Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 25
er raunveruleg lykt, líkt og sam-
bland af svita og rafmagni, eins
og komiS er fyrir í hryllingsgöng-
um skemmtigarða. Aftur skall
blossi á gluggarúðunum. Krash!
Það var eins og þau væru í miðri
orrustu allt í einu virtist vélin átak-
anlega smá og veikbyggð. Þrettán
farþegar! Fösturdagurinn 13! Bond
minntist orða Loeliu Ponsonbys og
hendur hans urðu rakar á arm-
hvílunum. Hversu gömul er þessi
vél? hugsaði hann. Hve margar
flugstundir á hún að baki? Var
ekki komin málmþreyta f væng-
ina? Hve sterkir voru þeir? Kannske
kæmist hann aldrei til Istanbul
eftir allt saman. Kannske það hafi
alltaf átt fyrir honum að liggja
að enda ævi sína í flugslysi í Kor-
intuflóa.
í miðju hugskoti Bonds var
hvirf ilbyl jaskýli. Samskonar skýli
og hægt var að finna í gamaldags
húsum í hitabeltislöndunum. Þessi
skýli eru lítil en sterkbyggð inni
f miðju húsinu. Stundum á miðri
fyrstu hæð og stundum grafin nið-
ur í sökkulinn. í þennan klefa
flúðu fbúar hússins, þegar storm-
urinn ógnaði húsinu og þar voru
allir kyrrir, þangað til hann var
liðinn hjá. Bond sneri aðeins til
hugarskýlis síns, þegar hann réði
ekki neitt við neitt og gat ekkert
gert. Nú flúði hann þangað, lok-
aði huganum fyrir hávaðanum og
æðisgengnum hreyfingum vélarinn-
ar, einbeitti sér að saumfari f bak-
inu á stólnum fyrir framan hann
og beið með alla vöðva slaka eftir
þeim örlöcjum sem ákveðin höfðu
verið fyrir B.E.A. flug nr. 130.
Næstum því að skyndingu varð
bjartara í klefanum. Rigningin
hætti að lemja rúðurnar og dyn-
urinn í hreyflunum varð aftur að
jöfnu blístri. Bond opnaði dyrnar
á neyðarskýlinu sínu og gekk út.
Hann litaðist hægt um og horfði
forvitnislega út um gluggana og á
lítinn skugga vélarjnnar, sem þaut
yfir kyrrt yfirborð Korintuflóa.
Hann andvarpaði djúpt og teygði
sig eftir sígarettuveskinu. Hann
gladdist yfir því að sjá að hendur
hans voru stöðugar, þegar hann
tók upp kveikjarann og kveikti í
Morland sígarettu með þremur
gullhringjum. Ætti hann að segja
Loeliu, að hún hefði næstum haft
rétt fyrir sér? Hann ákvað, að ef
hann fyndi nógu ruddalegt póst-
kort í Istanbul, mýndi hann gera
það.
Dagurinn dó úti fyrir. Fyrst varð
himininn rauður svo dökkblár.
Vélin renndi yfir iðandi Ijós Aþenu
og loks rann Viscountinn yfir stein-
steypta flugbrautina og Bond sá
út um gluggana drjúpandi vind-
vísa og skilti með þessarri ein-
kennilegu stafagerð, sem hann
hafði varla séð, síðan hann hætti
í skóla.
Bond klöngraðist út úr vélinni
ásamt fölum og þöglum farþeg-
unum, gekk yfir að tollskoðuninni
og upp að barnum. Hann bað um
glas af Ouzo, drakk það ( botn
og skolaði svo munninn með (s-
vatni. Það var beiskja undir sætu
anísettubragðinu og Bond fann
drykkinn kveikja ákafan lítinn eld
niðri í hálsinum og maganum.
Þegar hátalarnir kölluðu hann
út aftur, var komið myrkur, og hálf-
ur máninn var skær og háleitur
yfir Ijósum borgarinnar. Kvöldloft-
ið var milt og ilrriaði af blómum
og ómaði af skordýrasuði. í fjarska
heyrðist maður syngja. Röddin var
tær og dapurleg og söngurinn var
sorglegur. Skammt frá flugvellin-
um heyruðst áköf hundgá. Bond
varð allt í einu Ijóst að hann var
kominn itl Austurlanda, þar sem
varðhundarnir spangóla alla nótt-
ina. Af einhverjum ástæðum vakti
þessi uppgötvun ákafa og spenn-
ing f hjarta hans.
