Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 2
HARÐVIBARINNRÉTTINGAR ÚR HOLPLÖTUM MEÐ RÝMI FYRIR LEIÐSLUR OG RÖR E R ÓDÝRASTA INNRÉTTINGAREFNIÐ, SEM VÖL ER Á SPÓNLAGÐAR HOLPLÖTUR 240x124 cm. Verð fró kr. 270,00 ferm. SPÓNLAGÐAR SPÓNAPLÖTUR 240x124 cm. Verð frá kr. 130,00 ferm. PANILAR frá 20 cm til 60 cm breidd. Lengd 250 cm. STOFU - BELINGA PARKET BEUNGA frá kr. 400,00 ferm. — EIK frá kr. 430,00 ferm. -PARKET Er sérstakur harðviður, sem staðizt hefur bæði vatnsflaum á gólf; og mjáa kvenskóhæla. LeitiS nánari |QQ| IQJ H PFAFF HÚSia upplýsinga I U I LflU I J Skólavörðustig 1A - Sími 24940 l í FULLRI HLVÖRU Hvað veiztu um vín? Einhvers staðar las ég það, að barir væru fleiri í Reykjavík en nokkurri annarri borg, miðað við þessa venjulegu höfðatölu. Og þá skyldi maður ætla, að borgarbú- ar kynnu flestra víntegunda skil, hvernig bæri að blanda þeim saman og við hvaða tækifæri á að drekka hvaða tegundir eða blöndur, en af slíkri þekkingu risi svo aftur traust vínmenning, j svo menn yrðu aldrei ölvaðir og | gerðu því aldrei nein glappaskot j í ölæði. En það er nú einhverju öðru nær. Uppi um allar hillur bar- anna eru fallegar og girnilegar flöskur, en sá sem inn kemur veit ekki hvað þær hafa inni að halda, hvort drykkurinn með þessu franska eða ítalska nafni er ætl- aður til að drekkast einn ellegar á að blanda honum saman við einhvern annan, hvort hann er bragðljúfur og hressandi, eða eit- urvondur og til þess eins að gera drekkandann út úr fullan. Og eftir að hafa nokkrum sinnum gjóað forvitnislega á flöskurað- irnar, er venjulega gripið til þess gamla fangaráðs að biðja um eitthvað, sem allir vita hvað er: Asna, Cuba libra, viskí og sóda o. s. frv., sem sagt viðurkennda, sterka drykki, sem bornir eru fram í glösum stærri en vatns- glös og drukknir á svipaðan hátt og vatn, eins og til þess að slökkva þorsta. Ég spurði barþjón að því á dög- unum, hvers vegna barstjórar létu ekki liggja framini á börun- um pésa með yfirliti yfir helztu víntegundir, kokkteila og blönd- ur, þar sem menn gætu lesið sér til um eiginleika hvers drykkjar. hversu áfengur hann væri, sætur eða súr, ljúfur eða beiskur. Og barþjónninn svaraði: Það er bannað að auglýsa vín, og þetta flokkast undir auglýsingar. Ég á erfitt með að sætta mig við, að þetta sé rétt. Það er við- urkennt, að fáfræði sé undirrót allra lasta og menning og mennt- un haldist í hendur. Það hlýtur einnig að vera þannig í áfengis- ' málum: Að fræðsla um vín og þekking á vini dragi að marki úr misnotkun þess. Sjálfsagt eru - það andstæðingar vins í allri mynd, sem knúið hafa fram aug- lýsingabannið, en það getur ekki verið vilji þeirra, að halda fólk- inu í því miðaldamyrkri, að það kunni ekki að biðja um neitt nema viskí, asna og brennivín og ekki að drekka til annars en að tapa glórunni. sh

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.