í sand og ösku. Eitt sinn var hann á ferð í Reykja- vík og kom þá við á Þjóðminja- safninu. Þar sá hann hlut sem hann þekkti og varð að orði: ,,Æ, hver sjálfur andskotinn, er þá þetta helvíti hér." En hluturinn sá var mynd af Kristi af gamalli altaris- töflu frá Þverá. Nú er þess senn skammt að bíða, að Jónas hreppstjóri Snorrason flytji úr gamla bænum á Þverá með fjölskyldu sína. Skammt suður frá bænum er fokhelt íbúðarhús, nærri 200 fermetrar á einni hæð. Ég minnist þess ekki að hafa áður séð aðra eins snyrtimennsku við byggingu; það var þvi líkast sem húsið hefði verið látið síga niður úr himninum. Grasið var ekki einu sinni bælt í kring, ekkert spýtna- rusl, engin möl og þó er húsið steinsteypt. Moldina úr grunninum báru þeir feðgar langt í burtu. Kannski mundi einhver kalla það að föndra við timann. Eða er það eins hægt, þar sem tíminn er ekki til og sá munaður ríkir, að alltaf er tími til alls? Jónas hreppstjóri gekk með okk- ur út að nýju, kvaddi okkur með hógværri hlýju og struak gómun- um létt um hlaðinn kampinn milli húsanna um leið og hann hvarf til baka. G. S. MARGT BARVIÐÁSJÓ Framhald af bls. 15. — Ja, það er nú saga út af fyrir sig. Ég var á togaranum Max Pemberton eins og ég var búinn að segja þér frá. Það var árið 1644. Það stóð þannig á, að ég átti frí einn túr, svo skipið lagði úr höfn loftskeytamanns- laust. Já, það var ekki hlaupið að því að fá annan loftskeyta- mann þá í hvelli. Já, svo stýri- maðurinn tók bara að sér að sjá um talstöðina þegar þess þurfti með. Skipið var á heim- leið, þegar þeir kölluðu Reykja- vík upp og sögðu að þeir hefðu leitað í var innan við Malarrif. En, svo kom það bara aldrei fram eftir það, hvarf gjörsam- lega. Ég er alveg handviss um að þeir hafi lent í tundurdufla- belti út af Snæfellsnesi. Þýzk- urinn var búinn að leggja þess- ar sprengjur alls staðar. Og skip- ið fórst í kyrrum sjó. En togar- inn hafði farið út loftskeyta- mannslaus svo að ég get ekki sagt, að ég hafi sent neinn í dauðann í minn stað. Nei, mig var reyndar búið að dreyma, að ég mundi ekki farast í sjó. Það fórust mörg skip í stríðinu. Já, mig dreymdi einu sinni, að ég væri staddur saman með Sig- urði heitnum Mýrdal, sem þá var reyndar látinn, en ég mundi ekkert eftir því í draumnum. Svo opnaði Sigurður hurð, sem vissi að tröppum, er lágu beint niður í myrkur. Það sást ekkert þar fyrir neðan. Sigurður fer þá að ganga niður tröppurnar og ég er í þann veginn að fylgja honum eftir. Þá, allt í einu, snýr hann sér við og segir: — Nei, Jón minn. Við eigum ekki sam- leið. Þá áttaði ég mig allt í einu á því, að hann hafði drukknað í sjó og varð hverft við. Þegar ég svo vaknaði var ég viss um að það ætti ekki fyrir mér að liggja. Já, svona er þetta skrýtið. — Þú átt ýmsar minningar úr stríðinu, Jón. Áttu ekki eitthvað, sem gaman væri að tína til fyrir lesendur? —■ Ja, nei, ég held að ég sé ekkert að tala um það. Það er full persónulegt og ýmsir beztu kunningjar manns viðloðandi þetta. Ef ég fer að segja frá því hvernig ég fór að bjarga skipi, þá lítur það út eins og hreinasta grobb á pappírnum . .. Það skeði svo sem ýmislegt broslegt á þeim árum. Það voru ýmisleg smáatvik sem lífguðu upp á hversdagsleikann. Eins og til dæmis þegar netamaðurinn var aftur í og var að laga net. Kokk- urinn kom þá til hans með eitt- hvað matarkyns. En netamaður- inn var í illu skapi og sagði hon- um að fara til helvítis með allt sitt bras. Kokkurinn lagði nú samt sem áður súpudisk hjá hon- um og ætlaði svo að ganga burtu. En þá stendur netamaðurinn upp og fleygir disknum í sjóinn. En hann var orðinn svo illur í skap- inu, að hann fleygði óvart á eftir forláta silfurdósum, sem hann hafði fengið að gjöf. Kokksi varð skrýtinn við, en sagði svo: — Ja, mikill höfðingi er hann N.N. Ekki nóg með það að hann gefi andskotanum að éta, heldur gefur hann honum líka í nefið á eftir. Já, maður brallaði nú ýmis- legt. Einu sinni sá ég, þegar ég var inni í loftskeytaklefa, hvar einn af áhöfninni sprangaði um á dekkinu fyrir neðan, en fyrir ofan, í brúnni, stóð skipstjórinn og kastaði vatni. Ég var þá snögg- ur til, greip vatnssprautu, sem lá nærri, og sprautaði vænni gusu á manninn fyrir neðan og lok- aði glugganum svo í hvelli. Mannaumingjanum varð all- hverft við, þegar hann leit upp og sá sjálfan skipstjórann standa VIKAN 46. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.