Vikan


Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 15

Vikan - 12.11.1964, Blaðsíða 15
smíðað mörg. Að vísu eru skip Jóns ekki gerð til þess að kljúfa hvassar bárur úthafanna, en engu að síður eru það skip, sem hann hefur smíð- að í tómstundum sínum. Á heimili Jóns Eiríkssonar, að Bárugötu 36, getur að líta kapp- siglara af mörgum gerðum með fullum seglaútbúnaði. — Hvenær fékkst þú fyrst áhuga á skipasmíðinni, Jón? — Ég byrjaði á þessu þegar ég var smástrákur. Þá smíðaði ég kútt- era, en var óttalegur klaufi og þeir gátu aldrei siglt vel hjá mér. Samt var ég alltaf að eiga við þetta, allt þar til ég fór á sjóinn. — Á hvaða skipi varstu? — Ég var á togara. Max Pemb- erton hét hann. Ég var þar loft- skeytamaður. Það var svo einu sinni, að við vorum í Cuxhaven. Það var árið 1934 eða 35. Við vorum að sigla út úr höfninni, þegar við sigldum beint á skip, sem lá þar. Það var mikil þoka, svo við sáum skipið ekki vel. Við höfðum nú ekki radar í þá daga. Jæja, skipið tók að sökkva, svo við björguðum mannskapnum um borð og reynd- um að koma skipinu að landi, en það tókst auðvitað ekki. Það sökk þarna, svo við urðum að dúsa í landi i nokkra daga vegna sjó- prófa. Maður var hálf blankur þá og hafði lítið við tímann að gera, svo ég keypti litla skútu til að gefa syni mínum þegar ég kæmi heim aftur. En svo fór ég niður að höfn- inni og fór að prófa skútuna. Ég lét hana sigla fram og aftur og gleymdi mér alveg við leikinn. Eft- ir það var áhugi minn á þessum litlu skipum vaknaður fyrir alvöru. Ég notaði alla mina frítíma um borð til að smíða kappsiglara og las mig til um það, hvernig ætti að teikna og smíða skip. — Áttu mikið til af skipunum þínum ennþá? — O, nei, nei. Ég hef verið að gefa þetta mikið frá mér. Það er ekekrt pláss til að geyma það hérna. Við gengum niður í kjallara, þar sem Jón geymir skipin sín og þar útskýrði hann fyrir mér hvernig öll þessi segl, stýri og krókar unnu. Skipin eru hin mestu völundarsmíð og allar þessar litlu trossur og fest- ingar hafði hann smíðað sjálfur. — Þú hefur sýnilega haft mik- inn áhuga á skipum. — Þótt undarlegt megi virðast, þá hef ég alltaf haft meira gaman af að skoða skip á þurru landi en úti á sjó. Það er áhuginn fyrir lag- inu og línunum sem gerir það. Ég reyni all'taf að forðast að 'setja hverskonar aukahluti á skipin. Þú sérð að það eru engir gluggar á þeim. Og þegar ég setti fjarstýr- inguna í þennan kappsiglara, þá varð ég að breyta honum talsvert. En hann varð ekki eins skemmti- legur í siglingu á eftir. Nei, hann fór miklu hægar. Ég legg mest upp úr hraðanum. — Af hverju hættir þú á sjónum, Jón? Framhald á bls. 49. «•> ' V ; !! j! ■XW*** ..V.V.N ÍNnvsv v\ V '•■■■■ '■ ■'' > \ . .SB >-••-■• -•O »«•:-:-••• <5 Kappsiglarinn tekur strikið beint yfir tjðrn- ina, frá eystri bakkan- um og stefnir beint til vesturs. ÞaS er meS hann eins og landkönn- uðina í gamla daga, aS ef þeir sigla bara nógu lengi i sömu átt, þá hljóta þeir aS koma einhversstaSar aS landl aftur. Allavega þegar þeir sigla á tjörninni f Reykjavík. En það eru ekki all- ir ánægðir með þetta furðuskip. Endurnar, sem búa á tjörninni, eru ekkert hrifnar af þessum óboSna gesti. Kannske þetta sé þýzk- ur svanur þarna á ferS- innl, — og þá er eins gott að forða sér. ■C.> bað er mikið nákvæmisverk að ganga frá öllum hlutum á þessum litiu skipum áður en þau láta úr höfn, — en Jón telur ekki eftir sér handtökin. ' - . •;••- • ,, <:■■'' ' - •-,--

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.