Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 34
Skápa- og húsgagnagrip og handföng Dönsk úrvalsvara 100 gerðir Teak - eik - álmur Framleitt af Ludvig M. Larsen Aarhus Umboðsmenn á íslandi: K. Þorsteinsson & Co. UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN Tryggvagölu 10 - Sfmnelnl: Thorexlm Pósthólf 1143 - Reykjavlk - Slml. 19340 RAUÐIR RISAR OG HVÍTIR DVERGAR Framhald af bls. 21. dauf fyrir sjónum stjörnusjárinnar, og er talin vera í 5.000.000.000 Ijósára fjarlægð. Við sjáum hana því ekki eins og hún er núna, heldur eins og hún var fyrir fimm- þúsund milljónum ára, og hún þeytist burt frá okkur með allt að því hálfum hraða Ijóssins (150.000 km á sek). En þá er Ijós það er við sjáum frá henni, lagði af stað, var jörðin ekki orðin til. Margt hafa menn bollalagt um upphaf heimsins. Samkvæmt þeirri kenningu, sem kallast þróunar- kenningin, hefur allt efni sem til er, hvar sem er í alheimi, skapazt í einu vetfangi, fyrir meira en 10.000 milljónum ára og varð þá sú sprenging í þessum þétta og harða kekki, „frumatóminu", sem allt var á einum stað, sem enn stendur yfir, og veldur þenslu heimsins. En það er til önnur kenn- ing þessari gagnstæð, þar sem því er haldið fram, að veröld vor standi á stöðugu, og hafi ævinlega verið til, og muni ævinlega vera til, og þó að gamlar vetrarbraut- ir hnigi í elli sinni og hverfi, komi nýjar í staðinn, og skapast úr engu(?), svo að efnismagn alheims- ins sé stöðugt hið sama. Þessa kenningu er ekki nein leið að styðja með dæmum, því búast má við að hið nýja efni, sem úr engu kemur fram, fari hægt að því, og álíka erfitt um vik að finna það og að finna nýtt sandkorn á Sahara. Samt eru líkur til, að úr þessu fáist skorið áður en langt líður, og einmitt með tilstyrk út- varps-stjörnufræðinnar. Utvarpsbylgjur utan úr geimi eiga sér upptök víðar en í vatns- efnisþokum í geimnum. Gamlar „súpernóvur", svo sem Krabbaþok- an, senda sterkar bylgjur, en sól- in gerir það líka, og aðrar stjörn- ur að líkindum einnig, þó að ekki hafi tekizt að sanna, að svo sé. Upptökin eru oftast hjá fjarlægum vetrarbrautum, og sterkast verður þetta þegar tveimur af þeim slær saman, og er þá ekki svo að skilja, að hver sól rekist á aðra, með geisilegum látum og gný, heldur geta tvær runnið saman í eina án þess að nokkrar tvær sólir rek- ist á, svo rúmt er um þær. En geim- ryk og lofttegundir verða auðvit- að fyrir árekstri, og af því stafa þessar sterku bylgjur, sem unnt er að greina hér á jörð. Martin Ryle, sem starfar við Cambridge, hefur getað greint útvarpsbylgjur frá vetrarbrautum svo fjarlægum, að þær sjást alls ekki í sterkustu stjörnusjám, þar sem slíkir árekstr- ar eiga sér stað. Hér er lykillinn falinn. Þegar við skoðum stjörnu, sem er í 10.000 milljóna Ijósára fjarlægð, sjáum við hana (eða vetrarbraut hennar, réttara sagt) eins og hún var fyrir 10.000 milljón árum. Við APPELSÍN SÍTRÓN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili 34 — VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.