Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 47
handtaska. Þessir hlutir sögðu svo lítið um eigandann. Hún hellti innihaldi töskunnar á silki- lakið á rúminu og hófst handa með að flokka það. Ferðatékkana og svissnesku peningana setti hún í sitt eigið veski, ásamt litlum miða, þar sem hún skrifaði upphæðina, sem hún ætti að afhenda herra Clarke, þegar hún kæmi heim. Rauðleitu hárnálunum kastaði hún í pappírskörfuna. Þarna var kúlupenni, reikningskort, duft sundurmolnaðra asperíntaflna og í peningaveskinu voru litlar myndir. Önnur af dr. Thorpe og hin af Russ, sautján ára að aldri. Julie horfði inn í alvarleg, dökk augun, og fann sömu spennu og eftirvæntingu eins og um kvöld- ið, fyrir löngu síðan, þegar þau hittust í fyrsta sinn. Hún lagði peningaveskið á hilluna, hristi ruslið úr veski frú Thorpe yfir pappírskörfunni og kroppaði aspirínmolana og ó- hreinindin af þunnu fóðrinu. Þetta var mjög gömul taska, en frú Thorpe hafði greinilega látið gera við hana, áður en hún fór til Evrópu, því fóðrið leit út fyr- ir að vera nýtt. Þunnt, rósótt fóður — munztur, sem hún hafði séð mjög nákvæmlega. Já, ná- kvæmlega samskonar munztur og var í náttfötunum, sem frú Thorpe hafði verið hér í um kvöldið. Samskonar litir rósa- knúppar á Ijósrauðum bakgrunni. Þetta hlaut að vera hluti af nátt- fataefninu... Saumaður inn í þetta veski og þar að auki mjög illa. Stingirnir voru ójafnir og lausir. Fóðrið fór ekki vel innan í töskunni, og nú, þrátt fyrir að veskið var tómt, virtist það und- arlega þykkt. Julie hikaði andartak, svo reif hún fóðrið frá. Þar, lagðir flatir upp að gamla leðrinu og þétt niður með hlið veskisins, frá efri brún niður á botn, lá það sem hún hélt, að væru eins dollars seðlar. Svo kipptist hún við. Þetta voru þúsund dollara seðlar. ó- krumpaðir, nýir og ógnvekjandi. Þeir voru 30 alls. Milli seðlanna lá flugpósts- pappírsörk, sem var dagsett fyrra miðvikudag. Kæra Cecelia! Samkvæmt beiðni þinni símleiðis í gær, hef ég látið breyta verðbréfum þínum í reiðufé og skal senda þér pen- ingana í sérstökum böggli og tryggða á viðeigandi hátt til póststofunnar í Luzern. Ég treysti því, að þeir komist á leiðarenda, heilu og höldnu. Ég finn mig knúinn til að undirstrika enn einu sinni andúð mína á þessum aðgerð- um( og vona að þú vitir, hvað þú ert að gera. Þetta er há fjárhæð, Cecelia, og þó að ég viti, að þú ert eftir sem áður vel stæð, er ég á móti því að vita þig fara þannig með þann auð, sem Frank kom sér upp. Sá auður skapaðist með vinnu og umhyggju. Reyndu að vera varkár. Hvenær kemurðu aftur? Ég vildi óska að þú skrifaðir mér skýrari bréf, eða værir svo vingjamleg að hringja til mín, þegar þú ert rórri en þú varst í gær. Þar til verð ég — að ég vona — þinn lögfræðilegi ráðgjafi og raunverulegi vin- ur, kæra Cecelia. Með kærri kveðju, Hawtorne Clark. Julie sat kyrr og starði á bréf- ið, þegar síminn hringdi. Ósjálfrátt tók hún upp tólið. — Frú Julie Thorpe? Þetta var amerísk rödd. Hún áleit að þetta væri einhver frá flugfélaginu. — Það er ég. — Ég hringdi til að biðja yður um að fara ekki frá Alpenstadt nokkra daga enn, frú Thorpe. Ég hef nokkrar upplýsingar, sem gætu orðið yður mikilvægar. Ein- hver mun mjög bráðlega hafa samband við yður. Klikk. Hann hafði lagt á. — Halló! Halló! Hún reyndi að ná skiptiborðinu: — Vitið þér, hvaðan þetta samtal kom? — Hvað þá? Nei. Mér þykir það leitt, Madame, en ég held að þetta hafi verið innanbæjar- samtal. Óendanlega hægt lagði Julie tólið á. — G — Klukkan var næstum tólf á hádegi, þegar þetta samtal barst. — Níu dögum eftir að hún kom fyrst til Alpenstadt. Fyrir tveim- ur dögum hafði hún haldið hátíð- legan Svissneska þjóðhátíðardag- inn í Luzern ásamt manni að nafni Poul Duquet. Fyrir aðeins 24 tímum sátu þær, hún og frú Thorpe, úti á svölunum og skipu- lögðu ferð sína til Parísar. Nú var frú Thorpe dáin, og þrjátíu þúsund dollaramir henn- ar voru komnir í hendur mann- eskju, sem aldrei hafði verið ætl- að sjá þá. Og þetta símtal hafði staðfest í eitt skipti fyrir öll sekt og svik frú Thorpe, þar sem nú var augljósara en nokkru sinni fyrr, að Russel Thorpe var í raun og veru lifandi — bjó með annarri eiginkonu og veimur börnum þeirra, einhvers staðar í Þýzkalandi. Frú Thorpe, amm- an stolta, hafði verið á leið til Þýzkalands með þrjátíu þúsund dollarana sína til að búa þar hamingjusöm, ásamt syni, tengda- dóttur og barnabörnum, það sem eftir var af aevi hennar. Hversu óskiljanlegt, sem þetta samtal í rauninni var, gat það ekki þýtt neitt annað. Julie lá á rúminu og raðaði saman bit- unum, meðan hún beið þess að síminn hringdi aftur. Framhald 1 næsta blaðl. Málmgluggar fyrir verzlanir og skrif- stofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verksmiðjubygging- ar, gróðurhús, bíl- skúra o. fl. »mm mm • mm m ji Nýtt útlit Ný tækni ÆZ7 malmgluggar m LÆKJARGÖTU, HAFNARFIR&l. — SÍMl 50022 VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.