Vikan

Eksemplar

Vikan - 07.01.1965, Side 43

Vikan - 07.01.1965, Side 43
VEGGOFNAR... Framhald af bls. 39. er aðeins þar sem einhverra hluta vegna er ekki hægt að hafa borð- in nógu breið, að svona skápar eru til þæginda. Við venjulega borðbreidd, 60 cm, er engin hætta á að fólk reki sig upp undir skáp- ana, og þar eru þessir skápar því með öllu óþarfir. En þeir eru gott dæmi um, hve smitandi allar nýjungar eru hér — án til- lits til þess, hvort þær hæfa að- stæðum eða ekki. Sama má segja um þessa háu sökkla, sem margir hafa undir skápunum núna. Sé plássið lítið finnst manni óþarfi að eyða þarna 30 cm, sem hefði getað orðið skápapláss. 10 cm ætti að vera nóg til að fá pláss fyrir fæturna. ★ Ástir á Suðurhafseyjum Framhald af bls. 15. sem byggður var á allt öðrum grunni en við þekkjum til. Hin pólýnesísku þjóðfélög voru kollektív í bókstaflegasta skilningi þess orðs. Hagsmunir heildarinnar gengu fyrir öllu öðru, mikilvægi hvers einstakl- ings var miðað við það eitt, að hve miklu gagni hann gæti orðið fyrir samfélagið. Samkvæmt þessum skilningi óttu þeir einstaklingar, sem talið var að yrðu samfélaginu til byrði, lítinn sem engan tilveru- rétt. Því bar að þurrka þó út, frem- ur en að lóta þá líða neyð eða orsaka neyð meðal þjóðbræðra sinna. dþ. Smjörlíki í smjörið... Framhald af bls. 11. mál skuli leyst, svo jafnrétti náist. — Er þá hver höndin upp á móti annarri innan kvenrétt- indasamtakanna? — Eins og ég sagði áðan, eru miklar og einstrengingslegar deilur um þessi mál á hinum Norðurlöndunum. Það er kann- ski ekki eins mikið hér. — Fer orkan þá mest í inn- byrðis togstreitu, en minna í baráttu út á við? — Það er að minnsta kosti ekki unnið nóg út á við. Enda við erfiðan að etja, þar sem eru aldagamlar venjur, lög og al- menningsálit. Annars sýna nýj- ustu rannsóknir, að konurnar eru að verða eins konar lág- stétt i atvinnulífinu, af þvi yfir- leitt eru þær í lægst launuðu stöðunum, sem stafar meðal ann- ars af þvi, að giftu konurnar, sem vinna úti, hafa ekki aðstöðu til þess að taka að sér ábyrgð- armikil og vel launuð störf, eða þær geta ekki unnið nema hálf- an daginn, sem gefur lítið í aðra hönd og ennfremur eru mörg madur dagsl KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR t þau störf, sem jafnan hafa ver- ið talin kvennastörf, af gömlum vana lægra metin en hliðstæð karlmannastörf. — Er þetta ekki að breytast hér? — Maður vonar, að svo sé, en hér hafa engar rannsóknir verið gerðar eins og i Noregi og Svíþjóð. Það er ekki efnilegt, ef konurnar verða eftir i lág- launaflokkunum, þegar þar við bætist, að giftar konur eru eins konar öreigastétt á heimilunum lika, samkvæmt hjúskaparlögun- um. Það er langt i land með jafnréttið og jafnvægið í aðstöðu milli karla og kvenna almennt, og milli hjóna. — Nú vitum við bæði, að þetta er ekki svona i framkvæmd hvað heimilið snertir, þótt það sé þannig samkvæmt lagabók- stafnum. — Nei, hjúskaparlögin sem slik eru ekki svo áhrifamikil hjá venjulegum hjónum i dag- legu lifi. — Enginn eiginmaður held- ur á lagakompunni fyrir framan sig og bendir konunni sinni á, að hann eigi ekki að láta hana hafa nema ákveðna upphæð á viku. — Nei, nei. Ég býst við, að fæstir þeirra hafi nokkra hug- mynd um, hvað i lögunum stend- ur. Og konurnar ekki heldur. En eiginmaðurinn er yfirleitt talinn einu framfærandi fjöl- skyldunnar, svo sem i mann- tölum og eftir skattalögunum. Það er aðeins, ef konan hefur fullt starf utan heimilis, að hún telst vera sjálfstæður framfær- VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.