Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 8
Angelique Framhald af bls. S — Hversvegna veðjið þið ekki að Þið séuð fífl? hreytti hún út úr sér. — Á þann hátt myndi enginn tapa. Hún skildi hann eftir orðiausan. Það iá við, að Philonide de Parajonc fengi taugaáfall: -— Það vantaði svo sem ekki, að svarið var tilfyndið, en hað var eitthvart lágstéttarbragð að því. Þú kemst aldrei áfram i setustof- unum ef. . .. -— Ó, Philonide, hrópaði Angelique og nam snöggiega staðar. — Sjáðu. . . . Þarna! — Hvar? — Þarna, endurtók Angelique, og rödd hennar var orðin að hvísli. Fáein skref frá þeim, við grænan runna, stóð hávaxinn ungur mað- •ur og hallaðist kæruleysislega upp að undirstöðu marmarastyttu. Hann var einstaklega fagur og glæsilega klæddur að auki. Möndlugræn fiauelsföt hans voru brydduð með gulli og útsaumuð með sama þræði, með myndum fugia og blóma. Þetta var dálítið íburðarmikið, en fallegt. Hvitur hattur með grænum fjöðrum sat á miklu ljósu hári hans. Eins og innrammað af iiósum lokkunum var rjótt og hvítt andlitið, örlítið púðrað, skreytt með Ijósu yfirskeggi, fínlega snyrtu í mjóan renning. Augu hans voru stór með einskonar bláum lit, sem endurvðrpuðu grænni birtunni i skugganum af laufguðum trjánum. Svipur aðalsmannsins var tiáningarlaus og augu hans stöðug. Var hann að dreyma? Var hann að hugsa eitthvað? Blá augu hans störðu á ekkert eins og ósjáandi. í þeim var einhver annarlegur kuldi. Hann virtist ekki taka eftir þeim áhuga, sem hann vakti. —•. Jæja, Angelique, sagði Mademoiselle de Parajon þurrlega. — Þú ert svo sannarlega gengin af göflunum! Að stara svona á karlmann er hræðilega lágstéttarlegt. — Hvað. . . . Hvað heitir hann? — Þetta er du Plessis de Belliére, markgreifi. auðvitað! Hvað er svona sérstakt við hann? Hann er s.iálfsagt að bíða eftir kærustunni 'sinni. Ég skil ekki, af hverju þú, sem hefur ofnæmi fyrir petits-maitres, stendur þarna eins og þú hafir skotið rótum allt i einu. — F-fyrirgefðu, stamaði Angelique. Eitt andartak hafði hún aftur orðið að lítilli st.úlku og gleymt sér i aðdáun. Philippe! Fýlulegi. stóri frændinn. Monteloup og lyktin i borð- stofunni, þar sem hitinn af súpunni vakti myglulyktina upp úr rökum borðbúknum. Minningar sársauka og sætleika! Þær gengu fram hjá honum. Hann virtist taka eftir þeim, hreyfði sig aðeins; snerti hat.tinn sinn letilega í kveðjuskyni. — Hann er við hirð konungsins. er það ekki? spurði Angelique, þegar þær voru komnar úr heyrnarmáli. —• Jú. Hann fór i stríðið með hans hágöfgi orinsinum, þegar hinn síðarnefndi var ennþá með Spánverjunum. Siðan hefur hann verið skipaður veiðistjóri við hina konunglegu úlfaveiði. Hann er svo fallegur og svo hrifinn af stríði. að konungurinn kallar hann Marz, Samt sem áður eru hræðilegir hlutir sagðir um hann, — Hræðilegir hlutir? Eins og hvað? Mademoiselle de Parajonc flissaði örlitið. — Þarna er þér rétt lvst! Það snertir þig inn að hiartarótum, ef einhver revnir að kasta rvrð á þennan fallega, unga guð! En bað eru allar konur eins og þú. Þær hlaupa á eftir honum og ^að líður yfir þær, begar þær siá hann Þær unna sér ekki hvíldar, fyrr en þær hafa skreiðzt upp i til hans En þá skipta þær um sönglag. Já, já. Armande de Oircé og mademoiselle Jacari hafa sagt mér í trúnaði. . . . Þessi fallegi Phiiippe virðist biíður og kurteis. Hann er utan við sig og fjarhuga eins og gamall menntamaður. En í ást er hann sérstakur hrotti: Venju- legur hestasveinn svnir konu sinni meiri tillitssemi, heldur en hann ástmeyjum sinum. Allar þær konur, sem hann hefur tekið í fang sér, hat.a hann.... Angelicue hlustaði aðeins með öðru eyra. Að sjá Philippe, þar sem hann hallaði sér upp að marmarastyttunni, hreyfingarlaus og næstum óraunverulegur eins og vfirskilvitleg vera, ýtti allri skynjun til hiiðar. Hann hafði tekið i bönd hennar I gamla daga til að dansa við hana. Það var í Chateau de Plessis, stóru, hvítu höllinni í Nieul