Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 14

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 14
MANFRED MANN MANFRED MANN Allar unglingahlj ómsveitir í heiminum eiga bara einn draum, það að verða númer eitt á vinsældalistanum. — Allar nema Man- fred Mann hljómsveitin. — Það var jafnvel á móti skapi Man- fred Mann að skegg- og gleraugnahópurinn hans komst í fyrsta sæti á enska vinsældalistanum, núna fyrir nokkrum vikum síðan. Fyrsta ágúst sagði organistinn Manfred Mann í samtali: „Ég vil ekki að nýjasta platan okkar „Do wah Diddy“ lendi í fyrsta sæti.“ Blöðin fóru að skrifa „Manfred slær út the Beatles“ eða eitthvað álíka vit- laust. Tveimur vikum seinna er eitt Lundúnarblaðið með fyrirsögnina: „Mann slær út the Beatles!" „Þvættingur," sagði Manfred, „Beatles hafa verið í fyrsta sæti síðastliðnar fjórar vikur, og hafa selt heilan helling af plötum. Einhverntíma verða þeir að flytjast niður, eða er það ekki?“ Manfred er fæddur fyrir tuttugu og þrem árum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Hann er varkár maður í hinni hörðu og þröngu götu sam- keppninnar. Manfred vill ekki að hljómsveitin gangi upp sem sól og hrapi svo niður eins og pönnukaka. Það á að spara fyrstu sætin. „Við hugsum okkur að gera ekki 1964 að okkar ári og síðan neyðast til að hverfa úr allri dýrðinni. Við viljum gjarnan vera á vinsældalistanum 1965 og líka 1984. Það er margt athyglisvert við þessa hljómsveit. Nafnið Manfred Mann t.d., sem túlkast á tvennan hátt í fyrsta lagi sem nafn á organistanum sjálfum og svo nafn á allri hljómsveitinni. Það eru sem sé fimm Man- fred Mann í Manfred Mann, ef skilið er við hvað er átt. Enska dægurlagablaðið Melody Maker komst að raun um hversu erf- itt það er að eiga viðtal við Manfred Mann. „Er þetta Manfred Mann?“ „Já, við erum Manfred Mann.“ „Tala ég í raun og veru við Manfred Mann?“ ,Já, ég heiti Manfred Mann, en við erum fleiri en einn, við erum heill hópur.“ „Jæja, get ég þá spurt þig, Manfred Mann, um eitt?“ „Nei, af hverju mig? Við erum fimm. Af hverju Framhald á bls. 50. ^ — VIKAN 46. tbl. En nú er ilmur liðinna daga endurvakinn með skútusmíði og siglingum á Reykjavíkurtjörn. VIÐTAL: BJAENI SIGTRYGGSSON LJÓSM.: KRISTJÁN MAGNÚSSON — Teiknaðu fyrir mig skip, segir lítill glókollur við háan og þrekinn eldri mann uppi á skrifstofu Lands- símans á Klapparstíg. — Á ég að teikna fyrir þig eitt skip, segir maðurinn og nær í blað niður í skrifborðsskúffu. Úti er greinilegt miðseptember- veður. Haustblær fyllir loftið og gulnuð laufin á trjánum bregða á leik. Undan hægri hafrænunni lyft- ist eitt og eitt lauf, svífur stuttan spöl og hafnar á viðmótskaldri gangstéttinni. — Hérna setjum við mastrið, seg- ir maðurinn við skrifborðið og hnokkinn jánkar við því. — En það vantar skipstjórann; þú verður að teikna skipstjóra uppi á stýrishúsinu, bætir glókollurinn síð- an við. — Alveg rétt .Það vantar skip- stjóra. Eigum við ekki bara að segja, að hann sé inni í húsinu. Skipið er tilbúið og stráksi hleyp- ur ánægður með þetta nýja skip sitt út í haustblíðuna. Maðurinn við skrifborðið heitir Jón Eiríksson, starfsmaður hjá Landssímanum og kennari við Loft- skeytaskóla Landssímans. Hann hef- ur teiknað fleira en eitt skip um ævina, og hann hefur gert meira en að teikna skip, hann hefur einnig

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.