Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 21

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 21
én úr rofunUm verður svo helí- umatóm, og þarf f|ögur vatns- efnisatóm í eitt helíumatóm. En við þennan samruna verður ör- lítið afgangs, sem hið nýja helíumatóm hafnar, og þessum ögnum er nú úthýst úr veröld efnisins, svo þær hljóta að forða sér yfir á það svið tilver- unnar, sem kallast orka, og eiga að líkindum ekki afturkvæmt. Þessi . orka er uppspretta að Ijósi því og hita, sem frá sól- inni stafar, og þannig skilyrði þess að líf þrífist hér. Við út- geislunina tapar sólin á sek- úndu hverri 4.000.000 tonn- um af efnisbirgðum sínum. En það er af svo miklu að taka, að engar verulegar breytingar er að vænta á birtu- og hita- magni hennar á næstu þúsund- um milljóna ára. Allar líkur eru til þess, að hver stjarna eigi sér takmarkað æviskeið, hve langt sem það kann að virðast á mannlegan mælikvarða. Á því leikur ekki vafi, að hver þeirra er orðin til á þann hátt, að þunnt þoku- kennt efni hefur dregizt sam- an í hnött. Af þesskonar ,,ör- löglausu" efni er mikið til og getur verið vel sýnilegt og kall- ast þetta geimþoku. Hin fræg- asta af þeim er í stjörnumerk- inu Óríon. En þegar myndun hnattar er svo langt komið (fyr- ir atbeina aðdráttarafsins), að nægur hiti er til staðar, hefjast kjarnasprengingar, og stjarnan fer að skína. Það var haldið fyrrum, að svokallaðar gular stjörnur (sól- in er ein af þeim) væru að kólna og sólin mundi brátt breytast, verða dimm og rauð. Yfirborðshiti þeirra er 6000 gráður á Celsíus, en fer ört vaxandi eftir því sem innar dregur, og kemst upp í 14.000.000 gráður innst inni. Nú vita menn að þessu er öfugt farið: því eldri sem sól verður, því glaðar „brennur" vatnsefnis- forði hennar, og því bjartar skín hún, en samt er sú breyting ekki örari en svo, að hennar gætir ekki á milljón ára bili. En þá er vatnsefnisforðinn fer að minnka að síðustu, getur orðið snögg breyting á, þgnnig að sólin stækki þá fram úr öllu valdi, og kólni jafnframt og það svo að yfirborðshitinn minnki um helming. Sú tegund stjarna kallast Rauðir risar. Þvermál einnar af allra stærstu stjörnunum, sem þekkjast, Betel- geux í Óríon, er talið vera 400.000.000 km (en sólarinnar aðeins 1.400.000 km). Það var haldið fyrrum, að Rauðir risar væru ungar sólir, sem væru að dragast saman, og ættu fyrir sér að verða miklu heitari og bjartari, jafnframt því sem rúm- tak þeirra minnkaði, unz þæf yrðu sem sólin. En á síðustu áratugum hefur margt komið upp, sem áður var á huldu, og meðal þess það, að Rauðir ris- ar eru gamlar sólir. Að síðustu gerist með skjótum hætti ger- breyting á stjörnum þessum: þær hrynja saman í einn geisi- þéttan og harðan kökk, þar sem efnið nær þeim þéttleika, að ótrúlegt má teljast, og kaliast þá Hvítir dvergar. Utvarpsbylgjur smjúga betur en Ijós gegnum geimryk og geimþokur, og annað, sem á braut þeirra verður, og eru því ómetanlegar ef skoða skal þykknið í miðju Vetrarbrautar- innar, sem annars er hulið „myrkramóðu" af ýmsum gerð- um Náðst hafa útvarpsbylgj- ur frá þokum úr köldu vatns- efni, og hefur tekizt að ákvarða afstöðu þeirra. Síðan er þess- um athugunum safnað og skip- að niður, gerður uppdráttur, og sést þá greinilega gormlögun stjörnusveipsins, og er nú álitið óvefengjanlegt, að hann hafi þá lögun. Lengi hafði menn grunað að svo væri, því allmargar af þeim vetrarbrautum sem utar liggja, hafa einmitt þessa lögun. Það hefur lengi verið álitið, að áf „geimþokum" væru tvær teg- undir; önnur slík sem þokan í Óríon, sem sýnist vera gerð úr lýsandi lofttegund, og þokan mikla í Andromeda, sem reynd- ist vera gerð úr miklum grúa af stjörnum. Herschel hafði dottið í hug sú stórsnjalla til- gáta, að þokur þær sem gerð- ar væru úr stjörnum, væru sjálf- stæðar vetrarbrautir, líkar þeirri, sem við byggjum. Hubble, sem starfaði við Mount Wilson-athugunarstöðina í Kali- forníu, tókst að sanna það, að þokan í Andrómedu væri afar fjarlæg, og hlyti þess vegna að vera utan Vetrarbrautar. Síð- ustu mælingar gefa til kynna, að hún sé í 2.000.000 