Það var aðeins níutíu mínútna
flug til Istanbul, yfir dökkan flöt
Eyjahafsins og Marmarahafsins.
Ljúffengur kvöldverður, tveir Mart-
ini-kokteilar og hálf flaska af léttu
víni ýttu tortryggninni, flugi á
föstudögum þann þrettánda og
áhyggjum út af starfinu, sem fyrir
höndum var, úr huga Bonds, en í
staðinn kom forvitniskennd.
Svo var hann kominn á leiðar-
enda og fjórir spaðar flugvélarinn-
ar staðnæmdust fyrir utan nýtízku-
lega flugvallarbygginginu við Yesli-
koy, um klukkustundarakstur frá
Istanbul. Bond kvaddi og þakkaði
flugfreyjunum fyrir þægilegt flug.
Bar litlu, þungu skjalatöskuna
gegnum vegabréfseftirlitið inn í
tollskoðunina og beið eftir farangri
sínum úr flugvélinni.
Svo þessir dökku, ófrlðu en
hreinlegu starfsmenn, voru Tyrkir
nútímans. Hann hlustaði á raddir
þeirra, morandi af breiðum sér-
hljóðum, hvæsandi blísturhl jóðum
og langdregnu u-hljóði. Og hann
horfði á dökk augun, sem
endurspegluðu mjúkar, kurteis-
legar raddirnar. Þetta voru
björt, reiðileg og ruddaleg augu,
nýkomin ofan úr fjöllunum.
Bond hélt að hann vissi sögu
þessarra augna. Þetta voru augun,
sem um aldir höfðu verið þjálfuð
til að vaka yfir fjárhjörðum og
ráða í smáhreyfingar úti við sjón-
deildarhringinn. Þetta voru augun,
sem höfðu hnífskeftið innan seil-
ingar, án þess að nokkuð bæri á,
augun sem töldu grjónin og sáu
minnstu missmíð á peningi og
greindu glögglega snöggar fingra-
hreyfingar kaupmannanna. Þetta
voru hörð, tortryggnisleg og af-
brýðisöm augu. Bond geðjaðist ekki
að þeim.
Utan við tollskoðunina gekk há-
vaxinn, renglulegur maður með
slapandi yfirskegg fram úr skugg-
unum. Hann var í þokkalegum ryk-
frakka með bílstjórahúfu. Hann
heilsaði og tók farangur Bonds, án
þess að spyrja hann að nafni og
vísaði honum veginn að gljáandi,
aristókratiskum bíl — gömlum
svörtum körfubyggðum Rolls Royce
coupé-de-ville, sem Bond gat sér
til að hefði verið smíðaður handa
einhverjum milljónera á þriðja tug
aldarinnar.
Meðan bíllinn rann út af flug-
vellinum, sneri ökumaðurinn sér
við og sagði á ágætri ensku: —
Kerim Bay hélt, að þér mynduð
helzt kjósa hvdd í kvöld, sir. Ég
á að sækja yður klukkan níu f
fyrramálið. Á hvaða hóteli ætlið
þér að dvelja, sir?
— Kristal Palas.
— Gott, sir.
Bfllinn rann hljóðlátlega áfram
eftir breiðum nýtízkulegum vegin-
um.
Fyrir aftan þá, ( dökkum skugg-
um bílastæðisins við flugvöllinn,
heyrði Bond dauft hljóðið af Vespu-
mótor, sem settur var í gang. Hljóð-
ið sagði honum ekkert, og hann
hallaði sér aftur, til að njóta öku-
ferðarinnar.
14. KAFLI. - DARKO KERIM.
James Bond vaknaði snemma I
óvistlegu herbegi sínu í Kristal Pal-
as á Perahæðum og teygði annars
hugar höndina niður á hægra lærið
til þess að rannsaka ákafan kláða-
blett. Eitthvað hafði bitið hann um
nóttina. Hann klóraði staðinn reiði-
lega. Þessu hafði hann mátt búast
við.