skóginum. — Það er svo að heyra að hann sé sérstaklega hugmyndaríkur að finna upp einhverjar píningar handa ástmeyjum sínum, hélt Philonide áfram. — Hann barði Madame de Circé svo hræðilega fyrir smá yfir- sjón, að hún gat ekki hrevft sig í viku og það kom sér mjög illa fyrir hana. vegna eiginmanns hennar. Og þegar hann er i orrustu og fer með sigur af hólmi, hagar hann sér þannig, að það er hreinasta hneyksli. Herflokkar hans eru álitnir skelfilegri heldur en hins illa Jean de Werth. Þeir ráðast á allar konur. jafnvel í kirkjum, og taka þær með ofbeldi án þess að skeyta um nokkurn skapaðan hlut. 1 Norgen safnaði hann saman dætrum allra fyrirmannanna og hálfdrap þær, vegna þess að þær sýndu honum mótþróa. og eftir að hafa notað þær heila nótt í svallveizlu ásamt liðsforingium sínum, lét hann þær ganga rétta boð- leið til undirmannanna. Fjöldinn allur af þeim dó að lokum eða urðu brjálaðar. Hefði ekki hans hágöfgi prinsinn tekið fram fyrir hendurnar á honum og siðar hér heima komið fram fyrir hans hönd, hefði Philippe du Plessis áreiðanlega fallið í ónáð. — Philonide, þú ert afbrýðissöm gamaljómfrú! hrópaði Angelique, gripin skyndilegri reiði. — Þessi ungi maður er ekki og getur ekki verið sú ófreskja, sem þú segir. Þér þykir aðeins gaman að fá tækifæri til að auka enn á kjaftasögurnar, sem þú hefur safnað saman um hann. Mademoiselle de Parajonac nam snögglega staðar og fnæsti af hneyksl- un. — Eg!.... Kjaftasögur!.... Þú veizt, hvað ég fyrirlít þessháttar. Ég með kjaftasögur!.... Ég gæti þess svo sannarlega að koma ekki nálægt slíku. E'f ég segi eitthvað af þessu tagi, er það vegna þess að það er satt! — Nú, en sé það satt, er það ekki allt saman honum að kenna, sagði Angelique. — Hann er þá þannig af því að konur hafa sært hann, vegna þess hve fagur hann er. — Hvernig.... Hvernig veiztu það? Þekkirðu hann? — .... Nei. g VULAN 8. tbl. — Nú, þá ertu brjáluð! hrópaði Mademoiselle de Parajone, blóðrjóð af reiði. — Ég hélt ekki að þú myndir láta svona þorpara snúa á þig. Vertu sæl.... Hún skildi Angelique eftir þar sem hún stóð, og skálmaði af stað í áttina að hliðinu. Angelique átti ekki annars kost en að elta hana, Þvi hún vildi ekki stofna til óvináttu við Mademoiselle Parajonc. Henni þótti vænt um kerlinguna. Ef Angelique og sú gamla hefðu ekki rifizt þennan dag í Tuileries vegna Philippe de Plessis Belliére, myndu þær ekki hafa farið svona snemma úr garðinum. Og ef þær hefðu ekki farið úr garðinum á þess- ari stundu, hefðu þær ekki orðið fórnarlamb ruddalegrar framkomu þjónanna, sem biðu fyrir utan hlið garðsins. Monsieur de Lauzun og Monsieur de Montespan hefðu ekki háð einvígi vegna hinna dásamlegu, grænu augna Madame de Morens. Og Angelique hefði ef til vill orðið að bíða langa stund enn, áður en hún gæti tekið að umgangast hina stóru í þessum heimi. Sem sýnir, að stundum getur gott hlotizt af því að vera orðhvatur og snöggur upp á lagið. Þar sem samkvæmt skilti á garðshliðinu var bannaður aðgangur fyrir ..þjóna og lýð", stóð ávallt utan hliðanna mikill hópur þjóna og ekla, sem gjarnan spiluðu og veðjuðu til að drepa tímann meðan Þeir biðu eftir eigendum sjnum, ef þeir voru þá ekki að slást eða drekka í kránni á horninu. Þennan dag höfðu þjónar de Lauzun hertoga stofnað til veðmáls. Þeir ætluðu að gefa hverjum þeim ærlega í staupinu. sem væri nógu frakkur til að fletta upp um fyrstu hefðarkonuna, sem kæmi út úr Tuileries. Tilviliunin haeaði því þannig til að fyrsta hefðarkonan var Angelique, sem hafði náð Philonide og var nú að reyna að róa hana. Áður en henni var ljóst hvað var að gerast, fann hún að um hana greip hávaxinn, grannur Þjónn sem angaði af víni, og sneri pilsum hennar við á ruddalegasta hátt. Um leið lét hún höggin dynja á andliti hans. Mademoiselle de Parajonc rak upp skræki eins og páfagaukur. Aðalsmaður, sem var i þann veginn að fara upp í vagninn sinn, sá hvað var að gerast og gaf mönnum sínum