Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 50
Gerð 4403-4 fáanlegar meo 3 eða 4 hellum, glópípum eða steyptum (heilum), klukku og ljósi, glóðarrist og hita- skúffu. H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN Jiufnarfiröi - Sinuir: !iOÖ2‘é, 50023 otj r>().i22. - Rcykjayík - Bíyti 10322 - Vcsturvcr þar og kasta af sér v'atni í mestu makindum. Auðvitað þorði hann ekkert að segja og við hinir stríddum honum talsvert á þessu, þangað til ég sagði hon- um svo frá því, en þá vildi hann varla trúa því. — Lentuð þið aldrei- í átökum við skip Hitlers? — Nei, það kom varla fyrir. En við vorum þeim mun óþæg- ari við Bretana. Þeir voru ótta- legir böðlar. Og sígrunandi mann um að standa í njósna- sambandi við Þjóðverja. Við átt- um það til að strjúka úr skipa- lestum til að stytta okkur leið, en þá skutu þeir bara á okkur og tóku jafnvel af okkur loft- skeytatækin. Til að fara til fs- lands varð að fara vissar króka- leiðir, sem lengdu leiðina mjög svo að við fórum oft bara beina striklínu. Einu sinni fengum við á okkur kæru fyrir að hafa far- ið ranga siglingarleið og kær- unni fylgdi staðarákvörðun tog- arans, þegar eftirlitsflugvélin flaug yfir okkur. En þeir höfðu ekkert athugað hvernig skipið sneri, og það hittist einmitt svo á, að við vorum að sigla þvers yfir afmörkuðu leiðina, þegar þeir sáu okkur, svo að við slupp- um heilir í það skiptið. í rauninni var framkoma þeirra við íslendinga alveg sví- virðileg. Einu sinni sagði mað- ur við mig úti í Bretlandi: — Þið, græðið nú talsvert á þessu stríði. Núna getið þið selt okk- ur mikinn fisk og á háu verði. — En ég sagði honum, að það væri lítill kostur, meðan við fengjum ekki að selja hann á frjálsum markaði. Þá hefðu Þjóðverjar sennilega verið fljót- ir að yfirbjóða þá... Jú, jú, og ekki nóg með það. Þeir voru meira að segja svo óforskammað- ir að senda okkur reikning yfir skotin sem þeir skutu að okkur. Og voru þá ekkert að spara kúl- urnar. Jæja, eigum við ekki að bregða skútunum á flot? Og við ókum niður að tjörn, þar sem Jón fór að festa segl á kappsiglarann. Síðan setti hann skútuna á flot, og með fjarstýr- ingu sigldi hann henni vítt og breitt um tjörnina, nærstöddum krökkum og öndum til mikillar skemmtunar, en gæsunum leizt ekki sem bezt á gripinn og tóku það ráð að fljúga í hringi og virða hann fyrir sér úr lofti. Skútan þaut á ógnarhraða fram og aftur meðan ljósmyndarinn prílaði um allt með myndavélina á maganum rétt eins og strák- arnir, sem stundum sjást þarna á sílaveiðum. Skútan hamaðist í vindinum og- þaut tígulega áfram, lensaði og venti, rétt eins og „fullorðnu“ skúturnar gera. — Gerirðu mikið af því að sigla hérna á tjörninni? hrópaði ég til kapteinsins, þegar ég gat skotið orðum til hans. — Já, ég kem hingað flesta sunnudagsmorgna, svona milli kl. 11 og 12. Það er alveg ótrú- legt hvað svona tómstundagam- an getur stytt manni stundirnar. Menn þyrftu að gera miklu meira af því að hafa svona „hobby“ til að grípa í á kvöldin. Það er nefnilega svo mikil hvíld og tilbreyting í því að dunda við þetta. O, já, já. Og þarna stendur hann hnar- reistur á tjarnarbakkanum, svo grátt hárið feykist til í vindin- um. Gamall sjómaður, sem áður fyrr klauf hvassan Atlantsál, en siglir nú hvassán beitivind á Reykjavíkurtjörn. ★ MANFRED MANN Framhald af bls. 14. ekki Paul Jones hann er söngv- arinn og líka Manfred Mann.“ „En þú ert líka Manfred Mann, Mannfred?" „Já, ég er hluti af Mannfred Mann.“ Og svona hélt samtalið áfram. Það væri nú auðveldara, ef allur hópurinn héti Mann — Hugg Blues Brothers. Fyrir tveimur árum síðan var músik- in önnur eða modern jazz. Það var þá, sem Manfred Mann, Mike Hugg og þeir bluesbræður gerðu sína fyrstu plötu Why Should We Not“. Heima í Suður-Afríku hafði Manfred Mann spilað nýtízku- legan píanójazz. Hann lærði píanóleik við hinn fræga músik- skóla Julliard í Bandaríkjunum. Þegar hann kom til London að afloknu námi fór hann að kenna jazzpíanóleik. Smátt og smátt var farið að spila rhythm and blues en ekki á sama hátt og í Bandaríkjunum. Manfred Mann segir: „Við höldum áfram að spila jazz hversu mörg lög sem við eigum á vinsældalistanum í það minnsta einu sinni í viku. Við spilum okkar eiginn rhythm og blues músik.“ Vissulega hefur Manfred Mann gaman að rhythm og blues músik en samt eru þeir hræddir við að fólkið fái of mikið af því góða. Manfred álítur að einu sinni hafi bara verið dixie hljóm- sveitir í Bretlandi. Það voru að vísu óteljandi hljómsveitir sem spiluðu dixie og main stream músik. En hvað skeði? Jú, fólkið varð þreytt á þessari músik svo allflestar hljómsveitirnar fóru að spila eitthvað annað, eða hættu alveg. í dag eru aðeins örfáar jazz- hljómsveitir sem standa sig vel í Bretlandi. Þarna er aftur or- sökin fyrir því að Manfred er ekki of ánægður með árangur- inn. Ef rhythm og blues gengur yfir og er búið þá björgum við okkur á því að spila jazz. Saxafónleikarinn Roland Kirk er í miklu uppáhaldi hjá Man- gQ _ VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.