Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 25
DSVEffUJ það virtist vera lítið tækifæri til að eiga við- tal við hann. Við komum okkur fyrir í lang- ferðabílnum og ókum af stað til Reykjavíkur. Louis virtist vera i fullu fjöri, þrátt fyrir langa flugferð, hann brosti í sífellu og ræddi við blaðamanninn frá Vísi. Hinir teygðu sig í átt- ina til þeirra og reyndu að heyra hvað fram fór milli þeirra. Á þvi var lítið að græða. Sá gamli talaði svo hljóðlega. Ef til vill var hann að trúa Vísi fyrir leyndarmáli. Allt i einu rétti hann úr sér og söng nokkra takta fyrir blaða- manninn. ,,1’m travellin’ light in the light brown bus. ..." „Know that one?“ spurði Louis. E'kki virtist Vísir þekkja lagið. Svo héldu þeir áfram að hvíslast á. „Nú fer ég bráðum að gefast upp á þessu flakki. Ég er búinn að vinna fyrir Louis í tólf ár, og get varla sagt að ég hafi haft meira en átta mánuði samtals fría allan tímann.” Það var píanóleikarinn Billy Kyle, sem var að tala við mig á meðan ég beið eftir tækifæri til að fá að tala við Armstrong. „Ferðalögin verða alltaf erfiðari og erfiðari fyrir mig. Ég er nú heldur ekki neitt smábarn lengur.” Billy kveikti sér i sígarettu og reyndi að láta fara vel um sig í aftursætinu á bílnum hans Guðmundar Jónassonar. „Þú mátt ekki misskilja mig,“ hélt hann áfram, „það er alveg prýðilegt að vinna fyrir Louis. En ferðirnar eru að gera út af við mig. Við koraum hingað beint frá Kanada; flugum til New York til að ná í vélina til Is- lands. Vegna seinkunar (á vélinni) var okkur boðið upp á einn gráan hjá Loftleiðum í New York, sem gerði það að verkum að ég gat ekki sofið dúr á leiðinni til Keflavíkur. Það er annað með svona karla eins og Danny,“ sagði Kyle og benti á trommuleikarann, sem sat í sætinu fyrir framan okkur. „Danny sefur hvar sem er og hvenær sem er. Hann sefur meira að segja í stólnum hjá rakaranum. Hann er líka tiltölulega nýbyrjaður hjá okkur, — búinn að vera tæp sjö ár í hljómsveitinni." Danny Barcelona, unglingurinn í hljómsveit- inni, eins og Kyle kallaði hann, er 35 ára gam- all trommuleikari frá Hawaii. Hann lék með ýmsum hljómsveitum í Honolulu i nokkur ár m. a. með básúnuleikaranum Trummy Young, sem lék svo með Armstrong í ein fjórtán ár. „Trummy hringdi í mig einn góðan veðurdag -C5- Chief, Lesbcrg og Shu. VIKAN 8. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.