Ijósára fjarlægð, svo að Ijósið, sem í þaðan berst og við sjáum, hef- ur verið 2.000.000 ár á leið- inni. Athuganir Hubble og samstarfsmanna hans hafa fært okkur heim sanninn um það, að af þessum fjarlægu vetrar- brautum sé ógrynni til, og að flestar séu þær fjarlægari en vetrarbrautin í Andrómedu. Stjörnusjáin á Palómarfjalli, sem er hin öflugasta sem enn er til, hefur sýnt þúsundir milljóna af þeim á myndum, sem teknar eru á löngum tíma, og sjónglerið ásamt holspegl- inum mikla, látið færast til á meðan til samræmis við snún- ing jarðarinnar. Og allar eru þær á hraðri leið í burtu frá okkur, að undanteknum tuttugu og fjórum nágrannavetrarbraut- um, sem halda hópinn ásamt okkar, og mega kallast fjöi- skylda. Varla leikur neinn vafi á þessu, að þær eru allar að þeytast í burtu. Það þykir sann- ast af því, að Ijósið frá þeim roðnar lítið eitt, og er þetta alkunnugt fyrirbrigði, ef bjartur hlutur fjarlægist með ofsahraða. Hin fjarlægasta af þeim sem greindar hafa verið, er afar Framhald. á bls. 34. Hvítir dvergar eru meðal hins allra furðulegasta af him- inhnöttum. Sumir þeirra eru talsvert minni en jörðin, þó að efnismagnið sé sambærilegt við efnismagn sólarinnar. Tonn af efni slíkra stjarna kæmist auð- veldlega fyrir í fingurbjörg. í Hvítum dvergum gerast engar kjarnasprengingar, því efnið til þess er fyrir löngu til þurrðar gengið og þær lýsa dauft og stendur svo óbreytt um óra- langan tíma. Af Hvítum dvergum er lík- lega afarmikið til í Vetrarbraut- inni, en þær eru svo daufar, að þær verða ekki greindar nema þær séu mjög nálægar, og enginn Hvítur dvergur er sýnilegur beru auga. Þó að ýmislegt bendi til þess, að sól okkar séu sömu örlög ætluð, má ekki gleyma því, að þekk- ingin á þráun stjarnanna er ófullkomin enn. Við getum að- eins tekið við þeim þekkingar- molum, sem fyrir hendi eru og reynt að vinna úr þeim, en hvenær sem nýtt bætist við, sem kollvarpar eldri kenningum, þá er skylt að hafa það heldur, svo framarlega sem rökin stand- ist. Til ber það, að stjarna bloss- ar upp af skelfilegu afli, lýsir afar skært um stuttan tíma og hverfur svo aftur. Þetta köllum við nóvur eða nýstirni. Stund- um er afl og ofsi sprengingar- innar svo mikill, að stjarnan slokknar ekki aftur, en heldur áfram að lýsa jafnskært um langan aldur, og kallast þá súpernóva. En ekki stendur slík stjarna á stöðugu, heldur þenst óaflátanlega, og breytist í mökk. Ein af þessum stjörnum sprakk út árið 1054, að því er kínversk fræði herma, og er hún nú umbreytt orðin í slíkan mökk og kallast hann Krabba- mökkurinn. Hann sóst í litlum stjörnukíki, og má sjá í stærri kíkjum hvernig þessi skínandi lofttegund flæðir út frá miðju, einmitt þar sem sprengingin varð forð- um. Enginn veit með vissu hverjar eru orsakir slíkra stórmerkja, en líklega eru einhverjar þær ástæður fyrir hendi niðir í djúpum hins mikla eldhafs, sem valda því að kraftar stjörnunnar losna úr böndum og ærast svo með slíkum býsnum, að af verður það jötunbál, sem skín „um heim allan", svo að einstök „súper- nóva" verður greind jafnvel handan um það djúp, sem skilur vetrar- brautir að. Á síðustu árum hefur þróazt ný grein innan stjörnufræðinnar, sem kallast út- varpsstjörnufræði, og með tilstyrk hennar hefur sannazt, að Vetrarbrautin er að lögun sem gormsveipur. Útvarpsfirðsjáin tekur við langbylgjum á sama hátt og stjörnusjá tekur við Ijósi og safnar því í safngler sitt. Úr þessu (hinu fyrrnefnda) verður engin sýnileg mynd, en engu að síður eru þessar athuganir hinar mikils- verðustu, og þó að ekki sé lengra en sem svarar þremur áratugum, að hinar fyrstu voru gerðar, hafa þær fært stjörnufræðingum þekkingu, sem með engu öðru móti hefði verið unnt að eignazt. Útvarpsfirðsjár eru af ýmsum gerðum, en frægust er sú, sem athugunarstöðin Jodrell Bank hefur. Það eru liðin níu hundruð ár síðan kínverskir stjörnufræðingar urðu varir stjörnu, sem bloss- aði upp með svo gífurlegu afli, að spreng- ingin stendur enn yfir, en er umbreytt í mökk, sem sést nærri Krabbamerkinu. VIKAN 46. tbl. — 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.