Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 17
 ■ ■■■ ■: ■í\"V ::::::::;x::::;::::::::; :'x: I '•; : S ■ ■ -s ' Jvo § v'v' ■ gsg ■ - :: : •>::■: -••.•.• • • • • • • «§§§&?« ■J-Wfí' 4jf • 1 - ••■. •.;: •• • >>•• giiiilliliiil MéM _ L •? 'íX- **'> S® S ÍS ■. . ::::x:- - «3»: "■••■■■•■■ ■: HHfT BiBL. ^^2 |||& / ■; Wm fjjp if j illa og þeir út úr viðskiptunum við Frakka og Napóleon á undan- förnum árum, Þeir höfðu glatað ítökum sínum á Niðurlöndum, ítalíu og í Þýzkalandi og þar með lykilaðstöðu þeirri, sem þeir höfðu haft á meginlandinu. Keisari þeirra hafði jafnvel neyðzt til að leggja niður titil sinn sem drottnari hins heilaga rómverska ríkis, en í staðinn hafði Napóleon sjálfur tekið sér keisaranafn sem tákn þess, að nú væri forusta álfunnar tekin úr höndum þýzkrar þjóðar og fengin Frökkum. Þegar Napóleoni barst hersagan að austan, var hann að mörgu ? leyti illa undir slík umsvif búinn. Her hans var mestallur staðsettur við Ermarsund, enda var hann um þær mundir að íhuga möguleikana á því að sækja ensku ófriðargemlingana heim og lækka í þeim rost- ann í eitt skipti fyrir öll. Hann var þó viðbragðsfljótur eins og fyrri daginn og marséraði sem skyndilegast austuryfir Rín, til móts við Austurríkismenn, sem þá höfðu ráðizt inn í Bæjaraland. Landher Frakka var á þeirri tíð hinn bezti í heimi, einkum var fót- gönguliðið afbragð. Hann var vel búinn vopnum, vel skipulagður, hertur og þjálfaður í ótal orrustum og fullur sjálfstrausts eftir sigur- ; göngu undanfarinna ára. Hershöfðingjarnir voru flestir á bezta aldri, eitilharðir bardagahundar, sem öðlazt höfðu metorð sín fyrir fram- göngu á vígvelli. Og síðast en ekki sízt: keisari þeirra og yfirhers- höfðingi var bezti herstjórnandi, sem þá var uppi. Þeir vissu fullkom- lega, hvers þeir máttu vænta af honum og hann af þeim. Öðru máli gegndi með keisara Rússa og Austurríkismanna, þá Alexander fyrsta og Franz annan, því báðir voru þeir hálfgerð dusil- menni og alls ófærir um að stjórna herjum sínum í orrustu. Engu að síður fylgdu þeir liði sínu á vígvöllinn og slettu sér þá gjarnan fram í herstjórnina, henni til engra bóta, og var hún þó ekki of góð fyrir. Austurríkismenn höfðu reynt að draga lærdóm af fyrri óför- um sínum fyrir Frökkum og endurskipulagt her sinn að miklu leyti eftir fyrirmynd erkióvinanna, en þær umbætur komu þó að mjög takmörkuðu haldi, meðal annars vegna skorts á hæfum herforingjum. Flestir hershöfðingja Austurríkismanna voru aðals- menn, er hlotið höfðu metorð sín fyrir ættgöfgina eina saman og lét mörgum hverjum betur að dansa vínarvalsa og skjóta akur- hænsni en etja herflokkum á vígvelli. Rússar áttu líka við sín vandamál að stríða. Enda þótt þeir hefðu allt frá dögum Péturs mikla tekið Vesturlönd til fyrirmyndar hvað vígtækni snerti, var þó enn margt í búnaði hers þeirra sem bar svip austræns frumstæðingsskapar. Hins vegar var kjarni fastahers þeirra skip- aður mönnum, sem gegndu herþjónustu áratugum saman og voru þrælhertir eftir ótal skærur og hergöngur í nístingsfrosti og hitasvækju til skiptis endanna á milli í hinu óravíða heimsveldi. Þetta voru því karlar, sem ógjarnan létu hlut sinn fyrir neinum óvini. Herforingjarnir, sem líkt og þeir austurrísku voru flest- ir aðalsmenn, voru að vísu sumir hálfgerðir ónytjungar, en aðrir hinir mestu garpar. Sá hét Kútúsoff, sem hafði yfirherstjórnina á hendi, ekkert sérstakt gáfnaljós, en harður í horn að taka og þrautseigur með afbrigðum. Hann átti síðar eftir að finna Napóle- on í fjöru, því það var hann, sem stýrði Rússaher 1812, þegar Frakkar biðu sem mestar ófarir á undanhaldinu frá Moskvu. VIKAN 46. tbl 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.