Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 24
007 ' JHKSBMD rannsakaður — ekki aðeins af M, heldur af sameiginlegri nefnd yfir- manna allra deildanna, sem unnu að þessu allan seinnipart dagsins áður og kvöldið. En hvernig sem málum var snúið og þau rannsök- uð, hafði enginn komið auga á hvað Rússland gæti áunnið sér með því. Þeir gætu ætlað sér að ræna Bond og yfirheyra hann. En hvers vegna Bond? Hann var að- eins sendimaður og vissi ekkert um hin meiriháttar mál leyniþjón- ustunnar. I hahs 'höfði fannst ekk- 1 FramhaldiT sagan Eftir lan Fleming 8. hluti Hann horfði niður á sólbökuð héruðin við Genua og dimmblá djúp Miðjarðarhafsins. Hann hætti að hugsa um fortíðina og einbeindi huga sínum að næstu framtíð. — Að þessu starfi, sem hann kallaði sjálfur — að hórast fyrir England. Því það, hvað sem rétt væri annars að kalla það, var það, sem hann var á leið til að gera — að komast yfir, og það mjög fljótlega, — stúlku, sem hann hafði aldrei séð áður, hverrar nafn hann hafði í fyrsta sinn heyrt í gær. Og ailan tímann, hversu falleg og aðlaðandi sem hún kynni að vera — og yfirmaður T hafði lýst henní „mjög falleg" — allan tímann yrði hann að vera með hugann — ekkí við hvað hún væri, heldur hvað hún hefði — heimanmundinn, sem hún flutti með sér. Þetta myndi vera eins og að giftast ríkri konu vegna peninganna. Væri hann fær um að leika hlutverkið? Kannske gæti hann sýnt rétt svipbrigði og sagt rétta hluti, en gæti líkami hans losað sig frá leyndum hugsunum og staðið sig til að sanna þá ást. sem hann lýsti með munninum? Hvernig ættu menn að vera ástríðu- fullir í rúminu, þegar þeir voru með allan hugann við bankabók konunnar? Ef til vill var kynferðis- leg örvun í þeirri vitneskju að rekkjunauturinn var gullpoki. En dulmálsvélin? Þau flugu yfir eyna Elbu og flugvélin lækkaði flugið til lending- ar í Róm. Hálftími leið undir öskr- andi hátölurum Ciampino flugvall- arins, tími til að drekka tvo ágæta Americanos. Svo voru þau komin á loft aftur, flugu í áttina að tánni á Ítalíú og hugur Bonds sneri sér aftur að minnstu smáatriðum í sambandi við stefnumótið, sem nálgaðist stöðugt, með 300 mílna hraða á klukkustund. Var þetta allt saman snúið sam- særi af hálfu MGB, sem hann gat ekki fundíð lykilinn að? Var hann að ganga í gildru, sem jafnvel margslunginn hugur M gat ekki greint? Það var víst, að M hafði áhyggjur af því að slík gildra væri möguleg. Hver snefill af sönnunar- gagni, með eða móti, hafði verið ert, sem Rússar gætu notað, annað en smáatriði varðandi núverandi starf og ákveðið magn af aðferða- upplýsingum, sem ekki gátu skipt miklu máli. Eða þá að þeir hefðu í hyggju að drepa Bond, eins og í hefndarskyni. En hann hafði ekki átt í neinum útistöðum við þá í tvö ár. Ef þá langaði að drepa hann, þurftu þeir ekkki annað en að skjóta hann á götu í London. Eða í íbúðinni hans. Eða að setja sprengju í bílinn hans. Flugfreyjan truflaði hugsanir Bonds. — Gerið svo vel að festa sætisbeltin. Um leið og hún sleppti orðinu lækkaði flugvélin flugið mjög skyndilega og þaut svo upp aftur með Ijótu áreynsluhljóði í hreyflunum. Himinninn fyrir utan varð allt í einu svartur. Regnið buldi á gluggunum. Blindandi blá- ir og hvítir blossar skullu á vél- inni og högg eins og hún hefði orðið fyrir loftvarnarskoti og vél- in hrapaði og lyftist í óveðrinu, sem ráðizt hafði á þau í mynni Adriahafs. Bond fann lykt af hættu. Það 24 — VIKAM 46. tU.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.