Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 37

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 37
Nóttiná cftir orrustuna var kalt á vígvellinum og ])aú snjóaði lítið eitt. Napólcon reið hægt um völlinn og leit á vegsummerki. Þar bar að menn hans með fanga, rússneskan foringja. Rússinn sneri sér að Napcleon og sagði: „Herra, láttu þá skjóta mig, ég licf glr.tað vopnum mínum.“ Napðleon svaraði: „Ég skil hryggð yðar, en það aö vera fangi franska hcrsins cr engan veginn það sama og að hafa glatað heiðri sínurn." aðstaða bandamanna í orrustunni orðin gersamlega vonlaus og fékk nú Buxhövden hérshöfðingi, yfirmaður vinstra fylkingar- armsins, sem var eini hluti hers- ins, sem enn var ekki búið að tvistra, skipun um að láta und- an síga. En það ætlaði að verða nógu erfitt, því að menn Davouts og Soults gerðu nú á þá hvert áhlaupið öðru harðara. Þar að auki haglaði fallbyssukúlum yfir hinar flýjandi hersveitir ofan af Pratzen, en þar höfðu Frakkar hertekið fjölda fallbyssna af bandamönnum og beittu þeim nú gegn fyrri eigendum. Varð af þessu mikið blóðbað í liði banda- manna. Mikill hluti þess var kví- aður af í lægðinni sunnan við Pratzen og gafst þar upp, en aðrir komust undan suðureftir. í ljósaskiptunum um kvöldið var orrustunni endanlega lokið með fullum sigri Napóleons. Manntjón hans um daginn nam tæpum sjö þúsundum manna, særðum og föllnum, en tjón óvin- anna var nærri helmingi meira, auk þess sem um fimmtán þús- und þeirra voru teknir höndum. Þriggjakeisaraorrustan, eins og viðureign þessi hefur oft ver- ið kölluð, er ein hin frægasta af orrustum Napóleons mikla og jafnframt einn sá viðburður, sem Frakkar minnast með mestri hreykni, er þeir líta yfir hina óróasömu sögu sína. Fjöldi sagn- fræðinga og herfræðinga hefur gert hana að umtalsefni, að ógleymdum rithöfundum, til dæmis getur Tolstoj hennar rækilega í Stríði og frið. Pólitískar afleiðingar patald- urs þessa urðu fyrst og fremst þær, að Austurríkismenn gáfust upp fyirr Napóleon og sömdu við hann frið, enda var varla um annað að gera fyrir þá, því her þeirra var bókstaflega bú- inn að vera, að undanskildu því liði, sem var viðsfjarri suður á ftalíu. Létu þeir þá af hendi nokkur lönd. Frakkar voru nú allsráðandi í Þýzkalandi sunnan- og vestanverðu og hagræddu þar öllu eftir sínum geðþótta. Gerðu þeir þá Bæjaraland, Sax- land og Wúrtemberg að konungs- ríkjum og létu þessi ríki ásamt fleirum stofna hið svokallaða Rínarsamband, sem var alger- lega í vasa Napóleons. Bretar og Rússar héldu þó ófriðnum áfram og fengu nú Prússa, sem blöskraði ráðsmennska Frakka í Þýzkalandi, í lið með sér. En stríðsþátttaka þeirra varð skammgóður vermir, því Napó- leon gersigraði þá skömmu síð- ar við Jena og Auerstadt. Barði hann síðan um hríð á Rússum, unz þeir Alexander hittust í Tilsit 1807, gerðu frið og skiptu meginlandi álfunnar á milli síri í áhrifasvæði. Svo er sagt, að dag einn, með- an á samningsgerðinni stóð, hafi þeir keisararnir farið sér til af- þreyingar í gönguferð um bæinn. Litu þeir þá inn í hersjúkrahús, þar sem fórnarlömb nýliðinnar styrjaldar lágu í löngum röðum ýmislega knosuð og tætt eftir kúlur og eggjárn. Meðal ann- arra vakti athygli þeirra franskur hermaður, hroðalega lemstraður eftir sverðshögg. Brá Alexander þá á gaman við kollega sinn og spurði: „Hvað finnst yður um menn, sem greiða slík högg?“ „Hvað finnst yður um menn, sem þola slík högg?“ mælti þá sá stutti frá Korsíku. dþ. GANGHJÓLIÐ Framhald af bls. 29. pípuop þess færist frá, en opnast leið út ! það næsta, þar eð pípu- op þess ber þá að. Til þess að sanna þessa kenn- ingu sína smíðuðu verkfræðingarn- ir smálíkingu af þannig knúnu far- artæki, fjögurra hjóla, átján þuml- unga langt. Tólf gúmhylki, kútlaga, mynduðu hjólbarða eins og áður er getið, en hverju hylki er fest ská- hallt á hjólhringinn, til þess að gera ganghreyfinguna samfelldari og mýkri við þrýstingsskiptin. Orkan kemur úr loftþjöppunar- Franihald á Itls. 40. Viðkvæm barnshúð verður fljótlega sár. Stöðvið særindi með því að nota u Barnapúður Notið það eftir hvert bað og alltaf þegar skipt er um bleygju. (lctíUurrMÁ vörur: Púður — krem — olía — íljótandi áburður — hárþvottalögur — sápa Heildsölubirgðir: Friðrik Bertelsen 8 Co. h.f. Laugaveg 178 — Sími 36620 VIKAN 46. tbl. 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.