Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 12.11.1964, Qupperneq 16

Vikan - 12.11.1964, Qupperneq 16
\ ss, s: t . _ '■ 'i’ <■- - * 's í ! JU, :v. ' ' : ::; /vvv: ■-■■ L L á . , -O- Hvað sera segja raá um Napóleon, |>á verður því ekki neitað, að hann var snillingur í hernaðarlist; sá jafnan veilurnar f herstjórn andstæðinganna og notfærði sér það með leifturhraða. Hér er teikn- * ing sem sagt er að Napóleon hafi haft miklar mætur á, en hún sýnir þau augnablik þegar La Grande Armée, franski herinn, rekur smiðshöggiS á orrustuna við Austerlitz og flótti brestur á lið Rússa ■ : og Austurríkismanna, Napóleon er á hvítum hesti vinstra megin. Xil • hægri sjást herfangar leiddir fram. Riddaraliðið er Iátið ráðast á orrustustaðinn úr þrem áttum. í baksýn eru Pratzen-hæðir. Orrustan við Austerlitz er ein frægasta orrusta veraldarsögunnar og Fransmenn minnast þess enn í dag með allmiklu stolti, þegar Napóleon sigraði sameinað lið Rússa og Austurríkismanna 2. desember 1805. Dagur Þorleifsson tók saman. Árið 1805 var Frakkland voldugast allra ríkja á meg- inlandi Evrópu. Undir forystu lágaðalsmannsins frá Korsíku, eins mesta ævintýrahróks veraldarsögunnar, hafði það borið sigurorð af öllum keppinautum sínum, að undanskildum einum. Bretland var ennþá ósigrað; það var óhult að baki sinna gömlu ,,.timburmúra“. Og það var ekki nóg með það, að floti Frakka væri rekinn af heimshöfunum og nýlendur þeirra herteknar, heldur voru Bretar einnig óþreytandi við að espa hin og þessi meginlandsríki til áframhaldandi fjandskapar við þá. Þetta tókst furðanlega, því Bretar höfðu þá orðið mikil viðskiptasambönd á meginlandinu og áhrif í skjóli þeirra. 1805 tókst enskinum þannig að spana Rússa og Aust- urríkismenn til stríðs við Frakka, þriðju sambandsstyrj- aldarinnar, sem svo hefur verið kölluð í sögunni. Rúss- ar áttu þá mikið undir verzlun við Breta og auk þess var þeim engan veginn vel við að eitt og sama ríkið næði töglum og högldum á meginlandi Vestur-Evrópu. Hvað Aucturríkismenn snerti, þá höfðu engir farið jafn 16 - MKAN 46. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.