Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 18
 • ■ tmzz • - „i m M Iftf H V-w. • • ,•••■ : •••':•:'•••,•• 'y: , v : ; : lllLÍLÍ::! — — Húsið sem sést á þessum mynd- um, stendur á horni Einimels og Hofsvallagötu og hefur vakið at- hygli vegfarenda fyrir glæsileik og snyrtilegan frógang. Þetta hús hef- ur Kjartan Sveinsson teiknað og gert því þau skil, sem eigendurnir, Einar Þorsteinsson, skrifstofustjóri, og kona hans, Dóra Halldórsdóttir, eru svo ánægð með sem verða má. Enda tekur maður strax eftir því' við fyrstu sjónhendingu, hvað allir hlutir fara vel, svo sem aðeins get- ur orðið, þegar hverjum hlut er fyrirfram ákveðinn staður. Samtals er húsið 204 fermetrar. Undir svefnherbergisálmu er kjall- ari og gengið hálfa hæð niður í hann en hálfa hæð upp í svefn- herbergin. Þau eru þrjú og bað- herbergið glæsilegt með löngu borði og tveim vöskum, innfelldum. Inn af baðherberginu er sérstakt fataherbergi með skápum. í kjall- ara er geymsla, bílskúr, kyndiklefi og þvottahús. Inn af eldhúsinu hef- ur húsmóðirin vinnuherbergi til þess að ganga frá þvotti og raunar hægt að þvo þar líka. i húsinu er lofthitunarkerfi, nema í svefn- herbergjunum. Þar eru ofnar. Stof- an er stór og glæsileg og bóka- safninu er smekklega fyrir komið f einskonar skrifstofu eða leskrók, sem opnast inn í stofuna. Húsið er annars úr steinsteypu, útveggir sem innveggir og einnig þakið er steypt. Margir fagrir munir prýða heimil- ið; eitt af sterkustu málverkum Kjarvals af Snæfellsjökli er á heið- ursstað í stofunni, en auk þess eru þar málverk eftir Kristínu Jónsdótt- ur, Þorvald Skúlason, Magnús Jóns- son, prófessor, Guðmund frá Mið- dal og Höskuld Björnsson. Sérstök ástæða er til að geta um eina mynd Höskuldar af gömlum bæ, sem beð- ið var með að rífa, unz listamað- urinn væri búinn að „bjarga" hon- um. Það er frábær mynd og vitn- ar um það, hvað Höskuldur var góður listamaður. Einn veglegasti gripurinn á heimilinu fannst mér stórt vegg- teppi, sem húsmóðirin saumaði ár- ið 1946, meðfram heimilisstörfum að sjálfsögðu. Þetta teppi er saum- að eftir gömlu, íslenzku teppi, sem nú er varðveitt í Victoria and Albert Museum í London. Talið er, að það sé saumað um 1700 af Þorbjörgu konu Páls lögmanns Vfdalín f Vfði- dalstungu í Víðidal. Fjórar mynd- ir eru á teppinu og sýna Abraham og ísak, innreið Krists f Jerúsalem, Móses og Faraó og Móses með lagaspjöldin. Það eru hlutir eins og þessi, sem sjást því miður á of fáum nútíma heimilum og sumt fólk gengur með þá grillu, að það sé ekki rpóðins að hafa hannyrðir uppi. En vefnað- ur og útsaumur hefur í aldaraðir verið aðalsmerki íslenzkra kvenna og sú iðja átti drýgstan þátt í því að fleyta íslenzkri listmenningu yfir dirnmgsta skeiðið. í þessum þáttum hef ég stund- um minnzt á það, að arkitektar væru nærri búnir að útrýma vegg- plássi, svo fólk kerrist fljótlega f vandræði m«ð myndir og annað, ?em haft er á veggjum. Hér varð að taka tillit til málverkanna og margra annarra muna og vegg- rými er yfrið nóg. Þar er staður fyrir hvern hlut og hver hlutuj? á sínum stað. G.S. Handlaugarnar í baðherberginu eru felldar inní borð og breiður, þrískiptur spegill fyrir ofan. Húsið stendur á horni Hofsvallagötu og Einimels, Kjartan Sveinsson teiknaði. Húsbóndaherbergið er í rauninni hluti af stof- unni og þangað opnast arinninn. Myndin að neðan: Þannig lítur stofan út, þegar komið er inn. Stóra málverkið af Snæfellsjökli er eftir Kjarval. Hús og húsbúnaður: NÝTT BINBÝLISHÚS í VESTURBÆNUM Jg VIKAN 8. tfrl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.