bendingu. Þeir urðu tækifær- inu fegnir og þutu að þjónum Monsieur de Lauzun. Það kom til nokk- urra átaka. en svo náðu menn aðalsmannsins yfirhöndinni. Hann fylgd- ist með ásamt hópi áhorfenda og hrósaði mönnum sínum með miklum hávaða. ' Svo gekk hann til Angelique og heilsaði henni. — Kærar þakkir, Monsieur. fyrir afskipti yðar af þessu máli. Hún var bálreið og auðmýkt. en framar öllu öðru skelfd, þvi að minnstu munaði að hún refsaði skálkinum siálfum á sama hátt og hún var vön að gera í Rauðu grímunni, og þá hefði hún kryddað lexiuna með nokkrum velvöldum orðum úr orðaforða Marquise des Polacks. Allt sem hún hafði lagt á sig til að verða aðalskona á ný, hefði á samri stundu hrunið til grunna. Daginn eftir hefðu konurnar i Marais verið við suðumark yfir þeim atburði. Þess í stað ákvað hún að verða máttvana, já. láta ef til vill líða pínulítið yfir sig, samkvæmt venju hinna veluppöldu. — ó, Monsieur. ... en sú svívirða! Þetta var hræðilegt! Að verða þannig fórnarlamb þessara skítugu þrælmenna....! — Róið yður, Madame, sagði hann og studdi hana styrkum armi. Þetta var myndarlegur. skæreygur, ungur maður og hljómfallið í rödd hans varð ekki misskilið. Þetta var Gasconi, á því lék ekki minnsti vafi. Hann kynnti sig: Louis Henri de Pardaillan de Gondrin, Sieur de Pardillan og fleiri staða, de Montespan markgreifi. Nafnið kom Angelique kunnuglega fyrir eyru. Þessi maður var af einni elztu og göfugustu ætt í smábænum Guyenne. Hún brosti lokk- andi. og markgreifinn, sem greinilega var ánægður með þennan fund, krafðist bess að vita, hvar og hvenær hann gæti fengið fréttir af heilsu hennar. Hún vildi ekki gefa upp nafn sitt en svaraði: — Komið til Tuileries á morgun, á sama tíma. Ég vona, að kringum- stæðurnar verði þá heppilegri og geri okkur fært að eiga ánægjulegar samræður. — Hvar á ég að bíða eftir yður? — Við bergmálsrunnan. Það var heillandi fyrirheit. Bergmálsrunninn var mjög vinsæll staður til rómantískra stefnumóta. Glaður i bragði kyssti markgreifinn á hönd- ina, sem hún rétti honum. — Eruð þér með vagn? Má ég aka yður heim? — Vagninn minn er ekki langt undan, sagði Angelique, sem vildi ekki láta hann sjá fátæklegt föruneyti sitt. — Við sjáumst þá á morgun, fagra kona. Að þessu sinni strauk hann léttum kossi um vanga hennar og skálm- aði svo hressilega af stað í áttina að vagni sínum. — Þig skortir alla hlédrægni.... byrjaði Mademoiselle de Parajonc. En einmitt í því bili kom de Lauzun hertogi út um hliðið. Þegar hann sá ástand þjóna sinna- einn var að spýta út úr sér tönnunum, annar var með blóðnasir, allir voru þeir rifnir og óhreinir —; rak hann upp hátt reiðiöskur í falsettum. Þegar honum hafði verið tjáð hvað komið hafði fyrir menn hans, hrópaði hann: .—. Þeir þjónar og húsbóndi þeirra ættu skilið að vera barðir með stöfum. Menn af þeirra tagi eiga ekki skilið að vera snertir með sverðum. De Montespan markgreifi var ekki enn seztur upp í vagninn sinn. Hann þaut niður götuna, hljóp á eftir de Lauzun og greip í handlegg hans. De Lauzun snarsnerist á hæl, en de Montespan greip báðum höndum um hattbörð hans og keyrði hattinn niður fyrir augu um leið og hann lýsti því yfir„ að de Lauzun væri þorpari og lítilmenni. Andartaki síðar blikaði á sverð og Gasconarnir tveir hófu einvlgi fyrir augum sífjölgandi, áhugasamra áhorfenda. — Herrar minir, í guðs nafni, hrópaði Mademoiselle de Parajonc. — Það er bannað að heyja einvigL Þið munið báðir sofa í Bastillunni í nótt. En aðalsmennirnir tveir tóku ekkert tillit til Þessa skynsamlega spá- dóms en brugðu bröndum í ákafa meðan mannfjöldinn sýndi aðgerðar- lausan mótþróa svissnesku varðliðunum, sem reyndu að ryðjast í gegn til slagsmálahundanna. Að lokum heppnaðist de Montespan markgreifa að særa de Lauzun i lærið. Péguilin riðaði og sleppti sverði sínu. ÖH réttlndi áskilin. Opera Mundi. Paris. Framhald I næata blaSL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.