Þegar hann kom kvöldið áður,
og næturvörður súr á svip í bux-
um og flibbalausri skyrtu, tók á
móti honum, og virti fyrir sér and-
dyrið með flugnaskitnum pálma-
hríslum í koparpottum og upplitað-
ar flísar á veggjunum og gólfinu,
vissi hann á hverju hann átti von.
Fyrst datt honum í hug að fara
á annað hótel. Skeytingarleysi og
annarleg hrifning á sóðalegri róm-
antíkinni, sem loddi við þessi
gamaldags hótel á meginlandinu,
kom honum til að vera kyrr. Hann
skráði nafn sitt í gestabókina og
fylgdi manninum upp á þriðju hæð,
í gamalli, handsnúinni lyftu.
Herbergi hans með fáeinum, há-
öldruðum húsgögnum, og járn-
rúmið var alveg eins og hann bjóst
við. Hann gáði aðeins að þvf, hvort
það væru blóðblettir eftir sprengd
skorkvikindi, á veggfóðrinu við
höfðalagið, áður en hann lét næt-
urvörðinn fara.
Hann var heldur fljótur á sér.
Þegar hann fór inn í baðherbergið
og skrúfaði frá heita krananum,
andvarpaði kraninn þunglega og
hóstaði svo eins og hann væri með
berkla, og loks kom lítil þúsund-
fætla niður í kerið. Bond skolaði
henni vandlega niður með þv( litla
sem kom af brúnleitu vatni úr
kalda krananum. Þetta fær maður,
hugsaði hann þurrlega, fyrir að
velja hótel vegna þess eins, að
nafnið er skemmtilegt og vegna
þess að hann langaði að losna
undan íburðarmiklu lífi stóru hótel-
anna.
En hann hafði sofið vel, og nú,
þegar hann hafði ákveðið að kaupa
skordýraeitur, ákvað hann að
gleyma óþægindum herbergisins
og snúa sér að dagsverkinu.
Hann fór fram úr rúminu, dró
þungu, rauðu plussgluggatjöldin
frá gluggunum, hallaði sér fram
á járnriðið og horfði á eitt fræg-
asta útsýni ( heimi. Til hægri kyrrt
yfirborð Gullna hornsins, til vinstri
dansandi öldur Bosporus og inn
á milli skökk þök, bænaturnar og
krypplingslegar moskur Pera. Þeg-
ar allt kom til alls hafði hann val-
ið vel. Útsýnið bætti fyrir margar
veggjalýs og mikil óþægindi.
í t(u mínútur stóð Bond og horfði
á glampandi vatnsræmuna, sem
aðskilur Evrópu og Asfu. Svo gekk
hann aftur inn í herbergið sem nú
var upplýst af sólarljósinu og
hringdi á morgunverðinn. Enginn
skildi enskuna hans, en franskan
kom skilaboðunum loks til skila.
Hann skrúfaði frá kalda kranan-
um og rakaði sig þolinmóður upp
úr köldu vatni og vonaði, að aust-
urlenzkur morgunverðurinn, sem
hann hafði pantað, yrði ekki mis-
heppnaður.
Hann varð ekki fyrir vonbrigð-
um. Yoghourt ( blárri kínverskri
postulínsskál var djúpgult og svio-
að þykkum rjóma. Grænar ffkj-
urnar, afhýddar voru að soringa
af þroska og tyrkneska kaffið var
kolsvart með brunabragðinu, sem
gaf til kynna að það var nýmal-
að. Bond borðaði Ijúffengan máls-
verðinn við borð, sem hann dró
út að opnum glugganum. Hann
horfði á gufuskipin og bátana, sem
hann sá líða yfir höfin tvö,
sem hann sá fyrir framan sig um
leið og hann hugsaði um Kerim
og hvaða nýjar fréttir hann fengi
frá honum.
Á slaginu klukkan níu kom þessi
Framliald á bls. 40.
VIKAN 46. tbL — 25